Fréttablaðið - 25.06.2022, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 25.06.2022, Blaðsíða 4
Við verðum að sýna ráðdeild og setja okkur raunhæf markmið. Fjóla Kristinsdóttir. Það liggur í hlutarins eðli að þetta hækkar verð á kjötinu úti í búð, bæði því erlenda og innlenda. Ólafur Stephensen, fram- kvæmdastjóri Félags atvinnu- rekenda kristinnhaukur@frettabladid.is NEYTENDUR Félag atvinnurekenda hefur sent Samkeppniseftirlitinu ábendingu um hvernig umsvif íslenskra kjötframleiðenda bjagi útboð tollkvóta á kjöti. Það er að þeir bjóði langhæst verð í kvótann og sölsi meirihluta hans undir sig. Einkum í kvóta á svínakjöti en einn- ig í öðrum vöruflokkum. „Innlendir framleiðendur eru að spila á útboðskerfið og vinna gegn markmiðum tollkvótanna. Sem voru að stuðla að aukinni samkeppni og þar með lægra vöru- verði,“ segir Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri félagsins. Tollk vótaker f ið hefur verið við lýði síðan árið 1995 og verið umdeilt. Lengst af hafa hæstbjóð- endur fengið úthlutuðum kvóta en árið 2020 var sett á svokallað jafn- vægisútboð, þar sem allir þátttak- endur borga sama verð. Fyrri aðferð var notuð aftur í faraldrinum en jafnvægisútboðið tekur við á nýjan leik í haust. Ólafur segir að íslenskir fram- leiðendur geti misnotað bæði þessi kerfi. Aðrar leiðir sem nefndar hafa verið eru hlutkesti sem Sam- keppniseftirlitið hefur lagt til eða blönduð leið af hlutkesti og inn- flutningsreynslu sem Félag atvinnu- rekenda hefur lagt til. Það er að inn- flytjendur njóti þess að hafa fjárfest í viðskiptasamböndum og búnaði en jafnframt er opið fyrir nýliðun. „Að okkar mati ætti Samkeppnis- eftirlitið að beina því til stjórnvalda að breyta þessu kerfi. Það væri eðli- leg ráðstöfun að innlendum fram- leiðendum væri ekki gefinn kostur á að bjóða í tollkvóta,“ segir Ólafur. „Það liggur í hlutarins eðli að þetta hækkar verð á kjötinu úti í búð, bæði því erlenda og innlenda.“ n Sendu Samkeppniseftirliti ábendingu vegna útboðs á kjöti Ólafur Stephensen ÞVERHOLT 6 • 270 MOSFELLSBÆR • S. 590 2300 OPIÐ VIRKA DAGA 10-17 • LOKAÐ Á LAUGARDÖGUM Í SUMAR JEEP.IS EIGUM BÍLA TIL AFHENDINGAR STRAX! PLUG-IN HYBRID Jeep® Wrangler Rubicon 4xe goðsögnin rafmagnaða hefur svo sannarlega slegið í gegn og sannað gildi sitt við íslenskar aðstæður. Bjóðum upp á 35”-37” og 40” breytingapakka. Hveragerði 2.778 íbúar Tap á hvern íbúa: 115 þús. kr. Árborg 10.452 íbúar Tap á hvern íbúa: 205 þús. kr. Vogar 1.331 íbúi Tap á hvern íbúa: 183 þús. kr. Ísafjarðarbær 3.794 íbúar Tap á hvern íbúa: 150 þús. kr. Seltjarnarnes 4.715 íbúar Tap á hvern íbúa: 120 þús. kr. Húnabyggð (áður Blönduós) 1.322 íbúar Tap á hvern íbúa: 122 þús. kr. thorgrimur@frettbladid.is SKIPULAGSMÁL Höfuðborgareignir greiddu Bílastæðasjóði 96.863 krón- ur á mánuði, alls 4.165.109, fyrir sjö bílastæði í Lækjagötu vegna fram- kvæmda sem þar hafa staðið yfir síðustu ár. Vestari akrein Lækjargötu var loks opnuð á ný í síðustu viku eftir að hafa verið lokuð í um fjögur ár. Á henni hafa verktakar sem unnið hafa að hótelbyggingu haft umrædd bílastæði. „Fyrsta afnotaleyfið fyrir þreng- ingu við Lækjargötu 12 var gefið út 30. maí 2018,“ segir Gunnar Her- sveinn Sigursteinsson, verkefna- stjóri hjá umhverfis- og skipu- lagssviði Reykjavíkur, í svari við fyrirspurn blaðsins. „Svo til á sex mánaða fresti hefur þörf fram- kvæmdaaðila á notkun borgar- landsins verið yfirfarin og öryggi vegfarenda út frá framkvæmdinni metið. Gefin hafa verið út 7 afnota- leyfi vegna framkvæmdarinnar við Lækjargötu 12 og er kostnaður við hvert þeirra rúmlega 20 þús. kr. Framkvæmdaaðili greiðir Bíla- stæðasjóði fasta upphæð á mánuði fyrir afnotin af gjaldskyldu bíla- stæðunum sem eru innan afmark- aða vinnusvæðisins.