Fréttablaðið - 09.07.2022, Síða 8

Fréttablaðið - 09.07.2022, Síða 8
Ef þú horfir á Úkraínu, þá er enginn samnings- flötur og það er engin augljós leið til að leysa þessa flækju, þannig að áhuginn er að minnka. Leigufélagið Bríet og Sveitarfélagið Skagaströnd óska eftir byggingaraðilum til að taka þátt í uppbyggingu íbúða Leigufélagið Bríet Sveitarfélagið Skagaströnd og Leigufélagið Bríet stefna á uppbyggingu á hagkvæmum leiguíbúðum á Skagaströnd og auglýsa því eftir byggingaraðilum til samstarfs. Byggingaraðili skal vera aðalverktaki og annast framkvæmd verkefnis í samráði við sveitarfélagið og Leigufélagið Bríeti. Gögn fyrir samstarfsaðila er hægt að nálgast með að senda tölvupóst á drifa@briet.is eða sveitarstjori@skagastrond.is og skal gögnum skilað fyrir mánudaginn 1. ágúst 2022. Við val á byggingaraðilum til samstarfs verður tekið tillit til reynslu aðila ásamt hagkvæmni og gæðum lausna. Nánari upplýsingar veita Drifa Valdimarsdóttir framkvæmdastjóri Bríetar (drifa@briet.is), Alexandra Jóhannesdóttir sveitarstjóri Sveitarfélagsins Skagastrandar (sveitarstjori@skagastrond.is) og Elmar Erlendsson verkefnastjóri hjá Tryggð byggð (elmar.erlendsson@hms.is). sigurjon@frettabladid.is ÚKRAÍNA „Ég sé ekki fyrir mér neinn enda á þessu stríði, það er leiðin- legt að þurfa að tala svona,“ segir Hilmar Þór Hilmarsson, prófessor við viðskipta- og raunvísindadeild Háskólans á Akureyri. Stríðið í Úkraínu hefur staðið í rúma fjóra mánuði og áhugi á stríð- inu virðist fara dvínandi á meðal heimsbyggðarinnar. Hersveitir Rússa hafa nánast fulla stjórn á Lúhansk og Donbas, héruð- um í austurhluta Úkraínu. Hilmar segir erfitt að segja til um næstu skref Rússa, enda lá megináhersla þeirra á Lúhansk og Donbas. „Pútín sagði nýlega að stríðið væri rétt að byrja. Ég spáði því fyrir ein- hverjum mánuðum að það versta sem gæti gerst væri að Úkraína myndi klofna í tvennt. Það er það sem mér finnst enn þann dag í dag,“ segir Hilmar. Hann telur Pútín vilja ná strand- lengjunni við Svartahaf. „Pútín vildi ná Donbas og hann vill ná strand- lengjunni eins langt og hann getur að Svartahafinu. Hann myndi jafn- vel vilja ná Odesa, því þá er hann búinn að ná allri strandlengjunni,“ segir Hilmar. Ef Pútín næði allri strandlengj- unni að Svartahafi myndi það hafa lamandi áhrif á Úkraínu, að mati Hilmars. „Því þá er Úkraína land- lukt og hefur ekki aðgang að haf- svæði,“ segir hann. „Ef þú horfir á Úkraínu, þá er eng- inn samningsflötur og það er engin augljós leið til að leysa þessa flækju, þannig að áhuginn er að minnka,“ segir Hilmar. Volodímír Selenskíj, forseti Úkraínu, hefur lengi sagst óttast að heimsbyggðin gleymi Úkraínu og að Rússland muni þá gleypa hana. Hilmar segist sjá dvínandi áhuga á stríðinu í Úkraínu. „Bæði af því að það er ekki augljós lausn á stríðinu og líka vegna þess að það eru aðrir hagsmunir, efnahagshagsmunir heimsins, að fara að vega þungt í þessu,“ segir hann. Hilmar segir áhuga erlendra rík- isstjórna og alþjóðastofnana geta dvínað í kjölfarið. „Lönd eru að verða fyrir svo miklu fjárhagstjóni og efnahagstjóni vegna stríðsins að það kemur að því að Evrópusambandið og önnur lönd fari að hugsa um sína eigin hagsmuni frekar. Það er hættan fyrir Úkraínu,“ segir hann. n Minni áhugi á stríði sem sér ekki fyrir enda á Hilmar Þór Hilmarsson, prófessor við viðskipta- og raunvísinda- deild