Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni - May 2019, Page 4
Siglfirðingablaðið4
Misstu af sæti í efstu deild
Þróttur kærði úrslit leiks við KS vegna ungs leikmanns
Sumarið 1963 tók Knattspyrnu
félag Siglufjarðar, KS, þátt í
keppni í 2. deild Íslandsmótsins í
knattspyrnu og það í fyrsta sinn.
Þegar fór að líða á sumarið var KS
í einu af efstu sætunum í öðrum
riðlinum og átti möguleika á að
komast í 1. deild, sem þá var efsta
deildin. En þá fór að draga til
tíðinda.
Of ungur
Laugardaginn 3. ágúst 1963
kom Þróttur frá Reykjavík til
Siglufjarðar til að leika gegn KS.
Þróttarar höfðu forystu í hálf leik,
tvö mörk gegn engu. Heima
menn sögðu þetta hafa verið
klaufamörk. Í síðari hálfleik
skoruðu Siglfirðingar fjögur mörk
en Þróttarar ekkert og leiknum
lauk með sigri Siglfirðinga, 4:2.
Þar með urðu þrjú lið efst og
jöfn í Briðli 2. deildar með sjö
stig, Siglfirðingar, Þróttarar og
Hafnfirðingar (ÍBH).
Einn af leikmönnum KS var
Sigurjón Erlendsson, fæddur í
apríl 1947 og því 16 ára. Hann
hafði staðið sig vel í 3. aldurs
flokki og var valinn í liðið í stað
eldri leikmanns sem gat ekki
tekið þátt vegna meiðsla, að
sögn. Samkvæmt reglum KSÍ
taldist Sigurjón ekki vera orðinn
16 ára af því að hann hafði ekki
náð þeim aldri fyrir áramótin á
undan.
Stjórn KS gerði sér grein fyrir því
að sækja þyrfti um leyfi til KSÍ.
Síðdegis 31. júlí sendi Tómas
Hallgrímsson, formaður KS,
símskeyti til Björgvins Schram
formanns KSÍ. Var sótt um
undanþágu, annars vegar fyrir
Sigurjón Erlendsson og hins vegar
fyrir Runólf Birgisson, sem var
nær ári yngri en Sigurjón. Tómas
fylgdi skeytinu eftir með símtali.
Formaðurinn lofaði að halda fund
um málið um kvöldið og tilkynna
niðurstöðuna daginn eftir.
Að kvöldi þess dags hringdi
Ingvar N. Pálsson stjórnarmaður
í KSÍ í Tómas og sagði: „Það er
allt í lagi fyrir ykkur að láta þessa
menn spila með á laugardaginn.“
Tómas óskaði eftir staðfestingu í
símskeyti og barst það 2. ágúst.
Þar stóð: „Samkvæmt reglum
um knattspyrnumót er knatt
spyrnuráðum heimilt að veita
allt að fjórum leikmönnum
yngri en 18 ára undanþágu til
keppni með fyrsta flokki.“ Ekkert
knattspyrnuráð var á Siglufirði
heldur átti KS beina aðild að KSÍ.
Tómas sýndi dómara leiksins,
Frímanni Gunnlaugssyni, skeyt
in og sagði frá símtölunum.
Dómarinn sagði leikinn vera
lög legan og engin ástæða væri til
að til kynna Þrótti um undan
þáguna. Hins vegar var staðfest að
Þróttarar vissu um málavexti fyrir
leikinn.
Leikurinn kærður
Þremur dögum eftir leikinn sendi
Jón Ásgeirsson, formaður Þróttar,
skeyti til formanns KS og þakkaði
„fyrir frábærar móttökur“. Síðan
bætti hann því við að þann
skugga hefði borið á að lið KS
hefði ekki verið löglegt og að
Þróttur sæi sig tilneyddan til að
kæra það.
Málið fór fyrir héraðsdómstól
Íþróttabandalags Siglufjarðar,
í samræmi við reglur Knatt
spyrnusambandsins. Þar var
úrskurðað að leikurinn hefði verið
löglegur þar sem leyfi KSÍ hefði
verið til staðar. Auk þess var bent
á að kæran hefði komið of seint
fram.
Niðurstöðunni snúið við
Dómstóll KSÍ tók málið upp og
féllst á kröfu Þróttara í byrjun
september. Siglfirðingar fengu
ekki að færa fram sín rök fyrir
dómstólnum. Þróttarar komust
þannig upp fyrir Siglfirðinga
og Hafnfirðinga að stigum í
Briðli og öðluðust rétt til að
keppa við Breiðablik, sem hafði
sigrað í Ariðlinum, um sæti í
1. deild, sem þá var efsta deild
Íslandsmótsins í knattspyrnu, eins
og áður sagði.
Í símskeyti sem Knattspyrnu
sambandið sendi „Knattspyrnu
ráði Siglufjarðar“ 3. september
vekur athygli að fullyrt er að
leikmaðurinn hafi verið ólög legur:
„Dómsorð knattspyrnudóm
stólsins vegna ólöglegs leikmanns
í liði KS í kappleik í annari deild
háðum á Siglufirði 3. ágúst 1963
milli KS og Þróttar Reykjavík.
Skal leikurinn dæmdur tapaður
fyrir KS. Bréf á leiðinni.“
Siglfirðingum fannst þetta ekki
geta staðist, hart ætti að taka
á því ef eldri leikmenn léku
með yngri flokkum en ekki
öfugt. Andi laganna væri sá og
jafnframt var vitað um dæmi þess
að ungir leikmenn hefðu tekið
þátt í sambærilegum leikjum
áður. Lagt hafði verið fram
læknisvottorð um að heilsa og
líkams burðir Sigurjóns hindruðu
hann ekki frá þátttöku í þessari
keppni. Bent var á að í sumum
nálægum löndum þyrfti ekki leyfi