Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni - Oct 2020, Page 27

Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni - Oct 2020, Page 27
Siglfirðingablaðið 27 Göng milli Siglufjarðar og Fljóta Eftir erfiðan vetur á Siglufirði og allt að 50 daga lokun á þjóðveginum frá Ketilási til Siglufjarðar, stundum allan daginn, stundum skemur, svo og áframhaldandi jarðsig á Almenningum, þá er eðlilegt að tekin sé upp umræða um nauðsynlegar vegabætur með hugmyndum um jarðgöng milli Siglufjarðar og Fljóta. Hugmyndin er ekki ný af nálinni og var oft til umræðu í gömlu bæjarblöðunum. Einnig var hún viðruð í sambandi við Héðinsfjarðar- göng og hvaða leið ætti að fara með þau, þar sem Fljótakosturinn með stuttum göngum þarna á milli var í þeim kosti. En nóg um það, besti kosturinn var valinn og hann hefur sannað sig rækilega. Þessi snjóþungi, erfiði vetur varð til þess að við undirritaðir tókum okkur til og skrifuðum umsögn til Samgöngunefndar Alþingis þegar verið var að ræða samgönguáætlanir til 5 og 20 ára. Umsögn þessi var undirrituð af hvorki meira né minna en 70 aðilum á Siglufirði, Ólafsfirði og í Fljótum, forsvarsmönnum nær allra fyrirtækja, og fulltrúum félagasamtaka. Í umsögn okkar sagði m.a.þetta. (Ath fjöldi lokunar- daga hefur verið uppfærður.) Jarðgöng Siglufjörður - Fljót • Siglufjarðarvegur frá Ketilási í Fljótum til Siglu- fjarðar hefur verið lokaður í 50 daga frá 10. desem- ber 2019 til vors vegna snjóa og snjóflóðahættu. • Ný jarðgöng frá Siglufirði yfir í Fljót leggja af þennan snjóþunga og erfiða vegkafla sem er um 25 km langur. • Þessi jarðgöng stytta leiðina til Siglufjarðar um 15 km. Héðinsfjarðargöng - algjör bylting Héðinsfjarðargöng milli Ólafsfjarðar og Siglufjarðar, sem opnuð voru fyrir umferð 2010, hafa sannað gildi sitt og gjörbreytt lífsskilyrðum íbúa á svæðinu. Ein megin röksemdin fyrir framkvæmdunum á sínum tíma var sú að með göngunum tengdist Siglufjörður byggðum við Eyjafjörð á þann hátt að Eyjafjarðarsvæðið í heild yrði öflugra mótvægi við höfuðborgarsvæðið og byggð á miðju Norðurlandi myndi styrkjast verulega. Það hefur ótvírætt gengið eftir. Á sama tíma var nefnt á undirbúningstíma verksins fyrir 20 árum, að ávinningurinn af hring- tengingu með ströndinni um Tröllaskaga yrði einnig verulegur fyrir sveitarfélög í Skagafirði, Siglufirði og Eyjafirði, ekki síst í ferðaþjónustu. Í umræðum kom skýrt fram að til framtíðar litið yrði vegur um jarðgöng áfram frá Siglufirði til Fljóta eini raun- hæfi kosturinn fyrir slíka hringtengingu, ekki síst vegna ástands vegarins um Almenninga vestan Strákaganga. Siglufjarðarvegur frá Ketilási Siglufjarðarvegur frá Ketilási að bæjarmörkum Siglufjarðar er um 25 km langur og liggur um svokallaða Almenninga. Vegurinn var lagður í tengsl- um við opnun Strákaganga árið 1967 og er barn síns tíma, hlykkjóttur og bugðóttur. Alvarlegast er þó að vegurinn liggur á 7 km kafla um stóra landspildu sem er á hreyfingu og því fylgir mikið og stöðugt jarðsig sem oft kemur fram sem brot með skörpum brúnum þvert á yfirborð vegarins og skapar mikla hættu fyrir vegfarendur. Þetta ástand kallar á tíðar og dýrar viðgerðir. Þótt ekki séu miklar líkur á að vegurinn rofni varanlega með því að heilar spildur falli í sjó fram er þetta ástand viðvarandi og engar líkur á að því linni í framtíðinni. Sérfræðingar eru sammála um að allar hugsanlegar aðgerðir til úrbóta yrðu einungis bráðabirgðalausnir. Auk þessa er leiðin frá Fljótum að Strákagöngum mjög snjóþung, snjóflóðahætta á kafla, veðrasamt og vegurinn ekki góður miðað við nútíma kröfur. Þessi vegkafli er jafnframt mesti farartálminn á leiðinni til og frá Siglufirði og mjög oft ófær vegna snjóa. Eins og að framan greinir lokaðist leiðin 50 sinnum frá 10. desember 2019 til vors. Vegurinn út með ströndinni í Siglufirði og að Strákagöngum verður einnig mjög oft ófær vegna aur- og snjóflóða og er því mikill farartálmi eins og vegurinn um Almenninga. Loks má geta að þegar til Siglufjarðar er komið liggur innkeyrslan um þröngar og fjölmennar íbúagötur og skapar oft á tíðum mikla slysahættu. Við þessa götu er m.a. aðalinngangur fyrir Sundhöll og íþróttahús

x

Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni
https://timarit.is/publication/627

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.