Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni - okt 2020, Qupperneq 28

Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni - okt 2020, Qupperneq 28
Siglfirðingablaðið28 bæjarins og því oft þröng á þingi á götunni. Með nýjum jarðgöngum í vesturátt þarf því ekki lengur að huga að nýrri innkeyrslu til Siglufjarðar og við það sparast miklir fjármunir. Með tilkomu Stráka- ganga árið 1967 bötnuðu vegasamgöngur til og frá Siglufirði til mikilla muna. Göngin eru hins vegar barn síns tíma og ljóst að með tilliti til öryggis veg- farenda og aukningar umferðar munu þau ekki uppfylla kröfur á næstu áratugum. Ný jarðgöng milli Siglufjarðar og Fljóta Varanleg lausn á vegasamgöngum frá Siglufirði til vesturs verður ekki nema með tilkomu jarðganga. Það hefur m.a. komið fram í umræðum á Alþingi og einnig verið mat Vegagerðarinnar að það sé sá kostur sem stefna beri að. Slík göng myndu auk þess leysa framangreindan vanda við núverandi vegsamband og vafalítið styrkja og efla byggð í Fljótum og stytta vegalengdina milli Siglufjarðar og Ketiláss um 15 km. Rétt er að minna á ört vaxandi ferðaþjónustu á Deplum í Fljótum og uppbyggingu á Sólgörðum og myndu þau göng sem hér er rætt um vafalaust styrkja og efla þann rekstur sem þar er, svo og Fljótin í heild sinni. Varaleið fyrir Öxnadalsheiði Með tilkomu Héðinsfjarðarganga skapaðist ný og mikið notuð varaleið fyrir þjóðveg 1 þegar Öxna- dalsheiði lokast og ný Siglufjarðargöng, eins og hér er rætt um, myndu auka enn frekar notagildi þeirrar varaleiðar og auka umferðaröryggi fyrir vegfarendur. Vegagerðin hefur einkum hugað að tveimur jarðgangaleiðum. Annars vegar frá Hrauni í Fljótum til Skarðsdals, beint undir Siglufjarðarskarð, og hins vegar frá fjallinu Skælingi við norðanvert mynni Nautadals í Fljótum til Hólsdals innan við Siglufjörð. Síðari leiðin virðist í fljótu bragði vera ákjósanlegri, göng styttri (5,2 km) og ódýrari, styttri vegalengd til Siglufjarðar og aðstæður fyrir munna í Hólsdal betri en í Skarðsdal. Bréfritarar telja skynsamlegt að skoða báða þessa kosti og treysta Vegagerðinni mjög vel til þess að velja þann hagkvæmari. Þess má geta að jarðgöng milli Siglufjarðar og Fljóta eru á aðalskipulagi beggja sveitarfélaganna, þ.e. sveitarfélagsins Skagafjarðar og Fjallabyggðar. Hálfnað er verk þá hafið er Vegagerðin skilaði frá sér forathugunarskýrslu í mars s.l um Siglufjarðarskarðsgöng. Skýrslan er faglega og vel unnin eins og allt sem Vegagerðin gerir og er gott innlegg í umræðuna og næstu skref. Í skýrslunni er mælt með Hólsdalsleiðinni. Niðurlag umsagnar okkar til Alþingis var eftir- farandi:

x

Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni
https://timarit.is/publication/627

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.