Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni - May 2019, Page 25

Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni - May 2019, Page 25
Siglfirðingablaðið 25 Stefánsson, Sigurgeir Sig­ mundsson, Tryggvi Hubner (Eik), Friðrik Karlsson (Mezzo­ forte), Þorsteinn Magnússon (Eik), Pétur Valgarð Pétursson, Einar Kr. Einarsson og Birgir Jóhann Birgisson (Upplyfting). Bassaleikarar eru þarna Jóhann Ásmunds úr (Mezzoforte), Páll Elvar Pálsson (Dansbandið og Gömlu Brýnin), Tómas Tómasson (Stuðmenn) og Brynjar Björnsson (Múgsefjun og Beebee and the bluebirds), en hann er sonur Siglfirðingsins Bjössa Birgis. Þá má einnig nefna fiðluleikarann Dan Cassidy (Paparnir), trommu­ leikarinn Ásgeir Óskarsson (Stuðmenn) og saxófónleikarinn Svavar Kristinsson. (Mezzoforte). Ekki má svo gleyma að upptöku­ stjórarnir Þórir Úlfarsson, Birgir Jóhann Birgisson, Axel Einarsson og Tómas Tómasson unnu mikið og gott starf. Þetta er gríðarleg upptalning og ætlarðu svo að verða ríkur á framtakinu? Haha, nei. Það verður sko enginn ríkur á svona brölti, bara spurning um hvað menn tapa miklu eða litlu. Árið 1999 þegar ég stóð fyrir útgáfu á fyrri disknum “Svona var á Sigló” sá Japis um dreifinguna utan Siglufjarðar. Áður en til uppgjörs kom, fór Japis á hausinn og ég var bara heppinn að ná afgangnum af lagernum áður en sýsli setti spottann fyrir dyrnar. Þegar seinni diskurinn kom 2004, dreifði Smekkleysa fyrir mig. Núna 15 árum síðar hefur mér ekki tekist að knýja fram uppgjör á því máli, en það annars “ágæta fyrirtæki” virtist á sínum tíma vera á síðustu metrunum svo mér fannst varla taka því að vera með mikil læti út af því, en það lifir þó enn. Líklega er það aðallega rekið af hugsjón og kannski að einhverju leyti í sjálfboðavinnu. Þeir eru reyndar mjög fínir kallar, þeir Ási “í Gramminu” og Kiddi “Rokk” sem þar standa flesta daga innan við búðarborðið. Einhverjir hundraðþúsundkallar hafa því brunnið inni á hvorum stað og það verður bara að hafa það. Í þetta skiptið hefur verið kostað svo miklu til, að það er alveg ljóst að aldrei mun nást nema upp í lítinn hluta kostn­ aðarins sem gæti alveg verið framreiknaður einhverjar 3­4 milljónir. En hann hefur dreifst á u.þ.b. aldarfjórðung svo það er svo það hafa aldrei verið einhver nein fjárhagsleg stórátök í gangi. Fyrir mér er poppið fyrst og fremst áhugamál og þau kosta nú flest sitt. Ég held að það sé ekkert endilega neitt ódýrara að vera forfallinn laxveiðimaður, golfari eða bíladellukall. Eru þetta mörg lög og á maður svo eftir að heyra þau hljóma á útvarpsstöðvunum í sumar? Þetta verða álíka mörg lög og árin sem tekið hefur að koma verkefninu á koppinn. Lögin eru núna orðin 23 og kannski næ ég að bæta einu við áður en yfir lýkur. Ég á hins vegar ekki von á því að margar útvarpsstöðvar sýni málinu mikinn áhuga, því ég er ekki mjög tengdur inn á þær auk þess sem ég er hvorki nokkurt nafn eða númer þannig séð. Það þarf í flestum tilfellum helst að þekkja einhvern innanbúðarmann hjá t.d. útvarpsstöð allra landsmanna til að fá spilun þó það séu vissulega undantekningar þar á, og á Bylgjunni ríkir hreint ótrúlegur klíkuskapur. Á þeim bæ virðast nokkrir útvaldir tónlistarmenn fá spilun á nánast hvað sem þeir senda frá sér, bara mismikla, svona eftir því hvort það er gott eða vont sem frá þeim kemur. Nei, á þessu ári eru komin 50 ár síðan ég fékk fyrst greitt fyrir að spila á unglingaballi í Æskó og er því búinn að standa á pallinum í dágóða stund, fyrst fyrir norðan og síðan hér syðra. Nú fara menn bráðum að setja punktinn fyrir aftan allt þetta brambolt, og eigum við ekki bara að segja að menn séu að gera þetta sjálfum sér til dýrðar af því tilefni eða þannig...? Takk og bless og gangi þér allt í haginn. Ekki er vafi á að lögin hans Leós fá að hljóma áfram með þjóðinni. Siglfirðingasíldarball á Seltjarnarnesi.

x

Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni
https://timarit.is/publication/627

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.