Fréttablaðið


Fréttablaðið - 09.07.2022, Qupperneq 12

Fréttablaðið - 09.07.2022, Qupperneq 12
Sif Sigmarsdóttir n Mín skoðun n Gunnar ÚTGÁFUFÉLAG: Torg ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Helgi Magnússon FORSTJÓRI OG ÚTGEFANDI: Jón Þórisson RITSTJÓRI: Sigmundur Ernir Rúnarsson ser@frettabladid.is, FRÉTTASTJÓRAR: Aðalheiður Ámundadóttir adalheidur@ frettabladid.is , Garðar Örn Úlfarsson gar@frettabladid.is . Fréttablaðið kemur út í 80.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 FRÉTTABLAÐIÐ Kalkofnsvegur 2, 101 Reykjavík Sími: 550 5000, ritstjorn@frettabladid.is VEFSTJÓRI: Einar Þór Sigurðsson einarthor@frettabladid.is, MARKAÐURINN: Guðmundur Gunnarsson ggunnars@frettabladid.is, HELGARBLAÐ: Björk Eiðsdóttir bjork@frettabladid.is MENNING: Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrunb@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Hörður Snævar Jónsson hoddi@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Anton Brink anton@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is Hefur heims- byggðin loksins losnað við þá báða – og hefur aldrei mátt á milli sjá hvor var meiri rugludall- ur, Boris eða Trump. Sem for- sætis- ráðherra hristi Boris ekki af sér skandal- ana heldur urðu þeir hluti af honum. Sigmundur Ernir Rúnarsson ser @frettabladid.is Stjórnmálafólk sem flækist ítrekað í hneyksl­ is mál en snýr sig alltaf út úr þeim aftur er gjarnan kennt við Teflon. Boris Johnson, frá­ farandi forsætisráðherra Bretlands, er þvert á móti tyggjóklessa. Frá árinu 2019 hefur hann hangið klístraður á gylltu veggfóðri Down­ ingstrætis (sem hann greiddi fyrir með ólög­ legu fjárframlagi stuðningsmanns flokksins) og hlaðið á sig ryki og skít. Sem forsætis­ ráðherra hristi Boris ekki af sér skandalana heldur urðu þeir hluti af honum. „Boris er Boris,“ sagði fólk, yppti öxlum og hló. Það var þó einn blettur sem breskur almenningur gat að endingu ekki litið framhjá. Fórnir fyrir fjöldann Í apríl 2020 lést hin 28 ára Mary Agyapong úr Covid­19 á spítala í Luton skömmu eftir fæðingu dóttur sinnar. Vegna þeirra ströngu sóttvarnareglna sem ríktu í Bretlandi mátti eiginmaður hennar, Ernest Boateng, ekki koma á spítalann til að kveðja. Ernest sýndi reglunum fyllsta skilning. Hann sá eiginkonu sína aldrei aftur eftir að sjúkraflutningafólk bar hana út af heimili þeirra og færði inn í sjúkrabíl. Rúmur mánuður er liðinn frá því að skýrsla var birt um umfangsmikið samkvæmis­ hald í breska forsætisráðuneytinu á tímum Covid­samkomutakmarkana. Á sama tíma og fólki var meinað að kveðja ástvini sem lágu banaleguna héldu embættismenn, starfsfólk og forsætisráðherra veislur sem stóðu langt fram eftir nóttu og fluttu áfengi í gleðskapinn í ferðatöskum. Við upphaf kórónaveirufaraldursins drógu bresk stjórnvöld á langinn að setja sóttvarna­ reglur. Segir sagan að þar hafi leikið hlutverk ráðgjöf frá teymi atferlishagfræðinga á vegum stjórnvalda sem spáðu því að almenningur hefði ekki úthald í langvarandi sóttvarna­ aðgerðir og því væri best að fresta sem lengst álagningu hafta. Ályktunin reyndist hins vegar röng. Í faraldrinum færði almenningur fús fórnir og sætti sig við fordæmalausar kvaðir til lengri tíma svo að hámarka mætti velferð fjöldans. Veröldin stendur á ný frammi fyrir þrengingum. Verðbólga og almenn lífskjara­ skerðing blasir víða við. Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Sam­ taka atvinnulífsins, sagði í nýlegu viðtali á Hringbraut að ekki þýddi að fara í miklar launahækkanir þegar verðbólga riði röftum. Verkefni vinnumarkaðarins væri að „stíga eitt skref aftur á bak til þess að geta tekið tvö eða þrjú skref fram á við.