Fréttablaðið - 25.06.2022, Page 26

Fréttablaðið - 25.06.2022, Page 26
Þetta eru ekki beint uppskriftir, meira svona slatti og sletta. Hrefna Laufey Ingólfsdóttir Sjöfn Þórðardóttir sjofn @frettabladid.is Örstutt frá Akureyri reka hjónin Hrefna Laufey Ing- ólfsdóttir og Árni Sigurðsson húsasmíðameistari gisti- heimilið Ása. Hrefna leggur mikla ástríðu og natni í starf sitt að taka á móti gestum og er sérstaða hennar morgun- verðurinn og heimalagaður matur þar sem íslenskt hrá- efni er í forgrunni. Gistiheimilið Ásar er staðsett á fallegum stað í Eyjafirðinum, um það bil 10 kílómetra fjarlægð frá Akureyri, þar sem mikil veður- sæld ríkir og blómlegt gróðurfar. Hrefna nýtur þess að taka á móti gestum gistiheimilisins sem og hópum í mat en hægt er að bóka morgunmat á Ásum án þess að vera í gistingu þar. Einnig er hægt bóka hópa í mat, sem nýtur mikilla vinsælda, og snæða í félagsskap þeirra hjóna. „Þá bjóðum við upp á ekta íslenskan heimilismat sem erlenda ferðamanninum finnst einstök upplifun að njóta. Oftar en ekki snæðum við gestgjafarnir með þeim hópum sem koma og eru það ómetanlega skemmtilegar sam- verustundir,“ segir Hrefna. Morgunmaturinn er sérstaða Hrefnu og býður hún upp á heima- bakað brauð, heimatilbúið múslí ásamt heimagerðum sultum og fleira góðgæti, eins og krúttlega sæta bita og heimabakaðar kleinur. „Hér líður mér best, eldhúsið er minn staður og mér þykir skipta miklu máli að taka vel á móti gestum okkar,“ segir Hrefna og bætir við að hún elski hreinlega að vera í eldhúsinu að framreiða heimagerðar kræsingar og dekka upp fallegt morgunverðarborð. „Við fáum hópa í mat frá Bandaríkjunum. Þetta eru vel skipulagðar ferðir með amerískri ferðaskrifstofu. Hóparnir eru litlir og fáum við mest átta manns í einu. Þau stoppa hjá okkur í tvo tíma og vilja fræðast um alls konar og segja okkur frá sér. Þetta eru mjög skemmtilegir hópar og við höfum mjög gaman af þessu. Við tökum á móti nokkrum hópum á vorin og nokkrum á haustin. Við höfum yfirleitt boðið þeim upp á þorskhnakka, ofnbakaðar kart- öflur, ferskt salat, mangósósu og heimabakað brauð. Það slær ávallt í gegn og þeim sem koma finnst það mikil matarupplifun að koma og fá íslenskan heimilismat,“ segir Hrefna. Gistiheimilið Ásar er einstaklega huggulegt og rómantískt en þegar börn þeirra hjóna fluttu að heiman Syndsamlega ljúfir þorskhnakkar sem steinliggja Hrefna Laufey Ingólfsdóttir og eiginmaður hennar, Árni Sigurðsson, eiga og reka gisti­ heimilið Ása í Eyjafjarðar­ sveit þar sem rómantík og dulúð svífur yfir. MYNDIR/AÐSENDAR Heimalagaði morgunverður­ inn er sérstaða Hrefnu og fangar morgun­ verðarborðið auga og munn enda mikill menntaður lagður í það. breyttu hjónin heimili sínu í gisti- heimili, enda hafði það verður draumur Hrefnu í mörg ár að fara í ferðaþjónustuna og bjóða upp á persónulega gistingu og þjónustu. Hrefna er kennaramenntuð og hefur í mörg ár starfað sem slíkur í Hrafnagili en nú á ferðaþjónustan hug hennar allan. Það sést að Hrefna sinnir gistiheimilinu af mikilli ástríðu og natni, hjá henni verða öll smáatriði að ævintýra- legri upplifun. Hún leggur upp úr því að hafa gistinguna heimilislega án þess að vera með of mikið af munum. Á gistiheimilinu eru fjögur her- bergi, með stílhreinu og róman- tísku ívafi. Fallega uppábúið rúm, þar sem hugsað er fyrir hverju smáatriði og sloppar og inniskór fylgja öllum herbergjum. Á gisti- heimilinu er pallur með heitum potti á besta stað þar sem útsýnið skartar sínu fegursta yfir Eyjafjörð- inn og fjallasýnin er stórbrotin. „Ég ætla að gefa lesendum upp- skriftina að þorskhnökkunum og mangósósunni en þetta er réttur sem við bjóðum gestum okkar gjarnan upp á. Ég er búin að senda þessar uppskriftir út um allan heim. Þetta eru reyndar ekki beint uppskriftir, meira svona slatti og sletta.“ n Hvítlauks- og sítrónumaríneraðir þorskhnakkar 1 kg þorskhnakkar 1 dl ólífuolía Safi og rifinn börkur af einni sítr­ ónu 2­3 hvítlauksrif Fersk steinselja, söxuð Best á fiskinn­krydd Olía, sítrónusafi og börkur, hvít- laukur, krydd og steinselja hrært saman. Hnakkarnir skornir í bita og lagðir í löginn. Hrært saman. Láta þetta liggja í kæli í nokkra klukkutíma. Sett í eldfast mót og sett inn í ofn á 190 °C í 13 mínútur. Mangósósa 1 dós sýrður rjómi 1 dós sýrður rjómi með lauk og graslauk 2 hvítlauksrif 2–3 msk. mangó chutney 2 tsk. sætt sinnep Allt hrært saman og passar mjög vel með fiskinum, kjúklingi, salati, bara flestöllu. Þessi sósa slær alltaf í gegn. Herbergin eru stílhrein þar sem rómantíkin svífur yfir. Hvítlauks­ og sítrónumaríneraður þorskhnakki með mangósósu nýtur mikilla vinsælda hjá ferðamönnum. 100% náttúruleg hvannarrót 60 HYLKI FÆÐUBÓTAREFNI hvannarrót Leyndarmál hvannarrótar Loft í maga? Glímir þú við meltingartruflanir? Næturbrölt Eru tíð þvaglát að trufla þig? Fæst í næsta apóteki, heilsuvöru- verslun, Hagkaupum og Nettó. 4 kynningarblað A L LT 25. júní 2022 LAUGARDAGUR

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.