Fréttablaðið - 02.07.2022, Qupperneq 8
Þeir sem
nota
þessi
kerfi
ættu
kannski
að vera
með
hámark
á verði.
Skarphéðinn
Guðmunds-
son ferða-
málastjóri
87.755
krónur ein nótt.
Dæmi um gistingu
7.–10. júlí samkvæmt
bókunarvél miðað við
tvo fullorðna í superior
herbergi með svölum –
herbergisstærð: 21 fer-
metri – morgunverður
innifalinn.
Auglýsing um próf til endurskoðunarstarfa
Með vísan til laga nr. 94/2019 um endurskoðendur og endurskoðun, er
fyrirhugað að halda próf til löggildingar til endurskoðunarstarfa í
október 2022 sem hér segir:
Próf í skattalögum, félagarétti, kostnaðarbókhaldi og
stjórnendareikningsskilum:
Fimmtudaginn 6. október.
Prófið hefst kl. 9 og stendur til kl. 14.
Próf í endurskoðun og reikningsskilum:
Fyrri hluti mánudaginn 10. október.
Seinni hluti fimmtudaginn 13. október.
Prófin hefjast kl. 9 hvorn dag og standa til kl. 16.
Um efnissvið prófanna vísast til 3. gr. reglugerðar nr. 595/2020
um próf til löggildingar endurskoðunarstarfa.
Próftökugjald er kr. 360.000.- fyrir próf í endurskoðun og reikningsskilum
og kr. 120.000.- fyrir próf í skattalögum, félagarétti, kostnaðarbókhaldi og
stjórnendareikningsskilum. Greiða þarf staðfestingargjald fyrir hvort próf
sem er 20% af fjárhæð prófgjalds.
Væntanlegir prófmenn skulu skila umsóknum fyrir mánudaginn
8. ágúst nk. til prófnefndar. Tilkynningar sendist formanni prófnefndar,
Jóni Arnari Baldurs, Urðarbraut 9, 200 Kópavogi eða í tölvupósti á
jon.a.baldurs@gmail.com.
Tilkynningu skulu fylgja nafn prófmanns og kennitala, heimilisfang,
tölvupóstfang og staðfesting um að fullnægt sé skilyrðum 5. og 7. tl. 1. mgr.
2. gr. laga nr. 94/2019. Próftakar fá þá senda reikninga fyrir prófgjaldinu og
skal allt prófgjaldið vera greitt fyrir 15. september nk.
Prófnefndin mun boða til fundar með prófmönnum fyrir lok ágúst nk.
Reykjavík, 2. júlí 2022.
Prófnefnd löggiltra endurskoðenda
Hótelgeirinn gerir ekki ráð
fyrir Íslendingum í gistingu
í sumar. Verðið komið út yfir
allt velsæmi að sögn ferða-
langs. Kerfi hækkar verð
síðustu lausu herbergjanna
ólíkt borðum á veitingahúsi.
Íslenskur ferðalangur, Þorsteinn
Gunnarsson íbúi á Selfossi, kann-
aði verð á gistingu á Keahótelinu á
Akureyri 7.–10. júlí næstkomandi.
Hann komst að því að verðið á hót-
elinu fyrir þrjár nætur væri rúmar
263 þúsund krónur.
Nóttin fyrir tvo í rúmlega 21 fer-
metra herbergi hefði kostað Þor-
stein 87.755 krónur með morgun-
verði. Þorsteinn hætti við og bókaði
þess í stað ferð til Tenerife.
„Ég er fullkomlega hneykslaður,
þetta eru klikkuð verð og komin út
yfir allt velsæmi,“ segir Þorsteinn.
Hann segir að venjulegt fólk
hírist ekki á hóteli í þrjá daga fyrir
300.000 kall.
„Ferðaþjónustan virðist ekki
hugsuð fyrir okkur,“ segir Þor-
steinn sem finnst það synd að Ísland
sé ekki fyrir Íslendinga í þessum
efnum.
Siðferðislegt álitaefni
Eftir því sem færri herbergi eru laus
hækkar verðið samkvæmt venjum
sem víða hafa skapast. Ef aðeins
tvö til þrjú herbergi eru laus getur
verðið farið upp í rjáfur samanber
dæmið frá Akureyri. Siðferðislegar
spurningar kvikna í þessum efnum
að mati Þorsteins.
Íslendingar hafa ekki ráð á gistingu í eigin landi
Verð á hótel-
gistingu er í
hæstu hæðum
á Íslandi. Ferða-
maður sem
hugðist gista
þrjár nætur á
Akureyri hefði
þurft að greiða
hátt í 300.000
krónur fyrir her-
legheitin.