“ Sú krafa er nú uppi að almennir launþegar taki umrætt „skref aftur á bak“. Biðji starfs­ stétt um kjarabót er óskin túlkuð sem vilja­ leysi þess hóps til að leggja sitt af mörkum til heilla samfélaginu. Í kórónaveirufaraldrinum varð Boris Johnson gjarnan að orði að „við stæðum öll í þessu saman“. Almenningur trúði því. Þótt fjöldi hneyksla hefði loðað við Boris alla for­ sætisráðherratíð hans höfðu þau engin áhrif á stöðu hans. En daginn sem ljóst varð að þær miklu fórnir sem einstaklingar um land allt höfðu fært á tímum Covid voru ekki ástund­ aðar á æðstu stöðum missti Boris umboð sitt. Viðbrögð við kórónaveirufaraldrinum sýna að ekki er ástæða til að vanmeta vilja almenn­ ings til að leggjast á eitt og fórna tímabundn­ um hagsmunum fyrir langtímamarkmið. Skyndilegur embættismissir Boris Johnson kennir okkur hins vegar að árangur næst ekki nema „við stöndum öll í þessu saman“. Samstöðu um hófsemd í launakröfum verður ekki náð á sama tíma og fréttir berast af því að mánaðarlaun ráðherra hafi hækkað um 874 þúsund á fimm árum, mánaðarlaun þingmanna hafi hækkað um 80 prósent frá 2016, laun íslenskra sveitarstjóra nálgist laun borgarstjóra Lundúna og matvöruverslanir hækki verð á vörum um leið og eigendur þeirra greiða sér út margra milljarða króna arð. Spyrjið bara Boris. n Spyrjið bara Boris Trúðurinn hefur þagnað. Brosið hefur bjagast og maskinn er fallinn í gólfið. Og jafnvel þótt slökkt hafi verið á ljósarammanum í kringum spegilinn ætlar hann að sitja sem fastast, helst fram á haust. Alveg er þetta dæmigert fyrir Boris Johnson. Hann segir af sér en situr áfram – og skipar samherjum sínum úr Íhaldsflokknum fyrir verkum eins og ekkert hafi í skorist. Það sé beinlínis hlutverk fráfarandi forsætisráðherra að halda kúrs og sjá til þess að aðrir taki ekki í stýrið fyrr en eftirmaðurinn finnist. Með löngu tímabærri brottför Boris Johnson hefur heimsbyggðin loksins losnað við þá báða – og hefur aldrei mátt á milli sjá hvor var meiri rugludallur, Boris eða Trump. Sá síðarnefndi var vísast hættulegri – og er það á vissan hátt enn, enda hefur sá fyrrnefndi fyrst og fremst verið aðhlátursefni á valdatíð sinni í Downingstræti frá 2019. En öllu gamni fylgir alvara. Og hún er sú í þessu tilviki að til valda hafi komist í þrosk­ uðu lýðræðisríki siðblindur lygalaupur sem gerir sér það að leik að óvirða staðreyndir. Allt það pólitíska raus náði hámarki þegar hver vitleysan af annarri rann upp úr honum um mikilvægi þess að Bretar gengju úr Evr­ ópusambandinu, en slíkur yrði gróði Breta eftir sambandsslitin að líklega myndi gamla heimsveldið ná aftur sínum fyrri styrk. Eftir útgönguna hefur það jafnvel verið sérstakt rannsóknarefni á meðal stjórnmála­ fræðinga í Bretlandi að telja alla þá staðlausu stafi sem hann fór með á þeim tíma þegar gamla fólkið í landinu kokgleypti skrök­ sögurnar. Og fræðingarnir eru enn að telja, nú þegar meira en þrjú ár eru liðin frá því aðskilnaðurinn varð að veruleika og einangr­ unarstefnan byrjaði að brjóta niður undir­ stöður breska konungsveldisins. Boris Johnson laug sig til valda og allt til enda í forsætisráðherratíð sinni þegar hann kvaðst ekki hafa haft hugmynd um ásakanir á hendur Chris Pincher um kynferðislega áreitni, en Johnson taldi hann rétta manninn í varaformennsku þingflokks Íhaldsflokksins en var auðvitað gerður afturreka með það. Það er athyglisvert að bera saman æðsta ráðamanninn í Bretlandi og Þýskalandi nú um stundir. Fráfarandi forsætisráðherra Breta er uppivöðslusamur ósannindamaður sem hefur einskis svífst í lýðskruminu. Nýkjörinn kanslari Þýskalands er tilþrifalítill og sviplaus maður sem hefur einkar skýra og skiljanlega stefnu til hagsbóta fyrir almenning. Hvort er betra? n Þögn trúðsins FYLKIR - ÞÓR LAUGARDAG KL. 16.00 Í BEINNI Á HRINGBRAUT SKOÐUN FRÉTTABLAÐIÐ 9. júlí 2022 LAUGARDAGUR
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.