Fréttablaðið - 09.07.2022, Side 18

Fréttablaðið - 09.07.2022, Side 18
kristinnhaukur@frettabladid.is Allir fara í sumarfrí en ekki allir nenna að fara í Landmanna- laugar eða sleikja sólina á Tenerife eins og hinir. Sumir vilja einfaldlega eyða, eða réttara sagt verja, frítímanum sínum uppi í sófa og gera það sem þeim finnst skemmtilegast. Og það er ekkert að því. Fréttablaðið fékk nokkra menningarneytendur til að mæla með góðu efni fyrir nördana að háma í sig í fríinu. Sumarfrí nördsins Lóa Hjálmtýsdóttir Bækur/Comix 1. Afternoon at McBur- gers eftir Ana Galvañ. Skrýtin og falleg bók. Ég upp- götvaði hana í hillubilinu mínu í Nexus. Það eru tvær hillustæður sem ég sæki hve mest í þegar ég er ekki að kaupa Pokémonspjöld fyrir son minn. 2. City of Belgium eftir Brett Evens. Draumkennd bók um djammið og líklega tilvalin til að lesa um sumarnótt á meðan öskrandi og fáklætt fólk skakar sér á skemmtistöðum. 3. Good Night Hem eftir Jason. Ljóðræn bók með þremur sögum sem fjallar lauslega um Hemingway. Ég er mikill Jason- aðdáandi svo ég mun aldrei hallmæla bókunum hans. Ætli það sé ekki best að lesa hana á meðan besti vinur þinn pantar sér miða á Þjóðhátíð í Eyjum. n Eva Margrét Guðnadóttir Tölvuleikir 1. Pummel Party er frá- bær leikur til þess að spila með vinum sínum. Leikurinn er í raun borðspil þar sem spilaðir eru „míní“ leikir og þú getur skemmt fyrir mótspilurunum þínum í leiðinni. 2. God of War er klassískur leikur sem ég get gleymt mér í tímunum saman. Geggjaður leikur í alla staði, grafík, tónlist og söguþráðurinn. Mæli með þessum ef þú vilt dunda þér ein/n fyrir framan tölvuna. 3. Golf with Friends Snilldar leikur þegar maður kemst ekki á alvöru golfvöll út af skítaveðri. Reynir reyndar á þolinmæðina stundum, sérstaklega þegar þú spilar á móti vinum þínum. n Kristinn Haukur Guðnason Borðspil 1. Ark Nova Langheit asta „Euro-spilið“ í dag sem rokið hefur út eins og heitar lummur. Fjallar um að búa til besta dýra- garðinn og styðja við verkefni til að varðveita dýrategundir. 2. Kemet Nýklassískt stríðsspil um egypska guði sem kom út í nýrri útgáfu á síðasta ári. Ólíkt flest- um öðrum tekur það stuttan tíma því að leikmönnum er verðlaunað fyrir að ráðast strax hver á annan. 3. The Crew: Mission Deep Sea Stutt og fjölbreytt kortaspil sem minnir á félagsvist nema allir eru saman í liði og mega ekki tala um spilin sín. Fram- hald af The Crew: The Quest For Planet Nine og betra spil. n Kamilla Einarsdóttir Sjónvarpsþættir 1. Love and Anarchy Eru sænskir þættir á Net- flix. Ótrúlega vel skrifaðir og leiknir þættir sem gera meðal annars mjög mikið grín að bókaútgáfubransanum. Það eru komnar tvær seríur og ég get ekki beðið eftir þeirri þriðju. 2. Allt með Louis Theroux Nýjasta serían heitir: Forbidden America. Þetta er þriggja þátta sería sem fjallar um alt-right hreyfinguna, rapp og klám. Gott að hámhorfa á þessa þætti en kannski horfa svo bara á eitt- hvert grín eftir á. 3. Venjulegt fólk Ég horfði á heila seríu í flugi um daginn og ég hló svo mikið að ég vakti greyið manninn sem var að reyna að sofa við hliðina á mér. Með því besta sem gert hefur verið í íslensku sjónvarpi. n Ágúst Magnússon Bíómyndir 1. Road House Patrick Swayze sýnir stórleik sem James Dalton, goð- sagnakennd- ur útkastari með doktorsgráðu í heimspeki. Með flaksandi möllet, Marlboro Reds og daóísk spakmæli að vopni berst Dalton gegn fúl- mennum og fávisku. Mynd sem vekur mann til umhugsunar um tilgang lífsins. 