Fréttablaðið - 02.07.2022, Blaðsíða 16
Frekar
skyldu
börnin
læra að
tala með
rödd
sinni og
lesa af
vörum.
Ríkis-
stjórnin
er furðu-
leg
blanda
aftur-
halds- og
vinstri-
stjórnar.
Nýlega var opnaður á Sel-
tjarnarnesi nýr veitinga-
staður, Ráðagerði, í sögufrægu
húsi í sveitarfélaginu sem ber
sama nafn. Að veitingastaðn-
um standa þeir Gísli Björns-
son, Jón Ágúst Hreinsson og
Viktor Már Kristjánsson.
lovisa@frettabladid.is
„Ég og Nonni höfum tengingu við
Nesið. Konan mín er alin upp á
Bollagörðum og öll tengdafjöl-
skylda konu Nonna tengist Nesinu
og býr annað hvort í 170 eða 107 í
Vesturbænum. Þetta er auðvitað
allt samgróið,“ segir Gísli og bætir
við:
„Þetta hefur gengið rosalega vel,
ég segi ekki eins og í sögu, en frá því
að við opnuðum hafa margir komið
og ég held að allir séu ánægðir með
að húsið sé búið að fá líf aftur og
með þjónustuna. Það er fyrir öllu.“
Lóðin á sér langa sögu, allt til árs-
ins 1703, en húsið sjálft var byggt
á árunum 1880 til 1885. Húsið er
eitt vestasta hús bæjarins. Á vef
Seltjarnarnesbæjar kemur fram að
margir ábúendur hafi verið í Ráða-
gerði frá upphafi en árið 1997 var
húsið keypt og endurgert í uppruna-
legri mynd. Bærinn keypti það svo í
byrjun árs 2018 og setti það á sölu
árið 2020. Þeir Gísli, Jón Ágúst og
Viktor Már gerðu kauptilboð í húsið
það ár og fengu það svo afhent í júlí
árið 2021.
Settu eldhúsið í bílskúrinn
Gísli segir að eitt hafi leitt af öðru og
þeir endað á því að taka allt húsið í
gegn. Hann segir að margt hafi verið
búið að gera þegar fyrri eigandi
gerði það upp og þeir hafi þannig
að einhverju leyti verið að klára þá
vinnu. Vegna þess að húsið er friðað
ákváðu þeir að gera eldhúsið upp í
gamla bílskúrnum.
„Það var gert með tilliti til húss-
ins sjálfs. Það hefði verið föndur að
koma því fyrir þar inni,“ segir Gísli
en að vegna þess hafi þeir þurft að
smíða tengingu á milli húsanna.
Leituðu til fyrri eigenda
Gísli segir að eftir að þeir keyptu
húsið hafi þeir grafið upp sögu þess
og endað á því að hafa samband við
fyrri eigendur til að vita sögu þess.
„Það var svo þannig að við vorum
oft að heyra sögur af þessu húsi frá
birgjum úti í bæ og við skildum ekki
hvernig stóð á þessu. Við vorum
komnir á það að þetta hefði verið
20 manna fjölskylda en svo kom í
ljós að Anna og Kristinn, sem áttu
húsið, tóku reglulega að sér börn
annarra,“ segir Gísli og annar fyrri
eigandi, Guðríður Kristinsdóttir,
bauð reglulega ungu fólki í háskóla-
námi að leigja af sér herbergi.
„Þegar við heyrðum þetta þá
vildum við enn frekar gera þetta að
einhverjum svona hverfisstað og
samkomuhúsi. Að fólk gæti stopp-
að hérna við á morgnana, fengið
sér kaffi og hitt nágrannana, auk
þess sem það verður auðvitað alltaf
hádegis- og kvöldmatur í boði,“
segir Gísli.
Boðið er upp á ýmislegt á staðn-
um eins og ítalska aperitivo-stund
og svo pitsur. „Það er auðvitað eitt
það alíslenskasta: föstudagspitsan,
heimabökuð eða keypt.“
Ráðagerði er opið frá klukkan 9 á
morgnana og til 23 á kvöldin. Eld-
húsið er opið frá 11 til 22. n
Seltirningar ánægðir með
að líf sé aftur í húsinu
Ólafur
Arnarson
Ísland er land mikilla þversagna.
Efnahagsspár benda til mikils
hagvaxtar og aldrei hefur landinn
eytt eins miklu erlendis og nú.
Ferðamennirnir eru komnir á ný
og hótel á Íslandi aftur orðin of dýr
fyrir mörlandann.
Mikil þensla er á atvinnumark-
aði og á næstu árum vantar 9.000
sérfræðinga, 8.000 manns í ferða-
þjónustuna og 2.000 iðnaðarmenn.
Landið er gjöfult og gott en samt
virðist okkur ekki takast að byggja
upp samfélag sem tekur utan um þá
sem minna mega sín.
Þjóðartekjunum er mjög mis-
skipt og er það líkast til ástæðan
fyrir því að á sama tíma og þús-
undir Íslendinga búa við sáran
skort hagnast ein atvinnugrein
um 100 milljarða á einu ári vegna
einkaaðgangs að sameiginlegri
þjóðarauðlind.
Í þessu ríka landi er ekki hægt
að tryggja öllum íbúum aðgengi
að boðlegri heilbrigðisþjónustu.
