Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni - okt. 2020, Síða 20

Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni - okt. 2020, Síða 20
Siglfirðingablaðið20 Blaðað í lífsbókinni Gunnlaugur Skaftason Mörg eru nöfnin sem minningin geymir; mæra þau hjarta og sál. Hérna í dag fram í hugana streymir hlýjust þökkin, við ljóðsins mál. Bryggjurnar stórar og brakkarnir risu, birtust svo möstur og tröf. Þar var hann Bakkevig, þar var hann Gunnar og þar var hann Skafti á Nöf. (Sig. Ægisson) Það er líklega að bera í bakkafullan lækinn að koma með enn einn síldarpistilinn en eitt er það sem lítið hefur verið sagt frá og það er hvernig var að alast upp í miðri hringiðunni, í brakka sem var jafnframt heilsársheimili stórrar fjölskyldu áratugum saman. Gunnlaugur Skaftason, Gulli Skafta, sem fæddur er 23. september 1930 og verður því orðinn níræður þegar þetta blað kemur út, er líklega sá eini sem er til frásagnar um það en hann fæddist og ólst upp í Skaftabrakkanum. Það þótti því ástæða til að hafa kaffispjall við hann og mættar voru, auk hans og mín, tvær tryggar síldarstúlkur sem söltuðu á Nöf hjá Skafta, móðir mín, Helena, og systir mín Alda. Gulli man meira en tímana tvenna og við byrjuðum á smá upprifjun. Hvað varð til þess að íbúðarhúsið var byggt í flæðarmálinu? Hver var aðdragandinn að því? Við förum nokkuð hratt yfir sögu því saga ættföðurins Skafta hefur verið skráð af mörgum, er vel þekkt og efni í heila bók. Málmey - Hofsós - Siglufjörður Faðir minn var fæddur í Málmey árið 1894 og flutti þaðan 13 ára til Hofsóss. Faðir hans, Stefán Pétursson, hafði misst heilsuna og systkinin þurftu snemma að taka til hendinni og aðstoða móður sína, Dýrleifu Einarsdóttur, við rekstur heimilisins. Pabbi hóf sjómennsku 13 ára gamall á flatbotna pramma, sem fenginn var að láni, og Pétur bróðir hans 9 ára var háseti. Fljótlega var svo keypt norsk skekta fyrir ærverð, eða 13 krónur. Þeir bræður urðu fljótt áræðnir og aflasælir og smám saman voru færðar út kvíarnar og 1918 eignuðust þeir rúmlega 10 lesta mótorbát, Úlf Uggason, sem varð kunn fleyta. Pabbi eignaðist fleiri báta í tímans rás og margir muna eflaust eftir síðasta bátnum hans Mjölni sem lá við Skaftabryggju til ársins 1965. Pabbi tók að sér flutninga á milli Skagafjarðar og Siglufjarðar, póst, mjólk, vörur, dýr og fólk og það varð fljótt ljóst að honum mátti treysta í einu og öllu og fjölmörg dæmi sanna það. Hann kynntist harðri lífsbaráttu og að þurfa að standa sig. Hann lenti oft í lífsháska en trúði því að yfir sér væri vakað og lífsreynslan og margir alvarlegir atburðir styrktu hann í þeirri trú. Hann var vanur að signa yfir bátana og fara með bæn. Eftir eina svaðilförina var um hann ort: Sankti Pétur sagt er frá svörum þannig flíki: Skafta liggur ekkert á inn í himnaríki. Eftir flutninginn til Hofsóss fór fjölskylda pabba að venja komur sínar til Siglufjarðar á sumrin þar sem var næg atvinna fyrir duglegt fólk og svo kom að því að pabbi byggði þetta reisulega þriggja hæða hús árið 1922, þá er hann 28 ára stórhuga ungur Gunnlaugur Skaftason og Helena Sigtryggsdóttir. Myndin er tekin á upprifjunarstund.

x

Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni
https://timarit.is/publication/627

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.