Fréttablaðið


Fréttablaðið - 09.07.2022, Qupperneq 20

Fréttablaðið - 09.07.2022, Qupperneq 20
Már Gunnarsson hefur ákveðið að leggja sund- ferilinn á hilluna, aðeins 22 ára gamall, og einbeita sér að tónlistinni. Hann segir ákvörðunina ekki hafa verið auðvelda. Við hit t u m Má á heimili sínu í gamla bænum í Kef lavík. Már er miðjubarn Gunnars Más Más- sonar, fyrrverandi flugmanns, og listakonunnar Línu Rutar Wilberg. Hann á tvær eldri systur og einn yngri bróður. Hann ólst upp bæði hér á landi, í Kaup- mannahöfn og Lúxemborg. Már segist hafa verið þægilegur krakki hvað varðar skap og hegðun en var ákaf lega orkumikill og þá orku þurfti að losa. „Ef ég sá tré eða ljósastaur reyndi ég að klifra upp hann. Ég hjólaði á allt sem fyrir var, bílhurðir og annað. Ég var sífellt að lenda í slysum,“ segir Már og brosir. „Eitt sinn hljóp ég á tré og fram- tönnin stóð eftir í því.“ Það hafi hins vegar komið honum til góða seinna meir sem íþrótta- manni að vera svona ör, í ljósi þess að hafa ekki orðið fyrir varanlegum meiðslum. Vildi verða flugmaður Már fæddist með sjúkdóm í augn- botnum sem kallast LCA (Leber congenital amaurosis). Hann var þá með á bilinu átta til níu prósenta sjón. Til samanburðar fæðist f lest fólk með á bilinu 94 til 98 prósenta sjón en lögblindumörkin eru 10 pró- sent. „Ég væri alveg til í þessi níu pró- sent í dag því ég er kominn niður í hálfa prósentu. Munurinn á þessu er gríðarlegur,“ segir Már. Sjóninni hrakaði hratt á leik- skólaaldri niður í þrjú prósent og hefur dalað eftir það. „Ég man eftir að hafa séð betur og finn muninn. Vitaskuld hafði þetta áhrif á mig sem barn en ég er svo heppinn að búa að bjartsýnu hugarfari og vera ávallt lausnamið- aður,“ segir Már. „Mér leið vel sem barn. Ég vissi að ég væri blindur og fólkið í kringum mig talaði um það en ég hafði ekki öðlast skilning á hvað þetta þýddi fyrir mig og mína framtíð. Ég þekkti ekki annað og leið ekki illa. En það tók svolítinn tíma fyrir mig að átta mig á þessu.“ Eins og margir ungir drengir vildi Már feta í fótspor föður síns. „Ég hef alltaf verið mikill áhugamaður um flug og þegar ég var lítill ætlaði ég að verða flugmaður. Pabbi fór með mig í vinnuna og ég spurði endalausra spurninga og þuklaði á öllu sem ég gat gripið í,“ segir Már. „Ég átti líka stóra f lugvélabók sem ég skoðaði með sterku stækkunargleri og þegar ég var að hjóla ímyndaði ég mér að ég væri að stýra flugvél.“ En sökum blindunnar gat f lug- mannsstarfið ekki orðið að veru- leika. Már man ljóslifandi eftir því þegar hann áttaði sig á þeirri stað- reynd. „Einn daginn þegar ég var að hjóla stoppaði ég allt í einu og það datt inn í kollinn á mér að ég yrði ekki flugmaður,“ segir hann. „Í smá tíma varð ég leiður yfir þessu. En svo kom strax næsta hugsun, sem var að ég gæti gert eitthvað annað tengt f lugi. Afi er starfsmanna- stjóri Icelandair, ég get gert það eða unnið annað flott starf tengt flugi. Seinna fór sundið og tónlistin að taka meiri tíma og ég að leiðast inn á þær brautir.“ Sleginn af kennara Þegar Már hafði nýhafið grunn- skólagöngu sína ákvað fjölskyldan að flytja til Lúxemborgar. Ástæðan var sú að þjónustan fyrir blind börn var afar bágborin í íslenskum skólum. „Ég þurfti stuðning til að læra að standa á eigin fótum og verða sjálfstæður. Ekki að einhver héldi í höndina á mér og leiddi mig í gegnum allt,“ segir Már. Að flytja til nýs lands og tala ekki tungumálið reyndist áskorun fyrir sjö ára blindan dreng. En honum tókst að læra bæði lúxemborgsku og þýsku á aðeins einu ári. Hann var í litlum skóla sem hentaði honum afar vel. Þar lærði hann blindraletur, að nota tölvur og hvíta stafinn sam- fara öðru námi. En skólinn var ekki sérstakur blindraskóli. Már er enn þá í sambandi við kennarann sinn, Monique, sem hann kallar ömmu sína. Hann gat alltaf leitað til hennar og heimsótt, jafnvel um helgar eða í fríum. Róðurinn þyngdist hins vegar í þriðja bekk þegar franskan átti að bætast við. Þá var Már einnig að skipta um skóla, fór í mun stærri skóla staðsettan í sveitinni. Þar leið honum mun verr. „Heilinn sagði stopp. Ekki meira í bili,“ segir Már, sem var með góðar einkunnir í öllum öðrum fögum. En hann náði ekki viðmiðum í frönsku og var því látinn vera til hálfs í fjórða og þriðja bekk árið eftir. Hann var hringlandi milli kennslustofa og átti erfitt með að fóta sig félagslega. „Í bekknum var litið á mig sem bæði blinda gaurinn og útlending- inn,“ segir Már. „Ég átti enga vini og að vera settur í tvo bekki hjálpaði ekki til við að eignast þá. Mér leið mjög illa og vildi ekki fara í skól- ann, varð stundum flökurt við til- hugsunina.