2. Miami Vice Colin Farrell setur hér Evrópumet í að vera sjúsk- aður, suðrænn og seiðandi sem hinn goðsagnakenndi Sonny Crock ett. Með skítugt yfirskegg á vör og hrímaðan mojito í hönd býður Farrell, ásamt félaga sín- um Jamie Foxx, upp á djúpstæða íhugun um eðli vináttunnar og hina örfínu línu sem skilur að hið góða og illa í hjörtum okkar allra. 3. Stone Cold Brian „The Boz“ Bos- worth, sem hafði gert garðinn frægan með Seattle Seahawks í amerísku NFL-deildinni, sýnir hér fram á bæði leik- og hár- sigur sem leynilögreglumaður sem fer huldu höfði innan raða hvítra þjóðernissinna. Karakter- leikararnir Lance Henriksen og William Forsythe, sem leika foringja glæpasamtakanna, kafa svo djúpt ofan í eðli illskunnar að annað eins hefur ekki sést síðan John Milton skrifaði Paradísar- missi. n Baldur Ragnarsson Hlaðvörp 1. Í ljósi sögunnar Ef svo ólík- lega vill til að einhver þarna úti þekki það ekki þá er það allt sem þú þarft í sumar. Vera Illuga segir okkur sögur úr fortíðinni á einstak- lega sjarmerandi máta og þess má geta að þetta hlaðvarp er ástæðan fyrir því að ég fór að búa til hlaðvörp. Þetta er enn þá best. 2. Behind the bastards Robert Evans fær til sín gesti og segir þeim frá hörmulegasta fólki mannkynssögunnar. Það gefur ferðalagi aukið vægi að vita hversu heppinn maður er að vera ekki með Stalín í tjaldi. 3. Dungeons and daddies Fjórir vinir spila hlutverkaspil án þess að hengja sig um of í reglurnar. Fjórir pabbar á leið með syni sína á fótboltamót keyra óvænt í gegnum töfrahlið og enda í Forgotten Realms. Löng og drepfyndin ferðasaga sem er jafnt fyrir aðdáendur hlutverka- spila og ekki. n MEIRA Á FRETTABLADID.IS Litlu hönnunarbúðinni Ef þig vantar f lotta gjöf eða langar einfaldlega að kaupa eitthvað fal- legt handa þér sjálfri eða sjálfum er tilvalið að kíkja í Litlu hönnunar- búðina í Hafnarfirði. Búðin stendur við Thorsplan og er ein af mörgum stórskemmtilegum litlum versl- unum sem finnast á Strandgötunni í miðbæ Hafnarfjarðar. Þar má meðal annars finna fallegt skart, svo sem hinar vinsælu vörur frá Úlf. Einnig plaköt og myndir á veggi, fatnað, náttúruvörur og sælkeravörur af ýmsum toga. Íslensk list er í for- grunni og þjónustan er afbragð. n Við mælum með Velferð- arkerfið var ekki nógu burðugt til að grípa þessar konur. Kerfið okkar „Ráðskona óskast, má hafa með sér barn.“ Svona hófust ótal aug- lýsingar í dagblöðum síð- ustu aldar. Í helgarblaðinu í dag er rætt við Dalrúnu Kaldakvísl Eygerðardótt- ur, doktor í sagnfræði, sem rannsakaði og ræddi við þær konur sem svöruðu auglýsingunum og héldu í sveitina til að vinna, nán- ast launalaust. Í rannsók n hennar kom fram að þriðjungur kvennanna hafði orðið fyrir of beldi í vistinni. Fjórð- ungur fyrir kynferðisofbeldi. Sjálfur er ég ekki mennt- aður af raunvísinda- eða verkfræðideild en ég sé samt strax að þetta eru verri líkur en í rússneskri rúllettu. Konur fóru algerlega varnarlausar inn á bæi þar sem þær þekktu ekki til, yfirleitt ungar konur af mölinni. En hver var ástæðan fyrir því að ungar konur, kannski með tvö lítil börn, sáu þann kost vænstan að halda í ókunnuga sveit og starfa þar án launa, eftirlits eða rétt- inda undir þessari miklu áhættu? Hún var sú að það var ekkert annað í boði, nema þá knésetjandi brauðstrit og óöryggi í bænum. Ótryggt húsnæði og dýr barnapössun. Velferðarkerfið var ekki nógu burðugt til að grípa þessar konur. Eitt helsta verkefni fjölmiðla er að benda á brotalamir velferðarkerfisins. Að finna hvar ríki eða sveitarfélög eru ekki að standa sig gagnvart okkar minnstu bræðrum og systrum því f lest deilum við þeirri hugsun að allir eigi rétt