Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni - okt. 2020, Síða 17
Siglfirðingablaðið 17
hafi farið fyrir honum á Brekkunni en Kristján lét
þeim mun meira að sér kveða síðar sem þingmaður
og samgönguráðherra. Naut Siglufjörður ríkulega
góðs af því.
Matvandur fangi
Við Aðventistakirkjuna rifjast upp skondið atvik.
Einn morgun tókum við Simmi Jónas Halldórsson
höndum fyrir litlar sakir, drógum hann á bak við
kirkjuna og bundum hann á höndum og fótum.
Í hádeginu fór Simmi heim í mat en ég gætti
Jónasar. Simmi kom til baka með súpudisk handa
fanganum. Jónasi þótt súpan vond og neitaði að
borða hana. Við vorum sármóðgaðir fyrir hönd
móður okkar og til að refsa fanganum leystum við
hann og rákum burt út fangelsinu!
Fyrir sunnan Aðventistakirkjuna bjuggu þrír bræður
á mínu reki: Kristján, Þorsteinn, jafnaldri minn, og
Rafn Elíassynir en kenndir við móður sína Heiðu.
Ég lék mér gjarnan við Stjána. Hann og Rabbi voru
félagar í KV og voru í A-liði í fyrsta keppnisleik KV.
Brennur og átök
Brekkuguttarnir stóðu nokkrum sinnum fyrir
áramótabrennu í fjallinu. Í KV-bók eru ítarlegar
lýsingar á þeirri miklu vinnu sem fór í að safna
drasli. Við fórum meðal annars í verslanir og fengum
að hirða tóma kassa inni á lager. Kannski stungum
við á okkur vínberjaklasa í leiðinni!
Félagar í KV byggðu skúr á auðu lóðinni Lindargötu
12. Draslinu var safnað í hann og fleiri skúra. Þegar
skúrinn okkar var fullur var draslinu hlaðið upp fyrir
utan og breitt segl yfir. Þurfti að standa vörð um
hlaðann því strákar úr næstu hverfum voru líklegir
til að laumast að kvöldlagi og ræna spýtum eins og
eftirfarandi færsla í KV-bók ber með sér: „Ekkert
var safnað í dag vegna rigningar en stolið var undan
seglinu helling af drasli og stolið úr einum skúrnum.
Á morgun ætlum við að rannsaka hverjir það hafa
verið.“
Ennfremur segir í KV-bók: „Það var gerð tilraun
til þess að kveikja í einum skúrnum og við gátum
slökkt þegar einn kassi var brunninn.“
Seldum sömu tunnurnar tvisvar
Eitt sinn er við Gummi og Nóni vorum að safna
í brennu fengum við gefins tvær eða þrjár gamlar
síldartunnur. Fyrir framan Egilssíld hittum við
Hansa og hann keypti af okkur tunnurnar.
Á leið upp á Brekku sáum við að Hansi fór með
tunnurnar út bakdyramegin. Við snöruðumst
til baka, tókum tunnurnar og veltum þeim að
framdyrunum og bönkuðum. Við sögðum Hansa
að okkur hefði verið gefnar fleiri tunnur og hann
keypti þær líka. Við hlupum í felur. Hansi kom aftur
út bakdyramegin með tunnurnar, snarstoppaði og
starði undrandi á staðinn sem fyrri tunnurnar áttu
að vera. Svo áttaði hann sig á því að hann hafði verið
plataður, fór inn aftur og hafði tunnurnar með sér!
Stokkið af Sjómannaheimilinu
Veturnir á þessum árum voru afar snjóþungir að því
ég man best. Allar götur á kafi, aldrei mokað nema
þegar olíubílarnir þurftu að komast leiðar sinnar.
Snjórinn var uppspretta fjölda leikja. Áður var
minnst á snjóhús og snjóbolta. Einnig var vinsælt
að klifra upp á næsta skúr eða hærri byggingar og
stökkva fram af.
Við klifruðum oft upp á þakið á Sjómanna-
heimilinu, komust þangað frá áföstum skúr neðan
við Hóla. Við stukkum niður í snjóinn sem safnaðist
í sund milli steingarðsins og Sjómannaheimilisins.
Þar var nokkuð hátt fall og djúpur snjór svo við
Vetur á Hverfisgötunni. Fyrir miðri mynd er Aðventista-
kirkjan sem kom mjög við sögu leikja krakka á Brekkunni. Til
vinstri er Hverfisgata 12 þar sem Aðalheiður Þorsteins (Heiða
Jónu) og Elías Ísfjörð bjuggu. Bæði þessi hús eru horfin.
Mynd: Ljósmyndasafn Siglufjarðar.
Vinkonurnar Þórdís Rögnvaldsdóttir og Fríða Ragnarsdóttir
með drengjakoll. Alltaf gaman að prófa eitthvað nýtt.