Fréttablaðið - 25.06.2022, Page 23

Fréttablaðið - 25.06.2022, Page 23
KYNN INGARBLAÐ ALLT LAUGARDAGUR 25. júní 2022 thordisg@frettabladid.is Þótt liðin séu 45 ár síðan konungur rokksins, Elvis Presley, kvaddi jarðvistina, trekkir hann að nýja og gamla aðdáendur í nýju kvik- myndinni Elvis með leikaranum Austin Butler í aðalhlutverki. Elvis var harmdauði aðdáenda um allan heim þegar hann lést úr hjartaáfalli 16. ágúst 1977 og margir tóku andlátsfréttinni sem samsæri vegna þess að konungur- inn hafi verið orðinn leiður á frægðinni. Elvis víða á kreiki Nú þegar Elvis er kominn í bíó spretta enn og aftur sögusagnir um að rokkkóngurinn sé sprelllifandi. Hann var reyndar varla kominn í gröfina þegar vitni gaf sig fram og sagðist hafa séð hann kaupa sér farmiða til Argentínu á flugvellin- um í Memphis, undir nafninu Jon Burrows, sem Elvis notaði iðulega á ferðalögum. Í desember á dánarárinu sagðist annað vitni hafa komið auga á Elvis í hægindastól heima á setri sínu, Graceland. Elvis mætti víst líka á viðburð í Graceland sumarið 2019 þar sem hann sást skottast um á meðal aðdáenda sinna og var tekið upp myndband af manni í blárri skyrtu og með hvítt alskegg, áður en hann hvarf sjónum. Sama ár náðist Elvis á mynd í jarðarför síns besta vinar, DJ George Klein, með Pricillu Presley, fyrrum eiginkonu sinni. Á Facebook eru grúppur þar sem sönnunargögn um Elvis á lífi birtast af og til. n Elvis lifir Austin Butler fer með hlutverk Elvis Presley í Elvis. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY Það er lítið mál að bregða á leik úti í náttúrunni ef fólk er í góðu formi, jafnvel þótt aldurinn færist yfir. OsteoStrong hjálpar að ná færni í jafnvægi. mYnd/AÐsEnd Óstöðvandi með OsteoStrong Nýr lífsstíll getur verið flókinn og það getur tekið langan tíma að samræma hann því lífi sem fólk lifir. OsteoStrong er kerfi sem hjálpar fólki að bæta líkamlegt atgervi hratt og örugglega í stuttri heimsókn einu sinni í viku. Þannig verður breytingin einföld og getur auðveldað aðrar ákvarðanir að betri heilsu. 2 B Ä S T A I T E S T Bäst-i-Test 2022.s e BESTA SÓLARVÖRNIN 7 ár Í RÖÐ Fæst í Apótekum, Hagkaup, Fríhöfninni og víðar | nánar á evy.is og celsus.is

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.