Það vantar fjármagn. Ekki vantaði
hins vegar fjármagn þegar splæsa
þurfti tveimur og hálfum milljarði í
að búa til nýtt ráðuneyti til að liðka
fyrir endurnýjun ríkisstjórnarsam-
starfs síðastliðið haust.
Ráðafólki þessa lands finnst það
í góðu lagi að hér sé alvarlegur og
viðvarandi húsnæðisskortur, fast-
eignaverð rjúki upp úr rjáfrinu og
greiðslubyrði íslenskra íbúðakaup-
enda sé tvöföld og jafnvel þreföld
það sem tíðkast í okkar nágranna-
löndum. Þessu ætlar ríkisstjórnin
ekki að breyta.
Seðlabankinn gerir illt verra –
honum má líkja við Hróa hött með
öfugum formerkjum. Hann f lytur
fjármagn frá þeim fátæku til hinna
ríku. Vaxtahækkanir hans færa
milljarða frá íbúðakaupendum til
fjármálafyrirtækja og fjármagns-
Við þurfum ekki, eigum ekki og megum ekki vera í biðflokki
eigenda. Ungar fjölskyldur eru sett-
ar á vonarvöl. Verst er að bankinn
hefur önnur ráð en er fastur í 19.
aldar peningastjórn.
Ríkisstjórnin er kyrrstöðustjórn.
Á það hefur verið bent að ríkis-
stjórnin hefur sett bráðnauðsynleg
orkuskipti í biðflokk.
Ríkisstjórnin er furðuleg blanda
afturhalds- og vinstristjórnar –
samsuða ósamstæðra f lokka, sam-
mála um það eitt að verja sterka
sérhagsmuni og setja grundvallar-
hagsmuni í biðflokk.
Ríkisstjórnin setur Ísland í bið-
f lokk. Höfum við efni á því? n
Að veitinga-
staðnum
standa þeir Gísli
Björnsson, Jón
Ágúst Hreinsson
og Viktor Már
Kristjánsson.
FRÉTTABLAÐIÐ/
ANTON BRINK
Pallurinn við
staðinn er virki-
lega rúmgóður.
FRÉTTABLAÐIÐ/
ANTON BRINK
Það er líka hægt
að sitja inni.
Öllu í blóma í Hveragerði
Tónlistarhátíðin Allt í blóma, sem
ætluð er fyrir alla fjölskylduna,
hófst í gær í Lystigarðinum í Hvera-
gerði og stendur yfir helgina. Í dag,
laugardag, hefst barnahátíð klukk-
an 13 með Wally trúð, Tónafljóði,
hoppukastala og loftbolta. Suður-
landsdjazz verður klukkan 15.00
á útisviði og klukkan 18 kemur
Benni B Ruff fólkinu í réttan gír
fyrir kvöldið en stórtónleikar verða
á sviðinu frá klukkan 20. Þar koma
fram Jón Jónsson, Stebbi Jak, Jógvan
Hansen, Unnur Birna og Guðrún
Árný ásamt hljómsveit.
Í tjaldinu verður dansleikur frá
klukkan 23 til 02 með þeim Stefáni
Hilmarssyni og Gunna Óla en fleiri
munu stíga á stokk – heyrst hefur að
mögulega verði einhverjir söngv-
arar útitónleikanna enn á svæðinu.
Markaðstjald verður í Lystigarð-
inum báða dagana og hægt að kaupa
fljótandi veigar á góðu verði. Frítt er
á þá viðburði sem eru á útisviðinu
en rukkað fyrir það sem gerist inni
í tjaldinu. n
Við mælum með
Raddmálsstefna sú er var við lýði í um
100 ár til ársins 1980 og var meðal
annars fylgt hér á landi, gekk út á að
bann var við því að kenna heyrnar-
lausum börnum táknmál í skólum.
Frekar skildu börnin læra að tala með rödd
sinni og lesa af vörum. Samkvæmt frásögn Júlíu
Guðrúnar Hreinsdóttur, döff fræðikonu sem
prýðir forsíðu þessa tölublaðs, er allur gangur
á því hvort heyrnarlausir geti almennt lært að
nota rödd sína og að lesa af vörum er langt í frá
eins auðvelt og það kann að hljóma.
Stefnan var því stórvægilegt brot á mann-
réttindum þessara barna sem misstu mikil-
vægt tækifæri til málþroska, menntunar og
tjáningar. Með því að meina þeim að læra og
tjá sig á því tungumáli sem þeim er þjálast voru
þau ekki aðeins svipt tækifæri til menntunar,
enda fór bóknámið forgörðum þegar nem-
endur skildu ekki efnið, heldur einnig tækifæri
til að ná fullum tökum á tungumáli almennt.
Það er sárt að hugsa til ungra barna sem síðar
urðu fullorðnir einstaklingar án þess að fá að
taka virkan þátt í samfélaginu vegna undar-
legra hugmynda hinna heyrandi um að steypa
alla í sama mót.
Það er meira en sárt, það er skömm að því. n
Allir í sama mót
BJORK@FRETTABLADID.IS
16 Helgin 2. júlí 2022 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐHELGIN FRÉTTABLAÐIÐ 2. júlí 2022 LAUGARDAGUR