Fréttablaðið


Fréttablaðið - 02.07.2022, Qupperneq 26

Fréttablaðið - 02.07.2022, Qupperneq 26
Fólk sem hefur peninga og tíma getur ferðast til að nýta sér þessa heil- brigðis- þjónustu í öðrum ríkjum, þannig að þetta bitnar ekki jafnt á öllum. Oddur Freyr Þorsteinsson oddurfreyr @frettabladid.is Ógildingin á dómafordæmi Roe gegn Wade var risastórt skref gegn jafnrétti sem end- urspeglar gjá milli stjórn- málamanna og almennings. Silja Bára Ómarsdóttir segir að ákvörðunin bitni mest á bágstöddum, muni kosta konur lífið og gæti leitt til frekari skerðinga á mann- réttindum. Þann 24. júní síðastliðinn komst hæstiréttur Bandaríkjanna að þeirri niðurstöðu að rétturinn til þungunarrofs væri ekki varinn af stjórnarskrá landsins og ríki lands- ins gætu sett sín eigin lög varðandi þungunarrof. Þessi niðurstaða kom eftir að dómurinn tók fyrir mál Dobbs gegn Jackson Women's Health Organization í Mississippi- ríki. Niðurstaðan felldi úr gildi tæp- lega 50 ára gamalt dómafordæmi sem var sett í málinu Roe gegn Wade árið 1973 og var staðfest, en þó þrengt að hluta, í máli Planned Parenthood gegn Casey árið 1992. Um helmingur ríkja landsins hefur nú sett, eða ætlar að setja, lög sem takmarka rétt leghafa til þessarar heilbrigðisþjónustu, sem Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin, Sameinuðu þjóðirnar og fleiri alþjóðastofnanir skilgreina sem mannréttindi. Oft áður reynt að breyta dómafordæminu Málið Dobbs gegn Jackson Women's Health Organization snerist um lögsókn einu heilbrigð- isstofnunar Mississippi-ríkis sem framkvæmdi þungunarrof gegn Thomas E. Dobbs, heilbrigðisfull- trúa ríkisins, vegna laga sem voru sett í ríkinu árið 2018 og bönnuðu þungunarrof eftir 15 vikna með- göngu, nema um læknisfræðilegt neyðartilvik eða alvarlega van- sköpun fósturs væri að ræða. Engar undanþágur voru veittar vegna nauðgana eða sifjaspella. Þessi mörk eru langt undir ríkisvið- miðinu sem var til staðar og látið var reyna á hvort lögin stæðust stjórnarskrána. „Það hafa mörg mál verið í gangi í Bandaríkjunum í gegnum tíðina þar sem reynt hefur verið að breyta dómafordæminu á alríkisstigi. Þessi dómur á svo við um öll mál af þessum toga,“ segir Silja Bára Ómarsdóttir, stjórnmálafræðingur og prófessor við Stjórnmálafræði- deild Háskóla Íslands. Ágreiningur um 14. ákvæðið „Þarna kemur pólitíkin í hæstarétti mjög skýrt fram. Í honum eru níu Hæstiréttur BNA tók risastórt skref gegn jafnrétti Silja Bára Ómars dóttir, stjórnmála- fræðingur og prófessor við Stjórnmála- fræðideild HÍ, segir að við ógildinguna á dómafordæmi Roe gegn Wade sé minnihlutinn að koma sínum skoðunum ofar skoðun meiri- hlutans. FRÉTTABLAÐIÐ/ SIGTTRYGGUR ARI Ákvörðun hæstarétts Bandaríkjanna hefur vakið mjög hörð við- brögð. FRÉTTABLAÐIÐ/ GETTY dómarar og sex þeirra eru íhalds- samir, svo hann er íhaldssamari en hann hefur verið lengi. Í yfir- heyrslum fyrir öldungadeild við staðfestingu skipunar þeirra sögðu allir nýju dómararnir þrír að þeir teldu Roe gegn Wade viðurkennt dómafordæmi sem ætti að standa og að þau myndu virða það, en svo snýr