Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni - mai 2019, Síða 7
Siglfirðingablaðið 7
Vögguvísa litlu Hörðu
Þegar lífið ljúft og blítt
leikur daga og nætur,
undrið mikla á sér skjól
innst við hjartarætur.
Litla bjarta baugalín,
blóm að vaxa úr grasi,
vertu eins og hún amma þín
yndisleg í fasi.
Ef að sækja sorgir að
sumir hafa að marki,
að meta þeirra mátt og vald
en mæta þeim með kjarki.
Þetta litla ljúfan mín,
í lífinu vel fær dugað.
Vertu eins og hún amma þín
sem ekki neitt gat bugað.
Sumir eiga óskadraum,
sem ef til vill má rætast,
aðrir þurfa létta lund
að lifa án draums, en kætast.
Sofðu unga ástin mín,
ástin fölnar síðust.
Vertu eins og hún amma þín
allra kvenna blíðust.
Fögur á heiði blómin blá
brosa hlýtt við sólu,
uns þau verða að lúta lágt,
lágt í vetrargjólu.
Sofðu væna vina mín
vel og sætt þig dreymi.
Vertu eins og hún amma þín,
ástin mín,
allra best í heimi.
Enn eigum við eintök af bókinni hans Braga löggu um húsin í bænum, með teikningum eftir snillinginn
Braga Magnússon af húsum sem sum hver eru horfin. Í bókinni eru einnig teikningar og ljóð Braga,
þar á meðal þessar heilræðavísur hér að neðan til Hörðu litlu dótturdóttur hans, en er í raun ástarljóð
til konu hans Hörðu Guðmundsdóttur (19121976) sem átti við veikindi að stríða öll þeirra búskaparár.
Vertu eins og hún amma þín sem ekki neitt gat bugað.
(gunnar@merkismenn.is 897 9746).