Fréttablaðið - 25.06.2022, Side 32

Fréttablaðið - 25.06.2022, Side 32
Leikskólinn Holtakot • Deildarstjóri • Leikskólakennari • Sérkennslustjóri Íþróttamiðstöðvar Garðabæjar • Störf í Ásgarði Áhugasamir einstaklingar, án tillits til kyns, eru hvattir til að sækja um. Nánari upplýsingar má finna á ráðningarvef Garðabæjar https://starf.gardabaer.is gardabaer.is STÖRF HJÁ GARÐABÆ SAMBAND ÍSLENSKRA SVEITARFÉLAGA Starf sérfræðings í málefnum barna laust til umsóknar Samband íslenskra sveitarfélaga hyggst ráða sérfræðing í mál- efnum barna Sérfræðingurinn mun starfa með öðrum sérfræðingum sam- bandsins að fjölbreyttum verkefnum á sviði fræðslumála og félagsþjónustu. Helstu verkefni tengjast samþættingu farsældar- þjónustu í þágu barna, sem m.a. snýr að leik- og grunnskólastarfi, frístundaþjónustu og annarri þjónustu við börn. Mikil áhersla er á teymisvinnu. Gerð er krafa um háskólapróf sem nýtist í starfi auk víðtækrar reynslu og þekkingar á þjónustu við börn, ásamt áhuga á mál- efnum sveitarfélaga. Þekking og reynsla af opinberri stjórnsýslu er æskileg. Gott vald á íslensku máli í ræðu og riti og hæfni í fram- setningu upplýsinga er skilyrði. Góð kunnátta í a.m.k. einu öðru Norðurlandamáli og ensku er æskileg. Leitað er að einstaklingi sem hefur til að bera frumkvæði, sjálf- stæði, ríka þjónustulund, hæfni í mannlegum samskiptum, vilja til teymisvinnu, nákvæmni í vinnubrögðum og forystu- og skipu- lagshæfileika. Jafnræðis skal gætt í hvívetna við ráðningu og leitast er við að starfsmannahópurinn endurspegli fjölbreytileika samfélagsins. Um er að ræða fullt starf og æskilegt er að umsækjandi geti hafið störf í október. Óstaðbundið starf Föst starfsaðstaða getur verið utan höfuðborgarsvæðisins, að þeirri forsendu uppfylltri að mögulegt verði að tryggja full- nægjandi starfsaðstöðu nærri heimili umsækjanda en einnig á skrifstofu Sambands íslenskra sveitarfélaga í Reykjavík. Umsóknarfrestur til 10. júlí Ferilskrá og kynningarbréf, merkt „Umsókn um starf sérfræðings í málefnum barna“, berist eigi síðar en sunnudaginn 10. júlí nk. til Sambands íslenskra sveitarfélaga, Borgartúni 30, pósthólf 8100, 128 Reykjavík, eða netfangið: samband@samband.is. Nánari upplýsingar veita Guðjón Bragason, sviðsstjóri lög- fræði- og velferðarsviðs, netfang: gudjon.bragason@samband. is, og Valur Rafn Halldórsson sviðsstjóri rekstrar- og útgáfusviðs, netfang: valur@samband.is eða í síma 515-4900. Samband íslenskra sveitarfélaga er framsækinn vinnustaður sem býður upp á opið vinnuumhverfi, samheldinn starfsmannahóp og skapar starfsmönnum gott svigrúm til starfsþróunar. Samband íslenskra sveitarfélaga er heilsueflandi vinnustaður og leggur ríka áherslu á að vinnustaðurinn sé fjölskylduvænn. Boðið er upp á góða vinnuaðstöðu og kost á fjarvinnu eftir því sem við á. Umsækjendum er bent á að frekari upplýsingar um Samband íslenskra sveitarfélaga eru á heimasíðunni, www.samband.is. Þar er einnig að finna starfslýsingu fyrir starfið og mannauðs- stefnu sambandsins. Móttökuritari Fullt starf Móttaka 50-70% starf í móttöku á sjúkraþjálfunarstofu í