dómurinn þessu á haus,“ segir Silja. „Hann segir að meðal annars vegna þess að þungunarrof sé hvergi nefnt í stjórnarskránni sé þetta ekki stjórnarskrárvarinn réttur og að 14. viðbótarákvæði stjórnarskrárinnar eigi ekki að túlka þannig að það nái yfir þetta frelsi, eins og hingað til hefur verið gert. Það hefur oft verið gagnrýnt að þessu ákvæði, sem snýst um réttinn til einkalífs, hafi verið beitt í Roe gegn Wade málinu á sínum tíma, í stað þess að fella þetta undir hreinni mannréttinda- klausu,“ segir Silja. „John Roberts, forseti hæstaréttar, segir að Roe gegn Wade hafi verið dæmt rang- lega í upphafi, en hann hefur samt setið í réttinum frá 2005 og ekki túlkað þetta þannig áður. Þessir þrír frjálslyndu dómarar segja hins vegar í sínu áliti að þetta eigi að standa og að 14. ákvæði eigi við um þennan rétt.“ Bitnar mest á bágstöddum „Það kemur ekki á óvart að þessi mál séu í gangi, því það hefur verið unnið að því að takmarka þennan rétt frá árinu 1973. En allir dómar sem hafa fallið til þessa hafa haldið í það grundvallarviðmið að ríkin megi ekki banna þungunarrof. Það kemur því á óvart að dómurinn sé tilbúinn að taka svona stórt skref,“ útskýrir Silja. „Þetta er grafalvarleg skerðing á mannréttindum eins og þau eru skilgreind af alþjóðastofn- unum, sem líta svo á að þvinguð þungun sé mannréttindabrot. Það er verið að neyða konur til að fæða börn sem þær eru ekki tilbúnar til að eiga og vilja ekki ganga með.“ Silja segir að lögin bitni sérstak- lega á þeim sem eru verr staddir í samfélaginu. „Um helmingur kvenna í Banda- ríkjunum býr í ríkjum sem eru búin að banna þungunarrof að öllu leyti eða eru tilbúin til þess, þó að einhvers staðar séu ákveðnar undanþágur,“ segir Silja. „En fólk sem hefur peninga og tíma getur enn ferðast til að nýta sér þessa heilbrigðisþjónustu í öðrum ríkjum, þannig að þetta bitnar ekki jafnt á öllum. Þetta er gríðar- lega alvarlegt skref gegn jafnrétti.“ Gjá milli stjórnmálamanna og almennings í landinu „Í langan tíma hefur það verið skýr vilji meirihluta Bandaríkja- manna að þungunarrof sé æskileg og nauðsynleg heilbrigðisþjónusta, þó að fólk hafi ólíkar skoðanir á útfærslunum. Þessi ákvörðun hæstaréttar endurspeglar í raun gjána sem er á milli stjórnmála- manna og almennings í landinu, sem er orsökuð af uppbyggingu kosningakerfisins,“ segir Silja. „Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, sem skipaði dómara svo rétturinn yrði íhalds- samari, fékk minnihluta atkvæða og sá meirihluti þingmanna sem stendur gegn þessum rétti er með minnihluta kjósenda á bak við sig. En svona heimilar kerfið minni- hlutanum að koma sínum skoð- unum ofar skoðun meirihlutans.