Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni - maí 2019, Blaðsíða 28
Siglfirðingablaðið28
Kristján er kaldur að toga
á kvöldin er stjörnurnar loga
í landi hann löngum sér unir
við Liljur og alls konar blóm.
Axel, hann keppir við kallinn
af kröftum hann eys upp í dallinn
ufsanum, keilu og karfa
og kóðum af allskonar gerð.
Valdi oft sigurljóð syngur
á síðkvöldum þónokkuð slyngur.
Af lífsgleði ljómar hann allur
og leikur af hreinustu snilld.
Ef rokkhljóð í rokknum ég heyri
þá reddar han Jón minn frá Eyri,
vinnunnar göfgi er gæddur,
í geyminu liðtækur vel.
Sigurgeir forðast allt flaustur,
hann fíflaði Matthías austur,
í bróðerni um borgir þeir fara
og boða þar heilaga trú.
Pétur við pelann sinn dundar,
hann passar til síðustu stundar
það leiður er ljóður á ráði
en lífið er svona í dag.
Birgir margt brallar um nætur,
bjútifúl, kippó og sætur
loftsamtöl læðast um síma,
við látum svo útrætt um það.
Sjonni í bræðslunni brasar
brattur og eldklár í hasar
elliglöp engin að ráði
ef eygir hið veikara kyn.
Nonni sem grautinn oss gefur
glæsibrag fádæma hefur,
hann meyjanna augna er yndi
og enginn til frásagnar þar.
Ljóð um Elliðamenn
Þetta sendi blaðinu, Birgir Óskarsson, loftskeytamaður
sem telur að vísurnar séu eftir Pétur Þorsteinsson
Kiddi Rögg á dekki.
Sigurjón.
Valdi Rögg.
Hjalti Björns.