HA. Borg í mannúðarkrísu Ástandið í borginni Síevíero- donetsk í Lúhanskhéraði, sem nú er hernumin af rússneskum hermönnum, er þannig að borgin er á barmi mannúðarkrísu, að sögn ríkisstjórans Serhaí Haídaí. Héraðið er nú að mestu undir stjórn rússneska hersins. Haídaí sagði áttatíu pró- sent af húsnæði borgarinnar hafa eyðilagst í árásum. Hann segir Rússa ræna þau hús sem ekki eru eyðilögð. „Sumt fólk fer til baka til að sækja hluti, en oftar og oftar koma þau að tómri íbúð ef hún er ekki rústuð nú þegar,“ segir Haídaí í færslu sem birtist á samfélagsmiðlum. Borgin er á barmi mannúð- arkrísu vegna þess að enginn sér til þess að vatn, gas og rafmagn dreifist til þeirra íbúa sem enn eru staddir í borginni. Haídaí segir um fimmtán þúsund almenna borgara vera enn í borginni. n ninarichter@frettabladid.is DANMÖRK Maðurinn sem framdi skotárás í Field’s-verslunarmið- stöðinni í Danmörku deildi mynd- böndum af sér á Youtube stilla sér upp með vopn sem hann beindi að sjálfum sér. Samkvæmt Jyllands Posten var myndböndunum hlaðið upp tveimur dögum fyrir árásina. Slík myndbönd stangast á við skilmála Youtube og sér í lagi bann við efni sem tengist sjálfsvígum. Nú sætir Youtube harðri gagn- rýni fyrir seinagang við að fjarlægja efnið. Nokkrar klukkustundir liðu frá árásinni þar til það var fjarlægt. Talsmaður samtakanna, Børns Vilk- år, segir við danska ríkissjónvarpið, DR, að tæknirisarnir þurfi að við- hafa langtum snarari viðbrögð. Google, sem á Youtube, svaraði DR á þá leið að streymisveitan styðjist við blöndu af sjálfvirkum tölvusíum og mönnuðu eftirliti við að halda óæskilegu efni í skefjum. „Eftir hörmulega atburði í Field’s voru umrædd myndbönd skoðuð, sem brutu í bága við notendaskil- mála Youtube og því fjarlægð af veitunni. Síðan var reikningi hins grunaða lokað. Youtube mun halda áfram að fylgjast með málinu í sam- vinnu við yfirvöld.“ n Youtube gagnrýnt fyrir hæg viðbrögð Volodímír Selenskíj, forseti Úkraínu, á fundi með úkraínskum hermönnum í Dnipropetrovsk-héraði fyrr í mánuðinum. MYND/EPA Myndbönd af árásarmanninum í Fields voru í þrjá daga á veitunni. thorgrimur@frettabladid.is BANDARÍKIN Joe Biden Bandaríkja- forseti skrifaði í gær undir forsetatil- skipun sem ætlað er að vernda rétt til aðgangs að þungunarrofslyfjum og getnaðarvörnum. Réttur kvenna til þungunar- rofs hefur verið takmarkaður eða afnuminn með öllu í ýmsum ríkjum Bandaríkjanna síðan Hæstiréttur landsins gaf út niðurstöðu í málinu Dobbs v. Jackson Women's Health Organization. Í dómnum hafnaði rétturinn fimmtíu ára túlkun sinni úr málinu Roe v. Wade um að réttur til þungunarrofs væri stjórnarskrár- varinn með vísan til friðhelgi einka- lífs. Í tilskipun Bidens er ekki farið í smáatriðum yfir það hvernig réttur til þungunarrofs verði verndaður, heldur er Xavier Beccerra heilbrigð- isráðherra falið að vinna skýrslu þar sem bent verði á „hugsanlegar aðgerðir“ í því skyni. Biden lýsti yfir efasemdum um að hægt yrði að tryggja rétt til þung- unarrofs nema með alríkislögum frá Bandaríkjaþingi. „En þangað til að því kemur undirrita ég þessa mikilvægu tilskipun.“ n Biden undirritar forsetatilskipun sem vernda á rétt kvenna til þungunarrofs Joe Biden undirritar tilskipunina. MYND/EPA 8 Fréttir 9. júlí 2022 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐ

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.