Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni - okt. 2020, Síða 6
Siglfirðingablaðið6
„Guð hvað þetta eru fallegir skór, svona rauðir
og fínir. Guðbrandur yrði áreiðanlega hrifinn af
mér í þeim við fallegu kápuna mína sem mamma
saumaði á mig ég kaupi þá, þeir passa alveg (mátar
skóna) Jesús minn, hvað þeir eru dýrir, næstum allt
mánaðarkaupið, jæja það verður bara að hafa það
ég bara verð að eignast þá.“
(Fer við svo búið heim og sýnir Guðbrandi.)
En svo bregðast krosstré sem önnur tré karl trompast
í fyrsta sinn í þeirra búskap, en ekki það síðasta.
Guðbrandur: „Hvurslags er þetta eiginlega
manneskja að eyða kaupinu öllu í eina skó. Ég
hef aldrei vitað aðra eins vitleysu.“ (Hann er alveg
öskureiður.)
Anna, alveg hissa: „Guð í himnasölum.“ (Fórnar
höndum) Hún sér þarna alveg nýja hlið á drauma-
prinsinum sínum.
Þegar líður að áramótunum 1939-40, fer ráðskonan
unga að kenna sér flökurleika á morgnana og svo
bætist við brjóstsviði. Það er ekki eftir neinu að bíða
og þau drífa í því að gifta sig í febrúar 1940. Þeim
fæðist svo fyrsta barnið þ. 3. september sama ár. Það
er drengur sem skírður er Skúli, eftir föðurbróður
sínum sem lést á besta aldri.
7. atriði
Árið 1941 flytja þau svo til Siglufjarðar þar
sem Guðbrandur hafði ráðið sig kennara við
Gagnfræðaskólann. Þangað koma þau þegar farið
er að hausta, í skítaveðri. Önnu hrýs hugur við
staðnum þar sem hún stendur uppá þilfari skipsins
þegar siglt er inn fjörðinn og segir hálfhátt við sjálfa
sig.
„Hér á ég ekki eftir að kunna við mig, hér get ég ekki
búið.“
En það varð nú eitthvað annað. Þau festu kaup á
húsi að Grundargötu 16, þar í bæ og höfðu smá
hænsnabú til búdrýginda í bakgarðinum og meira að
segja “telefon.”
Amma okkar hún Filippía, flyst fljótlega til þeirra frá
Akureyri og var að mestu búsett hjá þeim upp frá því
allt til dauðadags. Hún vann fyrir sér, meðan kraftar
leyfðu, með saumaskap. Hún var úrvals saumakona,
en alltaf hálfheilsulaus. (Hér kemur amma Pía inn á
sviðið).
Þetta sama ár, þ. 28. nóv. fæðist annað barnið það
var stúlka sem hlaut nafnið Hildur, eftir langömmu
sinni í föðurætt. Þriðja barnið fæðist svo 15 mán-
uðum seinna það var stúlka sem skírð var Filippía
Þóra, en hún dó aðeins 8 vikna úr skarlatssótt.
Lífið hélt þó áfram en annan skugga dró upp á
himininn fáeinum vikum seinna hjá ungu hjón-
unum. Hildur veiktist alvarlega af heilahimnubólgu.
Það var seigt í þeirri litlu og hún “meikaði það“ sú
stutta, en Önnu var brugðið.
Um vorið 1946 birti þó til með litlu stelpukorni,
nánar tiltekið þ. 22. maí, en þá fæddist Anna Gígja.
Hún er eina barn foreldra okkar sem fætt er að vori.
Hún er líka mjög sérstök.
Þá þegar var afráðið að þau flyttu búferlum til
Akraness fyrir haustið, þar sem Guðbrandur var að
taka við skólastjórastöðu við Gagnfræðaskólann þar
í bæ. Ekki varð dvölin þar löng, aðeins sá eini vetur,
þau kunnu ekki við sig þar og afréðu að flytja aftur
til Siglufjarðar og þangað komu þau snemma sumars
´47. Þar hefst búseta þeirra númer tvö á þeim stað.
Húsnæði fékkst leigt að Vetrarbraut 10 þar sem þau
bjuggu næsta vetur en fljótlega var farið að huga
að framtíðarstað fyrir ört stækkandi fjölskyldu og
ákveðið að byggja. Fyrst var hafist handa fram á
Hafnarhæð, fengin lóð, húsið teiknað og byrjað að
grafa.
Hætt var við þær byggingaframkvæmdir því Guð-
brandi bauðst annar og fallegri staður á Hlíðarvegi
3c, ættaróðalið. Þar hafði brunnið hús árið áður og
framkvæmdir hafnar við nýtt hús og upp kominn
kjallarinn.
Þetta var svo afráðið, selt suðurfrá og veturinn not-
aður til að afla frekari fanga til nýbyggingarinnar.
Fátt var um fína drætti enda stríðið nýafstaðið og
ekkert byggingarefni að fá. Sement fékkst þó frá
Hollandi sem var notað sem ballest í skipið sem
flutti það til Siglufjarðar.
8. atriði
Með vorinu var svo allt sett á fulla ferð við hús-
bygginguna, yfirsmiður var Pétur Laxdal, afar
minnisstæður maður. Ég man vel eftir því þegar
Guðbrandi áskotnaðist ein rúlla af rappneti fyrir