Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni - maj 2019, Side 6
Siglfirðingablaðið6
Rögnvaldur Þórðarson gerði tvö
mörk og Sævar Gestsson eitt.
Akureyrarblað sagði að sigurinn
hefði verið verðskuldaður og
að Siglfirðingar hefðu verið
baráttuglaðir og þolgóðir og að
margir þeirra hefðu leikið vel. En
blaðinu fannst úrslitin vera áfall
fyrir akureyrska knattspyrnu.
Sagan segir að KS hafi ekki
getað fengið bikarinn afhentan
strax eftir mótið vegna þess að
búið hafi verið að grafa nafn KA
á hann. En mánuði síðar var
bikarinn afhentur með viðhöfn
á Siglufirði. Þetta hljóta að hafa
verið ákveð nar sárabætur fyrir
siglfirska knattspyrnumenn.
Jónas Ragnarsson
tók saman.
Norðurlandsmeistararnir 1964. Aftari röð: Helgi Magnússon, Þröstur Stefánsson, Freyr Sigurðsson, Rögnvaldur Þórðarson, og
Sævar Gestsson. Fremri röð: Birgir Guðlaugsson, Bjarni Þorgeirsson, Ásgrímur Ingólfsson, Arnar Ólafsson og Sigurjón Erlendsson.
Á myndina vantar Þorkel Hjörleifsson.
Eiga ekkert inni hjá mér
Sigurjón Erlendsson var á seinna ári í þriðja aldurs
flokki þegar hann var fenginn til að taka þátt í um
ræddum leik í meistaraflokki sumarið 1963, vegna
forfalla eins leikmanns. Hann var þá rúmlega sextán
ára. Síðustu áratugi hefur Sigurjón starfað sem
rafvirki á Siglufirði.
Þegar haft var samband við Sigurjón vegna þessarar
upprifjunar sagðist hann oft hugsa um þennan leik
og eftirmál hans. „Ég var ansi svekktur og sár,“
sagði hann um málalyktirnar „og þetta fór ekki vel
með sálartetrið.“ Þetta sumar hafði Sigurjón verið
duglegur að æfa og hafði alla burði til að keppa með
meistaraflokki, þrátt fyrir ungan aldur. Viðbrögð hans
í framhaldinu voru þau að vera enn duglegri en áður
að æfa. Og hann keppti með KS í mörg ár í viðbót.
Þetta var örugglega eitt sterkasta lið KS ef ekki það
alsterkasta, að mati Sigurjóns. KS hafði til dæmis
spilað æfingaleik við Breiðablik í Kópavogi um þetta
leyti og unnið. Hann telur að KS hefði unnið deildina
ef kærumálið hefði ekki komið til. „Ég er alveg klár á
því að við hefðum farið upp.“ Liðið var að mestu leyti
óbreytt þegar það varð Norðurlandsmeistari árið eftir
og vann þá bæði KA og Þór.
Þegar Sigurjón var spurður hvort hann hefði ekki
haft samskipti við Þrótt eftir þetta sagðist hann aldrei
hafa viljað gera það, hann hafi ekki einu sinni farið
inn í félagsheimili þeirra þótt hann hafi verið boðinn
þangað. „Ég hef alveg látið þá eiga sig, Þróttarar eiga
ekkert inni hjá mér.“