Fréttablaðið - 02.07.2022, Page 64

Fréttablaðið - 02.07.2022, Page 64
Sýningin Eruð þið ánægð ef þið megið spyrja um eitt- hvað? stendur yfir í Listasafni Árnesinga. Á sýningunni er fjallað um samvinnu íslenskra og ungverskra listamanna. Zsóka Leposa er sýningarstjóri og aðstoðarsýningarstjóri er László Szazados. kolbrun@frettabladid.is Zsóka hefur starfað við Listasafn Árnesinga síðastliðin tvö ár. Spurð um aðdraganda sýningarinnar segir hún: „Ísland hafði lengi verið drauma- landið mitt, jafnvel áður en ég f lutti hingað. Ég er ungverskur listfræðingur og árið 2018 vann ég Erasmus-styrk og starfaði hjá Lista- safni Reykjavíkur í tvo mánuði. Þegar ég var að skila listaverka- bókum á bókasafn safnsins fann ég bæklinginn SÚM á Listahátíð í Reykjavík 1972 og varð undrandi að sjá ungverska listamenn í bland við efnilegustu íslensku listamenn- ina sýna saman á sýningu. Ég fann að ég vildi kafa dýpra og rannsaka þetta frekar. Ég fór heim til Ungverjalands en f lutti til Íslands ári síðar og hóf þá rannsóknir af fullum krafti, ég ræddi við íslensku listamennina og fór í Nýlistasafnið til að grafa upp frekari upplýsingar. Ég á tveimur manneskjum mikið að þakka: Hlynur Helgason dósent hjálpaði mér í rannsóknum mínum og Krist- ín Scheving, forstöðumaður Lista- safns Árnesinga, gaf mér frábært tækifæri til að gera þessa sýningu að raunveruleika.“ Mikilvæg bréf Um viðfangsefni sýningarinnar segir Zsóka: „Sýningin fjallar um það hvernig hægt var tengjast og setja upp sýningar á tímum kalda stríðsins þegar fólk í Austurblokk- inni gat ekki ferðast til Vesturlanda. Þótt listamenn í Austantjaldslönd- um vildu tengjast listamönnum í vestri voru íslenskir listamenn líka einangraðir, þótt það væri á annan hátt. Sýningar að austan gátu í gegn- um bréfaskriftir orðið að veruleika í galleríum sem íslenskir listamenn ráku, því öll verkin og leiðbeining- arnar höfðu verið sendar með pósti. Bréfin eru geymd í Nýlistasafninu og í Listasafni Ungverjalands og þannig var hægt að endurgera öll tengslanetin og sýningarnar frá áttunda áratugnum. Áberandi einkenni er síðan að erlendu lista- mennirnir notuðu húmor og kald- hæðni í verkum sínum og skemmtu sér vel við að skiptast á hugmyndum við íslensku listamennina. Á sýningunni tengjum við einn- ig fortíð og nútíð. Við sýnum nýleg listaverk sömu listamanna og tóku þátt í þessu neti á áttunda áratugn- um. Þeir eru nú meðal þekktustu listamanna á Íslandi og í Hollandi og Ungverjalandi. Það er mjög áhugavert að sjá hvernig þeir hafa þróast sem listamenn.“ Sagan endurtekur sig Af hverju er sýning eins og þessi mikilvæg? spyr blaðamaður og Zsóka svarar: „Það sem skiptir mestu máli er hvernig sagan endur- tekur sig. Ég hef verið að rannsaka áttunda áratuginn og nú, árið 2022, erum við aftur að tala um pólun Endurgerð á sýningum og tengslanetum Verkið Balance XVI eftir Rúrí. Sýningarstjórinn Zsóka Leposa og aðstoðarsýningarstjórinn László Százados halda á SÚM-katalóg frá árinu 1972. Mynd/Aðsend Listamennirnir n Eggert Pétursson n Endre Tot Gábor n Attalai Géza Perneczky n Ingólfur Arnarsson n Kristján Guðmundsson n Kees Visser n Rúrí n Sigurður Guðmundsson Evrópu, um austur og vestur, og vaxandi pólitísk áhrif Rússlands í fyrrum austurblokkinni. Ég, eins