“ n Verktakastæðin í Lækjargötu leigð á fjórar milljónir Akreinin á Lækjargötu var lokuð í um fjögur ár vegna framkvæmdanna. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK Hallarekstur sex sveitarfélaga var yfir hundrað þúsund krónur á hvern íbúa á síðasta ári. Samanlagður rekstur allra sveitarfélaga var neikvæður um 8,8 milljarða. Bæjarstjóri Árborgar segir brýnt að snúa þessari þróun við ef ekki á illa að fara. ggunnars@frettabladid.is EFNAHAGSMÁL Samband íslenskra sveitarfélaga hefur safnað saman ársreikningum 64 af 69 sveitar- félögum fyrir árið 2021, en í þeim sveitarfélögum búa yfir 99 prósent landsmanna. Samanlagður rekstrarafgangur A hluta var neikvæður um 8,8 milljarða króna. En það er sá hluti rekstrar sveitarfélaga sem stendur undir þjónustu við íbúa og er fjár- magnaður með skatttekjum. Af þeim sveitarfélögum sem skil- uðu ársreikningum með miklu tapi skera þrjú stór sveitarfélög sig úr. Reykjavík með hallarekstur upp á 3,8 milljarða, Hafnarfjörður með 1,5 milljarða og Árborg með 2,1 milljarðs tap á árinu 2021. Í 18 sveitarfélögum af 64 er staðan sú að útsvarstekjur duga ekki fyrir launum starfsmanna. Þá var veltufé frá rekstri neikvætt í 15 sveitarfélögum. Það felur í sér að tekjur duga ekki fyrir þjónustu og öðrum rekstrargjöldum. Þar er því ekkert rúm fyrir fjárfestingu eða ný verkefni. Þar sem fleiri en 1.000 manns búa var reksturinn einna þyngstur í sex sveitarfélögum. Þau eiga það sam- merkt að halli síðasta árs var yfir 100 þúsund krónur á hvern íbúa. Árborg ber höfuð og herðar yfir önnur sveitarfélög sem eru í slíkri stöðu. Þar nam tap síðasta árs 205 þúsund krónum á hvern íbúa, en í sveitarfélaginu búa hátt í 11 þúsund manns. Þar á eftir kemur sveitar- félagið Vogar með 183 þúsund krónur á hvern íbúa. Hver íbúi í Ísafjarðarbæ ber halla upp á 150 þúsund krónur á síðasta ári, sem er örlítið verri niðurstaða en ársreikningar  Húnabyggðar, Seltjarnarness og Hveragerðis sýna. Nýráðinn bæjarstjóri Árborgar, Fjóla Kristinsdóttir, segir þessa nið- urstöðu ekki góða. „Þetta er auðvit- að ein ástæða þess að kosningarnar fóru eins og þær fóru og nýtt fólk var fengið að borðinu. Við fundum það mjög sterkt í kosningabaráttunni.“ Fjóla segist rétt vera að ná utan um vandann á sínum fyrstu dögum í starfi. „En það er alveg ljóst að við verðum að snúa þessari þróun við. Árborg getur ekki farið í gegnum mörg svona ár. Það er alveg ljóst. Við höfum verið að rýna þetta með okkar ráðgjöfum frá  KPMG og leggja grunn að langtímastefnu í fjármálum.“ Íbúum Árborgar hefur fjölgað gríðarlega síðustu ár en samkvæmt Fjólu útheimtir slíkur vöxtur heil- mikla fjárfestingu í innviðum. „Það skýrir þennan hallarekstur auðvitað að einhverju leyti. Þessi gríðarlegi vöxtur er ekki bara dýr heldur hefur fjölgun síðustu ára  fylgt ákveðið stefnuleysi og skortur á fyrirhyggju. Því þurfum við að breyta.“ Viðsnúningur í rekstri sveitar- félaga býður ekki upp á neina töfra- lausn að sögn Fjólu. „Þetta mun taka tíma en við verðum að sýna ráðdeild og setja okkur raunhæf markmið. Þetta er ærið verkefni en um leið mjög spennandi því Árborg er samfélag í sókn og hér eru spenn- andi hlutir að gerast sem eiga eftir að koma okkur á beinu brautina í rekstrinum. En þá þurfum við líka að halda vel á spöðunum,“ segir Fjóla að lokum. n Tap Árborgar það mesta á hvern íbúa Fjóla Kristinsdóttir, bæjarstjóri Árborgar, fær fjárhagsvandann í fangið en hún er nýtekin við sem bæjarstjóri. MYND/AÐSEND 4 Fréttir 25. júní 2022 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.