Fréttablaðið - 25.06.2022, Side 31

Fréttablaðið - 25.06.2022, Side 31
Sveitarstjóri Kjósarhrepps Kjósarhreppur óskar eftir að ráða framsækinn einstakling í starf sveitarstjóra. Sveitarfélagið er vel rekið og innan þess eru mikil tækifæri. Leitað er að aðila sem hefur brennandi áhuga á að taka þátt í að móta framtíðarsýn þess og stuðla að faglegri stjórnsýslu. Nánari upplýsingar veita Thelma Kristín Kvaran (thelma@intellecta.is) og Hafdís Ósk Pétursdóttir (hafdis@intellecta.is) í síma 511 1225. Umsóknarfrestur er til og með 11. júlí 2022. Umsókn óskast fyllt út á www.intellecta.is og þarf henni að fylgja ítarleg starfsferilskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og hæfni umsækjanda sem nýtist í starfi. Umsóknir gilda í sex mánuði frá því að umsóknarfrestur rennur út. Áhugasamir einstaklingar, óháð kyni, eru hvattir til að sækja um. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin. • Daglegur rekstur sveitarfélagsins og ábyrgð á framkvæmd ákvarðana hreppsnefndar • Yfirumsjón með skipulagi og virkni stjórnsýslu • Náið samstarf við hreppsnefnd, undirbúningur og upplýsingagjöf á fundum hreppsnefndar • Hagsmunagæsla og samskipti við íbúa, stofnanir, samtök og fyrirtæki Helstu verkefni og ábyrgð: Kjósarhreppur er dreifbýlishreppur í nágrenni við Reykjavík. Íbúar þess eru um 260 og er víða skipulögð sumarhúsa- byggð. Kjósin þykir státa af fallegu landslagi og náttúrufegurð sem er víða ósnortin en að öðru leyti er hún skipulagt landbúnaðarsvæði. Þar fyrirfinnst ein elsta kirkja landsins og einnig hið þekkta félagsheimili Ungmennafélagsins Drengs, Félagsgarður. Helstu upplýsingar um Kjósarhrepp má finna á www.kjos.is. • Farsæl reynsla af stjórnun, mannauðsmálum, stefnumótun og rekstri • Þekking og reynsla af opinberri stjórnsýslu, einkum sveitarfélags er æskileg • Leiðtogahæfni og framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum • Sjálfstæð vinnubrögð, frumkvæði og skipulagshæfni • Hæfni í framsetningu á efni í ræðu og riti • Háskólamenntun sem nýtist í starfi er kostur Menntunar- og hæfniskröfur: HEILSA & HAMINGJA VEGNA OPNUNAR Á NÝJU BÍLAAPÓTEKI VANTAR OKKUR LYFJAFRÆÐINGA Áhugasamir sendi ferilskrá og umsókn á svanur@lyfjaval.is. Lyfjaval opnar bílaapótek í Reykjanesbæ í haust og vantar lyfjafræðinga í fullt starf og hlutastarf. ATVINNUBLAÐIÐ 5LAUGARDAGUR 25. júní 2022

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.