og við öll, átti ekki von á þessu hrika- legu stríði í Úkraínu. Það var ófyrir- sjáanlegt fyrir f lesta og ég er enn í algjöru áfalli yfir því sem er að ger- ast í nágrannalandi Ungverjalands. Það er mikið talað um einangrun. Ég gæti alltaf tengt við þá tilfinn- ingu í kalda stríðinu hinum megin við járntjaldið og ný reynsla mín er þessi: Ég skil betur tilfinninguna að vera einangraður hér á Íslandi, sér- staklega eftir þessi tvö ár af heims- faraldri, og ég er viss um að þetta er reynsla okkar allra.“ Sýningin í Listasafni Árnesinga stendur til 4. september og verður frekari dagskrá í tengslum við hana tilkynnt á heimasíðu safnsins sem og á samfélagsmiðlum. n Um er að ræða heilsugæslustöð í 1.050 m2 húsnæði að Aðalgötu 60 Reykjanesbæ. Fjármögnun fer skv. fjármögnunarlíkani fyrir heilsugæslu á landsbyggðinni. Um þjónustuna gilda, sjá gögn hér: Heilsugæslustöð í Reykjanesbæ - Auglýsing | Sjúkratryggingar Íslands (island.is) 1. Almennir skilmálar Sjúkratrygginga Íslands um kaup á heilbrigðisþjónustu. 2. Kröfulýsing fyrir rekstur heilsugæsluþjónustu, nú útg.2.0. 3. Fjármögnunarlíkan heilsugæslu á landsbyggðinni, útg. 2022. 4. Samningsdrög Önnur gögn, þ.m.t. teikningar af húsnæðinu, má nálgast á ofangreindri slóð. Ríkið leggur til húsnæði undir starfsemina að Aðalgötu 60 Reykjanesbæ, sem verður innréttað í samráði við verksala, en miðað er við að verksali leggi til húsbúnað og lækningatæki. Gengið er út frá samningi til fimm ára. Stöðin skal opna 4-6 mánuðum eftir undirritun samnings við leigusala. Samningur við rekstraraðila verður gerður með fyrirvara um að samningar við leigusala gangi eftir. Áhugasamir aðilar eru beðnir um að senda útfyllt tilboðshefti Heil- sugæslustöð í Reykjanesbæ - Auglýsing | Sjúkratryggingar Íslands (island.is) á netfangið: innkaup@sjukra.is, þar sem fram kemur hvenær viðkomandi getur opnað heilsugæslustöðina og upplýsingar um menntun og reynslu starfsmanna. Þá skal bjóðandi samhliða tilboði senda SÍ kynningu á fyrirtækinu, lýsingu á gæðastefnu, gögn sem staðfesta fjárhagslegt hæfi og upplýsingar um hvernig uppfylla á kröfur sem koma fram í gögnum um verkefnið. Fyrirspurnir má senda á ofangreint netfang. Taka tilboða: SÍ munu taka hagstæðasta tilboðinu, sem miðast við hvenær viðkomandi bjóðandi getur opnað heilsugæslustöðina, að öðrum skilyrðum uppfylltum, Séu tvö eða fleiri tilboð þá jafngild mun val fara eftir fjölda stöðugilda lækna (fleiri gefa hærra mat) en séu þau enn jöfn mun hlutkesti ráða því við hvern verður samið. SÍ áskilja sér rétt til að hafna öllum tilboðum séu þau ófullnægjandi. Frestur til að senda inn tilboð er til kl. 12:00 þann 8. ágúst 2022. Auglýsa eftir rekstraraðila til að reka heilsugæslustöð í Reykjanesbæ. - Þínir fagmenn í framkvæmdum Allar almennar húsaviðgerðir Þak- og gluggaskipti og viðgerðir Veggjaklæðningar Öll viðhaldsvinna Innan- og utanhús Smáratorg 3, 201 Kópavogur – Sími: 497 13 20 – Netfang: hagleiksverk@hagleiksverk.is Fagmennska Heiðarleiki Ábyrgð Hagleiksverk er öflugur verktaki með mikla, víðtæka og áratuga reynslu af flestum tegundum byggingaframkvæmda 36 Menning 2. júlí 2022 LAUGARDAGURFréttablaðiðmenninG Fréttablaðið 2. júlí 2022 LAUGARDAGUR

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.