“ Skólanum var, eins og mörgum skólum Evrópu, stýrt með járnaga. Ekki langt var síðan lög voru sett sem bönnuðu kennurum að slá nemendur. „Ef það kom upp einhver ágrein- ingur varð alltaf ein hlið ofan á, og það var aldrei mín hlið,“ segir Már. „Í Lúxemborg kom það meira að segja fyrir að ég var sleginn af kennara.“ Fer allt með Max Árið 2012 f lutti fjölskyldan aftur heim til Íslands og þá til Njarðvíkur. Már gekk í Njarðvíkurskóla og lífið gjörbreyttist til hins betra. Þá hafði þjónustan við blinda stórbatnað á Íslandi, svo sem með opnun Sjón- stöðvarinnar, þó hún væri ekki á sama staðli og í Lúxemborg. Már hefur talað fyrir ýmsum rétt- lætismálum blindra, svo sem gegn löngum biðlistum eftir leiðsögu- hundum sem Blindrafélagið safnar fyrir. Hver hundur kostar yfir fjórar milljónir króna. Már fékk sinn hund í september síðastliðnum, labrador- hundinn Max. „Hann hjálpar mér með svo marga litla hluti á hverjum einasta degi. Margt sem gat verið vesen áður er það ekki í dag, svo sem að finna fljótt leiðir inn og út úr byggingum og leiðir fram hjá hindrunum,“ segir Már. Ætlar að vinna þetta fjandans Eurovision Kristinn Haukur Guðnason kristinnhaukur @frettabladid.is Már fékk leið- söguhundinn Max síðasta haust. Ekki sé allt þó fullkomið. „Þrátt fyrir að hann sé hámenntaður leið- söguhundur úr hundaskóla er hann samt sem áður hundur og það er ekki allt fullkomið, hann gerir sín mistök en við vinnum með þau. Hann lærir á hverjum degi og ég þarf að passa að halda þjálfuninni hans við. Leiðrétta þegar hann gerir mis- tök og hrósa þegar hann gerir rétt.“ Spurður um hvort samband blindra og leiðsöguhunda sé öðru- vísi en annarra hunda og hunda- eigenda segir Már að það hljóti að vera. „Leiðsöguhundurinn verður svo rosalega náinn manni. Við erum að lesa í hvor annan og eiga samskipti allan daginn með líkams- beitingunni,“ segir Már. „Hann fer með mér hvert sem ég fer. Út í búð, í strætó, í ræktina og í sund.“ Keppni við sjálfan sig Már er einn af sigursælustu sund- mönnum landsins og hefur verið meðal fremstu blindu sundmanna heims undanfarin ár. Hann á heims- met í baksundi og setti 28 sinnum Íslandsmet. Hann vann til brons- verðlauna á heimsmeistaramótinu í London árið 2019 og keppti á Ólympíuleikunum í Tókýó í fyrra- haust. Már byrjaði hins vegar ekki að æfa sund fyrr en eftir að hann f lutti aftur til Íslands á tánings- aldri. Eina íþróttin sem hann hafði stundað áður var eitt ár í kajakróðri í Lúxemborg. „Ég hef alltaf elskað að vera í sundlaugum, rennibrautinni, heita pottinum, öllu saman. Eitt sinn sá landsliðsþjálfari fatlaðra, Ingi Þór Einarsson, mig í lauginni og sagðist vilja fá mig á æfingu,“ segir Már og þá fór sá bolti að rúlla. Már æfði með Íþróttafélagi fatl- aðra í tvö ár áður en hann byrjaði í Íþróttabandalagi Reykjanesbæjar. Hann segist ekki hafa verið góður til að byrja með en hafði viljann til að reyna sífellt að bæta tímann sinn. Það finnst honum enn þá skipta mestu máli í fari hvers íþrótta- manns. „Ég hef oft sett mér takmörk um að setja heimsmet eða komast á verðlaunapall eða ná lágmarki inn á stórmót. En mér hefur alltaf þótt f lottasta markmiðið að bæta eigin tíma,“ segir Már. „Stundum sé ég sundmenn birta myndir af sér með verðlaunapeninga um hálsinn en þá fer ég og skoða tímana. Sé kannski Ég er búinn að afreka nógu mikið í sundinu til að ég get stigið sáttur frá því. 20 Helgin 9. júlí 2022 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐ
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.