Fréttablaðið - 09.07.2022, Page 16
Það er
viss
pressa á
þeim að
komast
áfram úr
riðl-
inum.
Imka
Courtois
Þetta fer að nálgast 130
leiki, það er eins gott
að maður geti miðlað
einhverju til yngri
kynslóðanna.
Hallbera Guðný Gísladóttir
Tessa Wullaert,
fyrirliði belgíska
landsliðsins, var
á síðasta ári eini
atvinnumaður-
inn í belgísku
kvennadeild-
inni.
FRÉTTABLAÐIÐ/
GETTY
Íslenska kvennalandsliðið
mætir Belgum í fyrsta leik
á Evrópumóti kvenna um
helgina. Leikmennirnir segja
að stemningin sem myndað-
ist á opnunarleiknum hafi
aukið spennuna fyrir fyrsta
leik og segir Hallbera Guðný
Gísladóttir að það sé ekkert
launungarmál að þær ætli
upp úr riðlinum.
kristinnpall@frettabladid.is
EM 2022 Hallbera Guðný Gísladóttir,
bakvörður íslenska kvennalands-
liðsins, sem er á sínu þriðja stórmóti
með íslenska kvennalandsliðinu,
segir það ekkert launungarmál að
íslenska liðið ætli sér upp úr riðl-
inum. Ísland mætir Belgum í fyrsta
leik Stelpnanna okkar í Manchester
á morgun í leik sem er líklegur til að
leggja línurnar fyrir íslenska liðið
það sem eftir lifir riðlakeppninnar.
Þetta verður fjórða viðureign lið-
anna, sex árum frá síðustu viður-
eign liðanna. Til þessa hafa liðin
unnið sitt hvorn leikinn og einum
leik lokið með jafntefli og marka-
talan 2-2.
„Við erum að sjálfsögðu með
markmið um að komast upp úr
riðlinum. Við höfum ekkert verið
feimnar við það að segja það að
markmiðið er að fara lengra en riðla-
keppnina. Mér finnst við vera með
góða blöndu og ef allt gengur upp
ætti hvað sem er að geta gerst í þessu
móti þótt við vitum að þetta verði
erfiðir andstæðingar,“ sagði Hallbera
þegar Fréttablaðið ræddi við hana á
hóteli landsliðsins í gær.
„Ég held að þetta verði mjög jafnir
leikir gegn Belgum og Ítölum. Þetta
verða sennilega bara eins og úrslita-
leikir. Við vitum að þetta verður
erfitt, en á sama tíma vitum við að
við erum með lið til að taka einhver
stig úr þessum leikjum.“
Belgar eru að fara á sitt annað
stórmót og er að finna fjölmarga
reynslumikla leikmenn innan raða
liðsins.
„Ég held að það sé gott að byrja
gegn Belgum og Ítölum. Ég man
reyndar ekki eftir að hafa spilað við
Belga áður en þetta verður áhuga-
verð viðureign og við komum vel
gíraðar inn í mótið. Maður er meira
farinn að meðtaka það að þetta sé
handan hornsins og tilfinningin
er frábær. Þegar ég hugsa út í að
þetta byrji um helgina kemur bara
fiðringur í magann,“ segir Hallbera
glaðbeitt og heldur áfram:
Kominn fiðringur að byrja þetta mót
Hallbera Guðný
og Berglind
Björg voru léttar
í lund þegar
þær ræddu við
fjölmiðla í gær.
FRÉTTABLAÐIÐ/
ERNIR
Aðalbygging hótelsins sem Stelpurnar okkar dvelja á er frá sautjándu öld.
„Við fylgdumst með opnunarleik
mótsins á Old Trafford og fundum
það strax að það var komin mikil
spenna að spila fyrsta leikinn
okkar.“
Hún segir að það sé ekkert gefið
eftir á æfingunum enda samkeppn-
in mikil.
„Það hefur komið meiri áhersla á
taktískari hluti undanfarna daga,
það er helsti munurinn svona á
milli æfinga. Keppnisskapið er svo
sannarlega til staðar og ákefð á
æfingunum, það breytist ekki. Svo
fáum við góða kynningu á Belg-
unum frá leikgreinendunum,“ sagði
Hallbera, aðspurð hvort að ákefðin
væri farin upp um eitt stig síðustu
daga og hvort að hún væri búin að
kynna sér belgíska liðið vel.
