Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni - okt. 2020, Síða 22
Siglfirðingablaðið22
fólk í vinnu, það þvældist bara hvert fyrir öðru!
Einhver kerskni kannski í þeirri skoðun en honum
hélst mjög vel á fólki í vinnu.
Innskot/JM: Frásögn Óskars 14 ára Ólafs firð-
ings sem kom í heimsókn til Siglu fjarðar 1958
og falaðist eftir vinnu hjá Skafta sem tók honum
ljúfmannlega:
„Svo kom að útborgunardegi: Hvað átti ég mikið
inni? Skafti skrifaði nótu og taldi síðan fram á
fjórða hundrað krónur. Ég varð ein augu. Þetta var
meira heldur en ég hafði búist við. Þetta reiknaðist
31 tími, „þú stóðst þig bara vel!“ Mér hafði talist
svo til að þeir væru 29. Skafti hafði augljóslega bætt
við tímum sem ég taldi mig vinna í sjálfboðavinnu.
Seðlarnir og nótan fóru í vasann. Við Skafti
kvöddumst með þéttu handtaki og sáum ekki hvor
annan eftir það. Hann var mikill drengskapar- og
öðlingsmaður hann Skafti Stefánsson. Ég sveif niður
stigann til baka.“
Uppvaxtarárin, fall út um glugga, leikir og vinna
Ég er fæddur í þessu húsi og bjó þar öll mín upp-
vaxtarár og á að mestu leyti bara góðar minningar
frá þeim tíma. Kannski var það eitthvað sérstakt
að alast upp á þessum stað en mér fannst það bara
eðlilegt og lærði ýmislegt sem aðrir kunnu ekki, svo
sem margt sem snéri að sjósókn, bátum, vélum og
atvinnulífi. Ég á minningar frá því að fylgjast með
út um gluggann því sem var að gerast á bryggjunum
og í nágrenni þeirra. Eitt atvik tengt því er í fersku
minni. Það var að vori og ég var að fylgjast með
þegar verið var að gera bátana klára. Ég var u.þ.b.
4ra ára og klifraði upp í stofugluggann á þriðju
hæð, opnaði neðri gluggann og teygði mig upp í
efri gluggann til að opna hann en datt þá út um
neðri gluggann. Þetta var 4-5 metra fall og ég kom
niður á höfuðið. Mér varð það til lífs að lenda ofan
á kassa með tréloki sem gaf eftir, en í kassanum voru
geymdar netakúlur úr korki, ofan á þeim lenti ég og
þær tóku af mér mesta höggið. Ég slapp óbrotinn
en átti í því lengi að sofna í tíma og ótíma og ekki
gat ég smakkað rjóma, af einhverjum ástæðum.
Bræður mínir kölluðu það leti þegar ég svaf lengi á
morgnana og voru duglegir í baráttunni við að vekja
mig. Þeir voru svo hrekkjóttir! En ég finn ennþá
fyrir þessum eftirstöðvum fallsins.
Ég var níu ára þegar ég saltaði í lagi með mömmu og
það var hjá Kaupfélagi Eyfirðinga, enda pabbi ekki
byrjaður með eigið söltunarplan. Það var settur kassi
undir mig og ég hékk á tunnubarminum til að koma
síldunum í neðstu lögin. Einn hrekkjalómur gerði
sér að leik að hrinda mér ofan í tunnuna og sá fékk
aldeilis orð í eyra frá móður minni.
Á vorin voru alltaf leikir á bryggjunum. Snjórinn
þiðnaði fyrst þar á vorin og um leið og það
gerðist var þust út í slábolta, fótbolta eða aðra
leiki. Fullorðnir menn eins og Tryggvi Flóvents,
Óli Vill og Andrés Hafliða slógust stundum í
hópinn í sláboltanum og þetta voru hörkukýlarar.
Þegar meira tók upp af snjó var farið í fótbolta á
Ísfirðingaplaninu við mismikinn fögnuð þeirra
sem þar réðu ríkjum. Fótboltaæfingarnar á
bryggjunni voru ágætis undirbúningur fyrir okkur
bræður sem allir spiluðum með KS, ekki þó allir
í einu, en viðbrigðin voru mikil frá æfingum á
bryggjunum þar sem boltinn gat skoppað langa
leið, í mölina á fótboltavellinum. Svo var farið
í „yfir“ yfir Ísfirðingabrakkann sem er ansi hár.
Á Tynesarplaninu var svo keppt í margs konar
íþróttum og það þótti ekkert tiltökumál þótt
einhverjir dyttu í sjóinn. Leikirnir færðust svo ofar í
bæinn þegar snjóinn tók upp. Alltaf var hægt að hafa
eitthvað fyrir stafni.
Á veturna voru líka leikir, feluleikur og snjókast
og svo þvældumst við í brökkunum. Skíðaiðkun
var mikil og margir urðu góðir skíðamenn. Við
bræður áttum skíði en stunduðum þau ekki mikið,
renndum okkur bara niður brekkurnar. Margir
gerðu sér að leik að brjóta perurnar í ljósastaurunum
með snjókúlum og biðu svo eftir að Toni kæmi með
járnskóna og klifraði upp staurinn til að skipta um
peru. Hann Toni þessi var giftur Mörtu Sveinsdóttur
sem var mjög góð leikkona og lék í mörgum
leikritum í bænum ásamt t.d. Friðþóru föðursystur
Síldarstúlkur á Skaftaplani sumarið 1959. Oftast voru sömu
síldarstúlkurnar og í sama plássi, sínu plássi! Skip við hverja
bryggju.
Frá vinstri: Þóra Jónsdóttir, Helena, Alda, Jóna, Sigríður
Guðjónsdóttir, Ingibjörg Jónasdóttir (Abba). Jón Pálsson er
líklega að afgreiða saltpöntun hjá Öbbu.