Kópavogi. Starfið er laust frá 1. júlí eða eftir samkomulagi. Sjá nánar á Job Staða íslensks dómara við Mannréttindadómstól Evrópu Kjörtímabil íslensks dómara við Mannréttindadómstól Evrópu rennur út hinn 31. október 2022. Evrópuráðið hefur því farið þess á leit að tilnefnd verði af Íslands hálfu þrjú dómaraefni en skv. 22. gr. mannréttindasáttmálans, sbr. lög nr. 62/1994, eru dómarar við Mannréttindadómstólinn kjörnir af þingi Evrópuráðsins af lista með þremur mönnum sem samningsaðili tilnefnir. Mannréttindadómstóll Evrópu í Strassborg fjallar um mál sem til hans er vísað af einstaklingum og samningsaðilum vegna meintra brota á ákvæðum mannréttindasáttmála Evrópu eða samningsviðaukum við hann. Dómstóllinn er skipaður einum dómara frá hverju samningsríkja. Um hæfisskilyrði dómara við Mannréttindadómstólinn er fjallað í 21. gr. mannréttindasáttmálans og kemur þar fram að dómarar skuli vera grandvarir og verði annaðhvort að fullnægja kröfum um hæfi til að gegna æðri dómarastörfum eða vera lögvísir svo orð fari af. Þeir skuli skipa sæti sitt sem einstaklingar og meðan kjörtímabil þeirra varir skuli þeir ekki taka þátt í neinni starfsemi sem sé ósamrýmanleg sjálfstæði þeirra, hlutleysi eða kröfum sem gerðar eru til fulls dómarastarfs. Samkvæmt 2. mgr. 21. gr. skulu umsækjendur vera yngri en 65 ára daginn sem þingið biður um lista með þremur mönnum, sjá nánar í 22. gr. Sú dagsetning er 25. ágúst 2022. Sérstök athygli er vakin á því að dómstóllinn gerir þá kröfu að dómari hafi gott vald bæði skriflega og munnlega á öðru tveggja opinberra tungumála réttarins, þ. e. ensku og frönsku, og nokkurn skilning á hinu. Dómstóllinn leggur áherslu á að á listanum séu ekki aðeins dómaraefni af einu kyni. Hér með gefst þeim sem áhuga hafa á að vera tilnefnd af Íslands hálfu sem dómaraefni við mannréttindadómstólinn kostur á að senda forsætisráðuneytinu umsókn sína eigi síðar en 8. ágúst 2022. Umsóknir og fylgigögn óskast send til forsætisráðuneytisins, Stjórnarráðshúsinu við Lækjartorg, 101 Reykjavík og á netfangið for@for.is. Er þess óskað að umsóknir berist á íslensku, ensku og jafnframt á frönsku ef unnt er á sérstökum umsóknareyðublöðum Evrópuráðsins. Til þess að hraða afgreiðslu umsókna og bréfaskiptum er áskilið að umsækjendur gefi upp netfang sem notað verður til að eiga samskipti við umsækjendur. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um tilnefningu liggur fyrir. Fimm manna hæfnisnefnd mun meta umsóknir sem berast. Mun hæfnisnefndin skila umsögn um umsækjendur og gera rökstudda tillögu um hver þeirra teljist hæfust til að vera tilnefnd. Tilnefningar stjórnvalda verða byggðar á þessari tillögu. Frekari upplýsingar veitir Steinunn Valdís Óskarsdóttir, skrifstofustjóri, í síma 545 8400, netfang: steinunn.valdis.oskarsdottir@for.is. Nánari upplýsingar er að finna á vefslóðinni https://www.stjornarradid.is/efst-a-baugi/ auglysingar/auglysing/2022/06/22/ Stada-islensks-domara-vid-Mannrettindadomstol-Evropu/ Forsætisráðuneytinu, 22. júní 2022 intellecta.is RÁÐNINGAR

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.