Fréttablaðið - 02.07.2022, Page 12

Fréttablaðið - 02.07.2022, Page 12
Árið 1992 er eitt stærsta ár í sögu knatt- spyrn- unnar. Hjörvar Hafliðason Marseille er enn eina franska liðið sem hefur unnið Meistara- deild Evrópu. Enska úrvalsdeildin, Meist- aradeildin, markmenn máttu ekki lengur taka boltann upp eftir sendingar til baka, þrjú stig fyrir sigur á stórmóti og ýmislegt annað. Sumir segja að fótboltinn hafi jafn- vel verið fundinn upp fyrir þrjátíu árum. Hann allavega gjörbreyttist. FÓTBOLTI Þrjátíu ár eru síðan Danir urðu Evrópumeistarar. Sé horft á úrslitaleikinn má sjá hvernig Danir nýttu sér til hins ítrasta að mark- menn máttu taka boltann upp eftir sendingu til baka. Það er í raun kvöl og pína að horfa á leikinn því Peter Schmeichel nær að tefja leikinn út í hið óendanlega með því að taka við sendingum félaga sinna og bíða eftir að Jürgen Klinsmann eða Rudi Völler pressi á hann. Reg lu nni va r svo brey tt sem betur fer og meiri hraði tók að einkenna fótboltann. Á lok a sek- úndum úrslita- l e i k s i n s g a f Stefan Reuter til baka á Bodo Illgner sem tók boltann upp og þrumaði fram völl- inn. Þá var flautað til leiksloka. Þetta var því síðasta sending varnarmanns til markmanns á stór- móti. A llt var bet ra í gamla daga, er stundum sagt, en HM 1990 og EM 1992 eru allt annað en skemmtileg mót vegna þess að mark- menn máttu taka bolt- ann upp. Þessi reglu- breyting er ein sú allra besta sem hefur komið fyrir fótboltann. „Það hefur engin ein regla haft jafn mikil áhrif á leikinn eins og þessi,“ segir Hjörvar Allt annar leikur Peter Schmeich­ el, hetja Dana frá EM 1992, fagnar með liðs­ félögum sínum en Danir nýttu regluna um að það mætti senda til baka á markmann til hins ítrasta á mótinu. FRÉTTABLAÐIÐ/ GETTY Brian McClair, Paul Parker og Ryan Giggs fagna fyrsta titlinum í nýstofnaðri úrvalsdeild á Englandi. Markvörður Marseille, Fab­ ien Barthez, með Meistara­ deildar­ bikarinn en Marseille er eina franska liðið sem hefur unnið Meistara­ deild Evrópu og gerði það á fyrsta ári keppninnar með nýju fyrirkomu­ lagi. Bruce Grobbel­ aar átti erfitt að venjast nýju reglunni um að geta ekki tekið boltann upp með höndum eftir sendingar samherja sinna. FRÉTTALBAÐIÐ/ GETTY Haf liðason knattspyrnusérfræð- ingur. Allir þurftu að læra og það hratt. Sumir ætluðu þó að sleppa auðveld- lega. Á undirbúningstímabilinu æfðu liðsmenn Nottingham Forest að gefa á Brian Law sem vippaði boltanum upp og skallaði til baka á markvörðinn Mark Crossley. FIFA gaf út yfirlýsingu í kjölfarið og hótaði liðum sektum ef þau væru að reyna að komast fram hjá nýju reglunni. Samfélagsskjöldurinn 1992, milli Leeds og Liverpool, var og er enn stórkostleg skemmtun því Bruce Grobbelaar og John Lukic stóðu milli stanganna hjá liðunum. Ekki kannski frægustu menn í heimi fyrir fótafimi en frábærir mark- menn. Í fyrsta sinn sem Lukic þrumaði boltanum frá eftir sendingu til baka sagði hinn goðsagnakenndi lýsir, Andy Gray, að reglubreytingin væri þvæla enda gerðu markmennirnir varla annað en að þruma í áhorf- endur eftir sendingu til baka. Fyrstu mánuðirnir af hinum nýja enska bolta voru stórkostleg skemmtun enda voru varnarmenn og markmenn í miklu veseni með að aðlagast. Vellirnir voru enn þá mikil drullusvöð og þetta leit ekk- ert vel út. FIFA henti í yfirlýsingu og sagði að það væri engin færni í því að standa milli stanganna og halda á boltanum. Það væri ekki fótbolti. Reglunum yrði ekki breytt til baka. Draumurinn frá ’87 rættist Fótboltinn fyrir 30 árum var allt öðruvísi og á ákveðnum tímamót- um. Englendingar ákváðu að stofna Úrvalsdeildina sem breytti lands- laginu svo eftir var tekið. Fram að því hafði enski boltinn verið aðhlát- ursefni fyrir vellina sína, ofbeldi og hegðun áhorfenda og litla peninga. Liðin gátu farið að semja sjálf um sjónvarpspeninga og söguna þekkja trúlega flestir. Ensk lið eru nú þau bestu í heimi, með mestu peningana, mesta sjón- varpsáhorf og nánast alla bestu leik- menn heims í sínum röðum. Þetta ár, 1992, var líka kynnt til sögunnar Meistaradeildin svona nánast eins og við þekkjum hana í dag. Evrópukeppni Meistaraliða fór á hilluna og draumur Lennart Johansson, forseta UEFA, varð að veruleika. Hann hafði séð þegar Real Madrid vann Diego Maradona og hans menn í Napoli 1987 í fyrstu umferð en við það hrundi áhorf á keppnina á Ítalíu, sem þá var einn stærsti sjónvarpsmarkaðurinn. Hugmyndir kviknuðu sem urðu loks að veruleika 1992. Draumalið Johan Cruyff hjá Barcelona vann síðasta leikinn sem hét úrslitaleikur Evrópukeppni Meistaraliða. Þá máttu aðeins þrír útlendingar vera í liðunum. Barca hafði Ronald Koeman sem skoraði sigurmarkið, Michael Laudrup og Hristo Stoichkov. Það breyttist með Bosman-reglunni árið 1995. Þriggja stiga reglan var kynnt til leiks árið 1981 en téð EM árið 1992 var síðasta stórmótið til að notast við tveggja stiga regluna. Danir fóru áfram með þrjú stig. Þeir byrjuðu á jafntef li við Eng- lendinga, töpuðu f yrir Svíum en unnu svo Frakka og komust í undanúrslitin. Þar unnu þeir Hol- lendinga í vítaspyrnukeppni og Þjóðverja í úrslitaleik. Þegar HM fór fram í Bandaríkjunum tveimur árum síðar var þriggja stiga reglan komin í gagnið. „Árið 1992 er eitt stærsta ár í sögu knattspyrnunnar. Þetta er stór- merkilegt ár bæði með stofnun ensku úrvalsdeildarinnar, Meistara- deildarinnar og þessari reglubreyt- ingu,“ segir Hjörvar. n Benedikt Bóas Hinriksson benediktboas @frettabladid.is 12 Íþróttir 2. júlí 2022 LAUGARDAGURÍÞRÓTTIR FRÉTTABLAÐIÐ 2. júlí 2022 LAUGARDAGUR

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.