á mannsæmandi lífi, þessi fáu ár sem við fáum að trítla á þessari jörð. Flest. Til eru þau sem deila ekki hugmyndinni um breitt og burðugt velferðarkerfi. Telja að það sé ekki hlutverk hins opinbera, annarra skattgreiðenda, að styrkja þá sem þurfa á félagslegu húsnæði að halda, greiðslum úr bótakerfinu, niðurgreiðslu dagvistunar eða heilbrigðis- þjónustu. Dást að og mæra hið ameríska kerfi, þrátt fyrir að Bandaríkin séu eftirbátar annarra Vesturlanda í meðalævilengd og á flestum öðrum lífsgæðaskölum. Síðan eru þau sem telja velferðarkerfið vera sjálf- sagðan hlut. Til dæmis ungt fólk sem þekkir ekki annað. Óhugsandi sé að þau réttindi sem við höfum í dag geti verið tekin af okkur. En rétt eins og réttur bandarískra kvenna til þung- unarrofs var hrifsaður af þeim með einu pennastriki getur það gerst með öll önnur réttindi það líka. Ef við pössum ekki upp á réttindin og berjumst fyrir velferðar- kerfinu okkar eins og foreldrar okkar, afar og ömmur gerðu, þá mun sannarlega molna undan því. n Heill og hagur þjóðar- innar skipti hann engu máli. Ólafur Arnarson KRISTINNHAUKUR@FRETTABLADID.IS Loksins kom að því að einhver furðulegasti og ómerkilegasti stjórnmálamaður Vesturlanda hrökklaðist frá völdum. Lýðskrumarinn Boris Johnson, sem lofaði þjóð sinni gulli og græn- um skógum ef hún bara segði sig úr lögum við samfélag evrópskra lýð- ræðissinna, hefur setið lengur á stóli forsætisráðherra Bretlands en efni stóðu til. Boris trúði ekki sjálfur bullinu sem hann matreiddi ofan í breska kjósendur fyrir Brexit-kosninguna. Það hentaði honum bara að Brexit yrði ofan á vegna þess að þá taldi hann leið sína í forsætisráðherrastól og heimilisfesti í Downingstræti 10 greiða. Heill og hagur þjóðarinnar skipti hann engu máli. Boris er dæmigerður flautaþyrill sem í engu er á treystandi. Þessu hafa breskir kjósendur kynnst illþyrmilega. Sama má segja um nánustu samstarfsmenn hans. Raunar má það furðu sæta hversu lengi helstu forystumenn breska Íhaldsflokksins stóðu við bakið á svikulum, lygnum og óhæfum for- sætisráðherra. Vonandi bera Bretar gæfu til að vinda ofan af ruglinu sem stjórnar- tíð Boris Johnson hefur borið með sér. Dæmin sýna að vegna Brexit hefur verið skortur á eldsneyti og matvöru víða um Bretland. Almenningur sýpur seyðið af því að hafa kosið yfir sig trúð. Brexit, sem átti að vera hetjudáð Boris, verður best lýst sem ofur- klúðri fyrir þjóðina. Einhvern veginn fyrirgáfu Bretar Brexit-klúðrið, í öllu falli enn sem komið er, en þeir láta ekki bjóða sér forsætisráðherra sem segir eitt og gerir annað, leiðtoga sem ætl- ast til að almenningur færi fórnir en lætur sjálfur ekkert á móti sér, heldur drykkjuveislur fyrir vini og samstarfsmenn á sama tíma og almenningur er lokaður inni í sam- Töfrarnir horfnir og eftir stendur trúðurinn Boris Johnson komuhöftum vegna heimsfaraldurs. Einhverjir hafa litið á Boris sem pólitískan töframann. Nú hafa töfr- arnir brugðist honum. Eftir stendur hryggðarmynd trúðsins sem hefur verið afhjúpaður sem lygari, hroka- gikkur, ósvífinn og eigingjarn. Á Íslandi á hann þó alla vega einn aðdáanda, leiðarahöfund Morgun- blaðsins, sem mærði trúðinn svo mjög í leiðara á fimmtudaginn að jafnvel hörðustu aðdáendum beggja í lesendahópi blaðsins hlýtur að hafa svelgst á morgunkaffinu. Bretar sjálfir vita að farið hefur fé betra en Boris Johnson. Þeir gráta ekki trúðinn. n 18 Helgin 9. júlí 2022 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐHELGIN FRÉTTABLAÐIÐ 9. júlí 2022 LAUGARDAGUR

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.