Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni - May 2019, Page 11

Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni - May 2019, Page 11
Siglfirðingablaðið 11 illum látum, slegið upp böllum og jafnvel leigt salinn út þess á milli. Svona eftir á að hyggja var þetta ekki endilega skynsamlegt fjárhagslega séð, en tíminn sem fór í hönd var skemmtilegur og nokkurs konar framhald á Glaumbæjargjálífinu. Þetta var á margan hátt frábær aðstaða og heilmikið ævintýri fyrir unga menn eins og okkur. Við spiluðum meira en við höfðum áður gert, fórum út úr bænum eins oft og við gátum en fylltum upp í eyðurnar með því að spila í Sjallanum. Stundum gekk það vel en stundum urðu líka afgerandi messuföll. Ég man að einu sinni kom ég óvenju vandræðalegur inn á bæjarfógetakontórinn til að gera upp söluskattinn eftir dansleik helgarinnar. Það hafði verið seldur nákvæmlega einn miði og Braga Magg sem þá var gjaldkeri hjá fógeta fannst þetta miklu fyndnara en mér. Oh, mamy blue. Lagið sem varð svo ofurvinsælt að fáheyrt er, strax frá því að það heyrðist fyrst í “Lögum unga fólksins” á þriðjudagskvöldi og áður en vikan var öll, var lagið á hvers manns vörum og sinni. Eins og var gjarnan siður þeirra sem gerðu út á poppmarkaðinn, var setið yfir umræddum útvarpsþætti með kassettutæki ef þar kæmi eitthvað nýtilegt fram og vísifingur og langa töng hægri handar voru þá tilbúnar á rec og play takkanum. Þannig gerðist það einmitt að ofursmellurinn “Oh mamy blue” rataði inn á bandið, en það var þá flutt af bresku hljómsveitinni Pop Tops en fljótlega gefið út af SG­hljóm­ plötum með Mjöll Hólm. Það var auðvitað æft í einum hvínandi hvelli, því leiðin lá þá einmitt í Allann á Akureyri helgina eftir. En það sem gerðist þegar við spiluðum lagið verður vart með orðum lýst. Salurinn hreinlega ærðist og þó einkum og sér í lagi yngri hluti kvenþjóðarinnar. Því verður ekki neitað að lagið féll afar vel að raddöndum söngvarans Guðmundar Ingólfssonar sem þá var rétt kominn yfir tvítugt. Við urðum svo auðvitað að endurtaka það sex, átta eða tíu sinnum um kvöldið og ég er ekki frá því að einhverjar ungmeyjar hafi fellt ofurlítið aðdáunartár við brún hljómsveitarpallsins og fótskör meistarans. Eftir að ballið var búið hófst þessi venjubundna rútína sem flestir popparar þekkja svo vel, það var farið að aftengja hljóðfærin, pakka niður og gera okkur klára til heimferðar. Að þessu sinni vorum við þó einum færri en vanalega, því eftir að við vorum búnir að pakka, gera upp og koma hljóðfærunum út í bíl, var söngstjarnan enn að gefa ungum táningsstúlkum eiginhandaráritanir. Þennan dag öfundaði ég Gumma Ingólfs af kvenhylli sinni. Safnað fyrir Vestmanneyinga. Aðfaranótt 23. janúar 1973 hafði ég sofnað út frá útvarpinu en glaðvaknaði þegar fréttir hófust allt í einu um miðja nótt. Eldgos á Heimaey. Var þetta eitthvert furðulegt grín eða blákaldur veruleikinn? Ég var nokkra stund að átta mig á því að þarna væri allt í alvörunni því á gömlu gufunni sem þá var eina útvarpsrásin, var sjaldan mikið grín í gangi. Jörðin hafði rifnað í verstöðinni Vestmanna­ eyjum og logandi eldstólpar teygðu sig til himins. Hraun flæddi og síðar byrjuðu eitraðar gufur að leggjast yfir bæinn. Þriðjungur bæjarins grófst undir hraun og ösku og ljóst var að margir þurftu aðstoðar við. Við fundum til samkenndar með löndum vorum hinum megin á Íslandskortinu og málið var rætt á næsta hljómsveitarfundi. Jú, við skyldum ganga á undan með góðu fordæmi og safna saman liði sem væri sammála okkur að því leyti að eitthvað þyrfti að gera og það strax. Ég talaði við Odd Thorarensen þann ágæta mann og bað hann um að fá leigðan bíósalinn. Hann spurði að sjálfsögðu hvað stæði til og ég sagði honum að við í hljómsveitinni Frum vildum halda tónleika með það að markmiði að safna einhverjum aurum fyrir Vestmanneyinga. Þá kostar salurinn ekki neitt svaraði Oddur af bragði og andlitið á honum varð allt í einu alveg rosalega alvarlegt. Ég talaði við fleiri og ennþá fleiri. Allir voru að sjálfsögðu til í að gera allt sem í þeirra valdi stóð því málstaðurinn var óumdeilanlega góður. Eftir nauðsynlegan undirbúning var skemmtunin síðan auglýst og haldin í bíóinu fyrir næstum því fullu húsi. Eftir helgina þegar ég mætti á skrifstofu bæjarfógeta til að gera upp söluskattinn vegna skemmtunarinnar, tók þáverandi gjaldkeri á móti mér með svolítilli ræðu þar sem hann lofaði framtak okkar strákanna og sagði það jafnframt fullkomlega óeðlilegt að ríkissjóður væri í þessu tilfelli eini aðilinn sem hagnaðist. 25% söluskattur af þetta mörgum miðum gera... Jæja mættu ekki fleiri? Hann glotti flírulega og ég velti því fyrir mér eitt augnablik hvort ég ætti að hafa góða samvisku eða slæma vegna skilanna á söluskattinum. “Þetta er bara fínt svona”. Kvittunin var handskrifuð eins og alltaf var gert í þá daga, gjaldkerinn rak síðan stimpilinn af afli ofan á blaðið og málið var dautt frá hans bæjardyrunum séð. Í framhaldinu lá leið mín út á Hvanneyri því presturinn okkar var náttúrulega í forsvari fyrir Hjálparstofnun kirkjunnar á Siglufirði.

x

Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni
https://timarit.is/publication/627

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.