Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni - Oct 2020, Page 4

Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni - Oct 2020, Page 4
Siglfirðingablaðið4 1. atriði. Á að gerast í baðstofu norður í Hólum og drengur situr og les. Guðbrandur, lítill: „Pabbi, pabbi krakkarnir eru allir að fara á skauta, má ég ekki fara líka?“ Magnús faðir hans: „Nei, nei Brandur minn, þú þarft að hjálpa mér við bókbandið.“ Svona var lífið á þeim tíma. Lestur var kenndur heima og lesið það sem til var. (Drengurinn situr og les Grettiskvæði upphátt). Þannig liðu árin og þar kom að piltur vildi læra meira. Á þeim tímum var það ekki sjálfsagt mál og ekki auðvelt fyrir blásnautt bændafólk að koma börnum sínum til mennta. Guðbrandur hélt að heiman með nesti og nýja skó og settist í Gagnfræðaskólann á Akureyri. Lauk þaðan prófi 1920. Á sumrin vann hann í vegavinnu, t.d. á Holtavörðuheiði og víðar, til að geta kostað frekara nám sitt við Kennaraskólann og síðar í Englandi (London). 2. atriði. Þann 7. júlí 1920 leit dagsins ljós í Vestmannaeyjum lítil falleg stúlka sem fékk nafnið Anna Júlía, dóttir Filippíu Þóru, ættaðri úr Svarfaðardal, og Magnúsar manns hennar úr Landeyjum. (Hérna kemur Anna inn sem lítil stúlka, og er klædd að þeirra tíma sið. Hún sest og lagar fötin sín). Þau bjuggu í Vestmannaeyjum og þaðan sótti faðir hennar sjóinn. Þau systkinin urðu þrjú, en systir hennar dó ung og faðir þeirra lést af slysförum um sama leyti og voru þau jarðsett á sama degi. Þá var Anna aðeins 7 ára. Það var því sorgmædd ekkja sem hélt norður í Eyjafjörð með börnin sín tvö þar sem hún vann fyrir fjölskyldunni með saumaskap og fleiru. 3. atriði. Anna óx úr grasi og varð snemma undurfríð. Svo söng hún eins og engill. Strax og hún gat varð það hennar hlutskipti að vinna, og það mikið. Hún var t.d. í kaupavinnu og vist hjá frænku sinni í Möðrufelli. Þar var þrælað og púlað alla daga og vinnudagurinn var langur, sérstaklega hjá stúlkunum. Þær þurftu að þjóna vinnumönnunum á meðan þeir hvíldu sig. (Hérna eru þær saman á sviðinu Anna og Fríða frænka í Möðrufelli og eru klæddar í samræmi við tíðarandann). Anna: „Má ég ekki fá svolítið frí í dag frænka mín það er nú sunnudagur?“ Fríða frænka: „Nei, nei, Anna mín. Þú þarft að þvo af piltunum á meðan þeir eru að hvíla sig. Hérna færðu svo launin þín gæskan.“ (Setur fáeinar krónur í lófann á henni. ) Anna: (Hálf óánægð á svipinn ) „Voða er þetta lítið. Ég vinn mikið meira en piltarnir, en fæ miklu minna kaup.“ Fríða frænka: „Já Anna mín. Þetta má samt kallast gott. Þú ert nú stúlka.“ 4. atriði Árin líða við störf og leiki. Þar kemur að Anna fer í Húsmæðraskólann að Laugalandi. Langyngst námsmeyja. Þar lærir hún allar kvenlegar dyggðir, svo sem að matbúa, vefa og skella bót á fat. Og ekki er að spyrja að, hún stendur sig með stakri prýði. Þar takast kynni góð með henni og systrum tveim frá Hólum í Steingrímsfirði. (Hér sjást þær saman Anna og Bogga í Húsmæðra- skólafötum, þ.e. með hvítar skuplur og hvítar svuntur og eru að sýsla eitthvað). Þetta er um það leyti sem stríðið er að skella á í Evrópu. Önnu hafði staðið til boða að fara utan til móðursystur sinnar í söngnám þegar hún lyki Húsmæðraskólanum. Vegna stríðsins varð ekkert af utanlandsförinni og má segja að það hafi orðið vendipunktur í hennar lífi. Um svipað leyti barst henni bréf frá systrunum frá Hólum. Þær biðja hana þar um að gerast ráðskona hjá bróður þeirra, Guðbrandi, sem þá var orðinn virðulegur kaupfélagsstjóri á Hólmavík. Hann væri ókvæntur og vantaði sárlega ráðskonu til að standa fyrir búi. Ólyginn sagði mér að Guðbrandur hafi verið einn eftirsóttasti piparsveinn landsins. Maðurinn stórglæsilegur (eins og reyndar allir hans afkom- endur) og allar hafi meyjarnar viljað eiga hann!

x

Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni
https://timarit.is/publication/627

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.