“ Dómafordæmi í stað laga Silja segir erfitt að svara því hvort frjálslyndir stjórnmálamenn hafi brugðist hlutverki sínu við að verja þennan rétt. „Repúblikanar hafa notað þennan málaflokk til að virkja sína kjósendur og Trump notaði það að hann myndi breyta samsetningu hæstaréttar til að fá atkvæði. En Demókratar hafa ekki sett þetta á dagskrá, þó að þeir ætli að gera það núna í haust, sem er bara of seint,“ segir hún. „En það má deila um hvort það séu Demókratar eða einfaldlega sjálft stjórnmálakerfið í Bandaríkjunum sem hefur brugð- ist, því þó að Demókratar reyndu að koma málum tengdum þessu í gegn myndi það ekki ganga vegna þess að meirihluti þingmanna, sem er með minnihluta atkvæða á bak við sig, myndi stöðva þau. Í kerfi Bandaríkjanna hafa líka eiginlega öll skref í mannréttind- um komið til vegna dómafordæma en ekki lagabreytinga og þar sem þau hafa forgang hafa ekki verið sett lög varðandi þessa hluti,“ segir Silja. „Kannski hefðu Demókratar átt að reyna að setja lög þegar þeir voru í meirihluta, en svona hefur þetta alltaf virkað í Bandaríkj- unum og hingað til hafa dóma- fordæmi alltaf staðist áskoranir. Þetta mál virðist samt vera að vekja Demókrata og fá þá til að grípa til aðgerða,“ bætir Silja við. „Joe Biden Bandaríkjaforseti segist núna ætla að grípa til aðgerða til að gera það auðveldara að skrifa lög sem leyfa þungunarrof, svo þetta mál virðist ætla að fá Demókrata til að gera hluti sem þeir hafa hingað til ekki þorað.“ Mun kosta konur lífið „Bandaríkin fá mikið pláss í þess- ari umræðu en það er ekki mjög líklegt að fleiri lönd fylgi þeim eftir. Í heildina eru þessi réttindi að víkka á heimsvísu, en ekki þrengjast,“ segir Silja. „Þetta er til dæmis orðið stjórnarskrárvarinn réttur í Síle og hann var nýlega tryggður með lögum í Mexíkó. En við sáum líka nýlega dæmi um bandaríska konu á Möltu, þar sem þessi réttur er ekki til staðar, sem þurfti að fara til Spánar, því læknarnir á Möltu máttu ekki gera neitt fyrr en fóstrið var látið og þá er hættan á sýkingu mikil. Það var líka ung kona á Írlandi sem lést nýlega því lækna þorðu ekki að grípa inn í vegna ótta við refsingu,“ segir Silja. „Fyrir 50 árum voru konur að deyja vegna ólöglegra þungunarrofa sem voru ekki framkvæmd rétt, en nú munu konur deyja vegna þess að læknar þora ekki að veita lífsnauðsynlega heilbrigðisþjónustu af ótta við að verða sekir um glæp.“ Gæti leitt til frekara réttindaskerðinga „Í minnihlutaáliti sínu talar hæstaréttardómarinn Clarence Thomas um að það sé líka ástæða fyrir hæstarétt til að endurskoða önnur mál sem hafa fallið undir 14. viðbótarákvæðið, líkt og réttinn til samkynja hjónabanda,“ segir Silja. „Ég les það sem boð til hópa sem vilja snúa þessum málum að hér sé komið dómafordæmi sem er hægt að byggja á og það er líklegt að slík mál fari í gang innan ríkja. Svo er spurning hvort hæstiréttur tekur þau fyrir.“ Alþjóðlegur þrýstingur er mjög mikilvægur „Þeir Íslendingar sem vilja berjast gegn þessari þróun geta því miður lítil áhrif haft á minnihlutaræði Bandaríkjanna, en það er mikil- vægt að íslenska þjóðin geri kröfu um að alþjóðleg mannréttindi séu virt í gegnum alþjóðleg samtök og stofnanir,“ segir Silja. „Það er til dæmis mjög mikilvægt að gera ákall til Bandaríkjanna um að staðfesta Kvennasáttmála Sam- einuðu þjóðanna, en það er eina lýðræðisríki heims sem hefur ekki gert það.“ n 4 kynningarblað A L LT 2. júlí 2022 LAUGARDAGUR
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.