Fréttablaðið


Fréttablaðið - 02.07.2022, Qupperneq 66

Fréttablaðið - 02.07.2022, Qupperneq 66
ninarichter@frettabladid.is Á meðan almúginn flatmagar í sumarfríi er í nógu að snúast hjá fyrirmennum og kóngafólki þessar vikurnar. Opnanir, afmæli og vígslur af ýmsu tagi rata á verkefnalista hinna tiginbornu. Frá og með 2022 standa tólf fullvalda konungsríki í Evrópu. Sjö eru konungsríki: Danmörk, Noregur, Svíþjóð, Bretland, Spánn, Holland og Belgía. Andorra, Liechtenstein og Mónakó eru furstadæmi en Lúxemborg er stórhertogadæmi. Vatíkanið er skilgreint sem guðræðislegt valkonungsveldi undir stjórn páfa. Kóngafólk á ferð og flugi Mabel prinsessa af Hollandi var stödd ásamt systrum sínum Eveline (t.v.) og Nikólínu (t.h.) á Amsterdam­ diner­söfnuninni fyrir Alnæmisstofnun SÞ þann 25. júní í Amsterdam, Hollandi. Patrick van katwijk/Getty Elísabet, krónprinsessa Belga, stígur frá borði af haf­ rannsóknaskipinu Belgica eftir formlega vígslu í Gent í Belgíu. RV Belgica ku gegna lykilhlutverki í belgískum og evrópskum hafrannsóknum á næstu áratugum. Þökk sé nýja skipinu munu hafvísindamenn geta framlengt margra vikna leiðangra á belgísku haf­ svæði og víðar. Olivier Matthys/Getty Mette­Marit krónprinsessa og Hákon krónprins Noregs krjúpa við bráðabirgðaminnismerki þann 25. júní 2022 í Ósló í Noregi. Tveir létu lífið og að minnsta kosti 10 slösuðust þegar maður hóf skot­ hríð snemma á laugardagsmorgun nálægt vinsælum hinsegin klúbbi í miðbæ borgarinnar, nokkrum klukkustundum fyrir árlega skrúðgöngu hinsegin fólks í Osló. Lögreglan rannsakar skotárásina sem hryðjuverkaárás og skipuleggjendur skrúðgöngunnar aflýstu viðburðinum að ráði yfirvalda. rOdriGO Freitas/Getty Karl Bretaprins og Camilla hertogaynja af Cornwall, mættu til kvöldverð­ ar samveldisleiðtoga á Marriott hótelinu í Kigali, Rúanda, þann 24. júní. Prinsinn hefur sótt fimm af tuttugu og fjórum fundum leiðtoga sam­ veldisins. Árið 2018 var formlega tilkynnt að prinsinn myndi taka við af drottningunni sem yfirmaður samveldisins. Leiðtogar samveldislanda hittast á tveggja ára fresti fyrir fundinn sem aðildarlönd halda til skiptis. chris jacksOn/Getty Soffía drottning Spánar opnaði heimshundasýninguna 2022 sem fram fór þann 24. júní í Madríd á Spáni. carlOs alvarez/Getty Katrín hertogaynja brá sér ásamt eiginmanni sínum Vilhjálmi, krónprins Breta og hertoga af Cambridge, í heimsókn á Fitzwilliam­safnið til að skoða nýja andlits­ mynd af hjónunum eftir portrettlistamanninn Jamie Coreth. Heimsóknin á safnið var liður í opnberri heim­ sókn hertogahjónanna til Cambridge. Max MuMby/Getty Meghan og Harry prins, hertogahjónin af Sussex, mættu til messu í St Paul’s dómkirkjunni í London 3. júní. Tilefni Englandsheimsóknarinnar voru há­ tíðarhöld í tilefni sjötíu ára valdaafmælis Elísabetar Englandsdrottningar. saMir hussein/Getty tsh@frettabladid.is Hollywood-stjarnan Ezra Miller hefur ekki átt sjö dagana sæla en undanfarin ár hefur leikarinn f lækst inn í hvern skandalinn á fætur öðrum. Miller, sem notar fornöfnin hán, er þekktast fyrir að leika ofurhetjuna the Flash og í Fan- tastic Beasts kvikmyndaseríunni. Hán hefur dvalið reglulega á Íslandi og var hér við upphaf Covid- faraldursins. Í apríl 2020 gekk myndband manna á milli á sam- félagsmiðlum sem sýndi hán taka konu háls taki og snúa hana niður á skemmti staðnum Prikinu. Tímaritið Variety fjallaði um mál Millers í ítarlegri grein sem birtist á dögunum. Þar er meðal annars rætt við Carlos Reyni sem starfaði sem barþjónn á Prikinu þegar Miller var fastagestur þar. „Ef hán var ekki að kveikja á reyk- elsi eða kertum, eða koma með eigin hátalara til að spila hærri tónlist en í okkar hátölurum, þá var það eitt- hvað annað. Það var alltaf eitthvað,“ segir Carlos. Konan sem Miller réðst á steig einnig fram í viðtalinu og greindi frá sinni upplifun. Haft er eftir heim- ildarmönnum að Miller og konan hafi grínast með að fara í slag. Hún hélt sjálf að leikarinn hefði bara verið fíf last en brátt kom í ljós að svo var ekki. „Allt í einu er hán ofan á mér að kyrkja mig, öskra á mig að spyrja hvort ég vilji slást. Vinur minn er að taka þetta upp og sér að hán er augljóslega ekki að djóka og er mjög alvarlegt þannig að vinur minn hættir að taka upp og ýtir háni af mér á meðan hán er enn að reyna að slást við mig,“ segir hún. Konan segir Miller því næst hafa hrækt nokkrum sinnum í andlit vinar hennar en að lokum hafi Car- los Reynir skorist í leikinn. Ljóst er að ekki er um einangrað atvik að ræða en f leiri mál um of beldisfulla hegðun Millers hafa komið upp í öðrum löndum. Hán var til að mynda tvisvar handtekið á Havaí í vor sakað um að hafa ann- ars vegar kastað stól í andlit konu og hins vegar um að hafa sýnt af sér of beldis fulla hegðun á karókí bar. Miklar umræður hafa skapast um Ezra Miller á samfélagsmiðl- um og virðist framtíð háns sem kvikmyndastjörnu vera í nokk- urri hættu ef marka má fréttir frá Warnes Bros sem benda til þess að framleiðslufyrirtækið hafi í hyggju að leysa stjörnuna undan samningi sínum. Einn notandi á Twitter lýsti leik- aranum umdeilda svo: „Ezra Miller er eins og ef Tumblr hefði búið til terrorista.“ n Eins og terroristi af Tumblr Ezra Miller á Met Gala hátíðinni í New York árið 2019. Fréttablaðið/Getty 38 Lífið 2. júlí 2022 LAUGARDAGURFréTTablaðiðLífið FréTTablaðið 2. júlí 2022 LAUGARDAGUR
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.