Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni - okt. 2020, Síða 5

Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni - okt. 2020, Síða 5
Siglfirðingablaðið 5 5. atriði Hann hafði leitað ásjár systra sinna og beðið þær að útvega sér ráðskonu úr hópi skólasystra þeirra. Hann valdi svo Önnu af mynd sem hann sá hjá þeim. Guðbrandur: (Skoðar mynd og þau stinga saman nefjum. Hann er með hatt.) „Þessi er alveg gullfalleg. Ætli hún sé ekki fáanleg til að koma?“ Bogga: „En hún er svo ung!“ Guðbrandur: „Það gerir ekkert til. Sjáðu bara hvað hún er með mikið og fallegt hár.“ Bogga: „Heyrðu Brandur minn. Ætlarðu ekki bara að fá þér ráðskonu?“ Guðbrandur: „Hvurslags er þetta eiginlega.“ (Hálf byrstir sig) „Er eitthvað verra að hún sé sómasamleg í útliti. Skrifaðu henni strax fyrir mig.“ Þar sem Anna var á lausu vegna þess að Hitler var í stríði og ekki hægt að fara til Köben, þá sló hún til. Ákvað að taka þessu tilboði. Það þótti nú ekki amalegt að vera ráðskona hjá “kaupfélagsstjóra” og lagði í hann með strandferðaskipinu. (Anna tekur saman hafurtask sitt í tösku og býr sig af stað. Hún sönglar og lagar sig til). Kom til Hólmavíkur þar sem Guðbrandur og Bogga tóku á móti henni. (Þau sjást þar sem þau bíða og skyggja með hendi yfir augu og skima eftir henni. Guðbrandur er auðvitað með hatt.) Guðbrandur: „Bogga, Bogga, sjáðu þarna er hún.“ (Hann brosir og skellir sér á lær). „Þetta er hvorki meira né minna en Anna Eyjafjarðarsól.“ 6. atriði Anna gerðist nú ráðskona kaupfélagsstjórans. Það þótti hin mesta virðingarstaða í þá daga. Ekki er ég grunlaus um að þarna hafi verið ást við fyrstu sýn, enda gerðust hlutirnir nú frekar hratt. Þó með tilheyrandi aðdraganda. Anna stússaðist innanhúss og hafði ekki áður haft úr svo miklu að moða. Ýtrasta sparnaðar hafði verið gætt á húsmæðraskólanum í öllu. Enda varð allt of fínt í fyrstu kleinunum hjá ráðskonunni ungu. (Anna er að bardúsa við eldhússtörf og er glöð og raular og trallar. Um hárið er skupla og hún er með svuntu.) Tíminn leið við störf og heimilisstúss en brosin fóru breikkandi á andliti kaupfélagsstjórans. (Hann kemur inn og færir henni dýrindis útprjónaða vettlinga.) Hjartsláttur jókst og augnaráðið varð eldheitt í hvert skipti er hann horfði á nýju fallegu ráðskonuna sína. Það duldist engum að maðurinn var ástfanginn upp fyrir haus. (Hér gengur Guðbrandur um sviðið með rautt, stórt útklippt hjarta úr pappa, til að túlka þetta og skáskýtur augunum af og til á Önnu.) En allt á sér tvær hliðar, Anna var ung og bálskotin í þessum myndarlega manni. Hún hafði ekki vanist því að eiga peninga og enn síður að eyða þeim og nú fær hún útborgað heila auðlegð að henni finnst. (Anna gengur niður í búðina og sér rauða fallega skó sem hana langar mikið í og segir við sjálfa sig.)

x

Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni
https://timarit.is/publication/627

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.