FRÉTTABLAÐIÐ/
AUÐUNN
Ég er fullkomlega
hneykslaður. Þetta eru
klikkuð verð og komin
út yfir allt velsæmi.
Þorsteinn
Gunnarsson,
ferðalangur á
Selfossi
Skarphéðinn
Guðmundsson.
Skógafoss. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK
Fréttablaðið fann út með bókun-
arforriti að ein strípuð nótt kostar
tvöfalt meira, eða víða um fimmtíu
þúsund krónur, á gististöðum sem
áður buðu upp á brunatilboð þegar
heimsfaraldurinn lamaði ferðalög
landa á milli.
Ekki alls fyrir löngu voru seld
herbergi, kvöldverður og morgun-
verður fyrir tvo í einum pakka á alls
25.000 krónur. Skammt er því stórra
högga á milli. Þá segja hótelstarfs-
menn að aldrei hafi skipt meira
máli en nú í hvaða mánuði gisting
er bókuð. Verðmunur milli heitustu
þriggja sumarmánaðanna og jaðar-
tíma getur verið 150 prósent, jafnvel
meiri.
Snorri Pétur Eggertsson, fram-
kvæmdastjóri sölu- og markaðs-
sviðs Keahótelanna, staðfestir að
verð herbergis geti rokið svona upp
ef um síðustu herbergin sé að ræða.
Hann véfengir ekki tölur Þorsteins
frá Akureyri.
Snorri vísar því á bug að græðgi
sé orsök verðlagningarinnar. Hót-
elverð hafi hækkað um 50 prósent
síðan í fyrrasumar. Heimsfaraldur-
inn, framboð og eftirspurn skýri
þessar breytingar.
„Bjargræðistíminn okkar er þrír
mánuðir. Við reynum að fá sem
mestar tekjur frá útlendingunum
og stílum nánast eingöngu á þá.“
Snorri segir að Íslendingar muni
varla sjást á innlendum hótelum í
sumar.
„Þeim finnist verðið of hátt,“ segir
Snorri. Þetta er mikil breyting, því
árið 2020 voru Íslendingar stærsti
kúnnahópurinn innanlands .„Núna
eru það Ameríkanar sem búa til
mestar tekjurnar.“
Síðustu 12 mánuði hefur gengi
krónunnar gagnvart Bandaríkja-
dal lækkað um sjö prósent. Fyrir
einn dollar fást nú 132,5 krónur en
fyrir réttu ári fengust 123,8 krónur.
Verð á alþjóðlegum bókunar-
síðum er í erlendri mynt. Íslensk
hótel fá því sjö prósent hærra verð í
dag í íslenskum krónum frá banda-
rískum ferðamönnum miðað við
óbreytt verð í krónum í fyrra.
Skar phéðinn Guðmundsson
ferðamálastjóri tekur undir með
Þorsteini Gunnarssyni að það sé
miður ef Íslendingar hafi ekki efni
á að ferðast um eigið land í sumar
– ekki þá nema í húsbíl eða tjaldi.
Skarphéðinn skýrir verðhækkunina
auk fyrrnefndra þátta með þróun
tekjustýringar.
„Það er auðveldara en var fyrir
fyrirtækin að hækka verð. En þeir
sem nota þessi kerfi ættu kannski
að vera með hámark á verði,“ segir
Skarphéðinn.
Spurður um skoðanir erlendra
gesta á verði gistingar nú um stundir
innanlands segir ferðamálastjóri að
viðhorf ferðamanna til þjónustu hér
á landi séu linnulaust rannsökuð.
„Það kemur ekki á óvart að ferða-
menn telja þjónustu mjög dýra hér.“
Skarphéðinn á þó ekki von á að
sumarverðin séu orðin ósjálf bær í
þeim skilningi að orðspor af okri
leiði til þess að útlendingar hætti að
sækja Ísland heim í massavís.
„Hins vegar eru blikur á lofti varð-
andi haustið,“ segir Skarphéðinn.
Meðal annarra þátta nefnir hann
stríðið í Úkraínu, erfitt efnahags-
ástand og óvissu vegna Covid.
„Það er erfiðara en ella að spá
fyrir um haustið, því bókunarfyrir-
varinn hefur styst.“ n
Björn
Þorláksson
bth
@frettabladid.is
8 Fréttir 2. júlí 2022 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐFRÉTTASKÝRING FRÉTTABLAÐIÐ 2. júlí 2022 LAUGARDAGUR