Hallbera er í nýju hlutverki á
mótinu sem einn af reynslumestu
og elstu leikmönnum liðsins en
hún segist telja sig vera að miðla af
reynslunni til yngri leikmannanna.
„Það tók mig vissulega smá tíma
að þroskast en ég er er orðin alvar-
legri einstaklingur núna þótt það
sé alltaf stutt í glensið. Þetta fer að
nálgast 130 leiki, það er eins gott
að maður geti miðlað einhverju til
yngri kynslóðanna,“ segir Hallbera
glettin og heldur áfram:
„Ég held að það sé gott fyrir
hópinn að hafa nokkra leikmenn
sem hafa gert þetta áður, en á sama
tíma eru þessir yngri leikmenn
orðnir svo miklar stórstjörnur. Það
er ekkert í líkingu við það sem við
fengum að kynnast á sínum tíma.
Þær eru vanari áreitinu að ein-
hverju leyti.“
Berglind Björg Þorvaldsdóttir,
framherji íslenska liðsins, var hóg-
vær þegar hún var spurð hvort hún
væri ákveðin í að sanna sig sem
fyrsti kostur í framlínu íslenska
liðsins á Evrópumótinu.
„Við erum allar ákveðnar að gera
okkur besta, og maður finnur að
spennan er að magnast. Það er að
koma meiri snerpa í æfingarnar,“
segir Berglind Björg.
„Maður fann það fyrir æfingu
dagsins (föstudag) að það var því-
lík spenna og stemning í hópnum
í aðdraganda æfingarinnar. Við
fylgdumst með opnunarleiknum á
Old Trafford og maður fann hvern-
ig fiðringurinn varð meiri að hefja
þetta.“ n
16 Íþróttir 9. júlí 2022 LAUGARDAGURÍÞRÓTTIR FRÉTTABLAÐIÐ 9. júlí 2022 LAUGARDAGUR
kristinnpall@frettabladid.is
FÓTBOLTI Imke Courtois, sem lék
á sínum tíma 21 landsleik fyrir
Belga og er í hlutverki sérfræðings
hjá belgíska sjónvarpinu á Evrópu-
móti kvenna í sumar, segir að það sé
viss pressa á belgíska landsliðinu í
aðdraganda Evrópumótsins. Þetta
er í annað skiptið sem Belgar eru
meðal þátttökuþjóða á Evrópumót-
inu en síðast duttu þær út í riðla-
keppninni eftir hreinan úrslitaleik
við verðandi Evrópumeistara Hol-
lands um sæti í útsláttarkeppninni.
„Það er viss pressa á þeim að kom-
ast áfram. Markmið liðsins er að
komast að minnsta kosti í átta liða
úrslitin. Þessi fyrsti leikur skiptir
öllu máli. Frakkland er sterkasta
lið riðilsins en við vitum að það
eru góðar líkur á sigri gegn Íslandi
ef við eigum góðan leik, rétt eins og
gegn Ítölum,“ segir Imke þegar hún
er spurð út í væntingarnar sem eru
gerðar til Belganna.
Segir pressu á belgíska landsliðinu að komast áfram
Imke var sjálf hluti af liði Belga á
síðasta Evrópumóti en hún hrósaði
fjölbreytileikanum í íslenska liðinu.
„Það sem ég hef séð hef ég heillast
af blöndu liðsins, sérstaklega á mið-
svæðinu þar sem kantmennirnir
eru mjög hættulegir. Þú ert með
unga og efnilega leikmenn í bland
við reynsluboltana,“ segir Imke og
tekur undir að það séu þrjú sterk lið
sem séu líklegast að fara að berjast
um annað sæti riðilsins.
„Ég veit fyrir víst að þjálfari belg-
íska liðsins var ósáttur að fá íslenska
liðið úr fjórða styrkleikaflokki, því
við vissum að Ísland væri með sterk-
asta liðið í fjórða styrkleikaflokki.
Imke átti ekki von á neinu óvæntu
í uppleggi belgíska liðsins á morgun,
sem er með lægsta meðalaldurinn í
riðli Íslands.
„Nei, ég á í raun ekki von á neinu
óvæntu. Belgíska liðið er sterkt í
skyndisóknum og liðið er gott að
nýta sér bæði hraða leikmenn og
hávaxna í fremstu víglínu.“ n