Fréttablaðið - 25.06.2022, Blaðsíða 66

Fréttablaðið - 25.06.2022, Blaðsíða 66
Ég held að það verði frábær upplifun að fara í Hyde Park að upplifa alvöru rokktónleika. NÚ AÐEINS Í APPI OG Á DOMINOS.IS ALLAR PIZZUR AF MATSEÐLI, EF ÞÚ SÆKIR Bresk-íslenska hljómsveitin Dream Wife er ein níu ein- staklinga og hljómsveita sem hita upp fyrir Rolling Stones í Hyde Park í kvöld. Rakel Leifsdóttir er söngkona hljómsveitarinnar og segir í samtali við Fréttablaðið að hún sé spennt fyrir kvöldinu og þakklát tækifærinu. lovisa@frettabladid.is „Við erum með bókunarskrif- stofu sem bókaði þetta og það er oft þannig í tónlistarheiminum að svona hlutir gerast með stuttum fyrirvara,“ segir Rakel aðspurð um það hvernig það kom til að hljóm- sveitin var bókuð til að hita upp fyrir stórsveitina. „Það er svo oft þegar kemur að upphitunartúrum að það er frekar lítill fyrirvari. En þetta er skemmti- legt og þessi tónlistarbransi er algjört lotterí.“ Dream Wife spilar að sögn Rakel- ar listaháskólapönk, bland af rokki, poppi og pönki. „Við syngjum mikið um jafnréttismál og ég er spennt að sjá hvernig aðdáendur Stones fíla okkur,“ segir hún. Tónleikarnir eru eins og fyrr segir í Hyde Park og eru hluti af Evrópu- túr hljómsveitarinnar, en áætlað er að þeir spili aftur í Hyde Park næsta sunnudag og svo halda þeir áfram um Evrópu til S v í þ j ó ð a r , Þ ý s k a l a n d s , Frakklands, Belg- íu og fleiri landa. Með þeim í upp- hitun eru tónlistar- konan Phoebe Brid- gers, sem Rakel segir að hafi lengi verið í uppáhaldi hjá henni, og svo hljómsveitin War on Drugs. „Þetta er allt eiginlega einhvers konar rokk. Ég er svakalega spennt að hlusta á hina. Þetta er mikill heiður. Við fáum að spila í 40 mínútur, sem er tíu mínútum meira en vanalega í upphitun,“ segir Rakel. Draumur að hita upp fyrir Rolling Stones Með Rakel í hljómsveitinni eru þær Alice Go og Bella Podpadec. Mynd/Sarah PiantoSSi Rakel segir að giggið hafi verið bókað með stuttum fyrir- vara, eins og oft er. Mynd/neelaM Khan Rollingarnir mæta vel upphituðum áhorfendum í London. Fréttablaðið/Getty Hún segist auk þess spennt að fá að upplifa hátíðarhöld í Hyde Park en þangað hefur hún aðeins farið í lautarferðir en hún hefur nú verið búsett í London í nokkur ár. „En ég er eiginlega spenntust að sjá aðdáendur. Það er verið að fagna því að þeir hafa verið starf- andi í 60 ár og það verður gaman að sjá hvernig fólk verður á tónleikunum að fagna því. Þetta er gríðarlega merkileg tala,“ segir Rakel og að til saman- b u r ð a r h a f i h ljóm s veit i n einu sinni hitað upp fyrir Liam Gal- lagher. „Það var mjög skemmtilegt en ég held að ég hafi aðeins séð svona þrjár konur í áhorfendaskaranum, og karlarnir litu eiginlega allir út eins og Liam Gallagher,“ segir Rakel og hlær. Hún segist vita til þess að margir Íslendingar verða á tónleikunum en í London er stórt samfélag Íslend- inga, auk þess sem borgin hefur um árabil verið einn vinsælasti áfanga- staður Íslendinga. „Mamma og pabbi ætla að koma frá Íslandi og ég held að það verði frábær upplifun að fara í Hyde Park að upplifa alvöru rokktónleika.“ Dream Wife er ekki eina íslenska hljómsveitin sem hefur hitað upp fyrir Rolling Stones því það hefur Kaleo gert nokkrum sinnum og mun gera aftur í júlí. Rakel segist glöð að vera komin í þann skemmti- lega hóp Íslendinga sem getur sett það á afreksskrána. n Lífið FRéttablaðið 25. júní 2022 LAUGARDAGUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.