Fréttablaðið - 09.07.2022, Síða 21
Áður en Már
heldur út til
Bretlands í
tónlistarnám
í haust gefur
hann út ný lög
og heldur tón-
leikaröð.
FRÉTTABLAÐIÐ/
SIGTRYGGUR ARI
að hann var að synda sekúndu
undir sínum besta tíma og finnst
þá verðlaunin bara ekkert sérstök,“
segir hann og brosir.
Már segir faraldurinn hafa haft
gríðarmikil og slæm áhrif á hann
sem og annað afreksíþróttafólk.
Einkum hvað varðar Ólympíuleik
ana, sem áttu upphaflega að fara
fram árið 2020.
„Við vissum aldrei hvort leik
unum var af lýst eða frestað, ekki
fyrr en við vorum sest upp í vélina
á leiðinni út þegar þeir voru loksins
haldnir. Ég var að æfa 12 til 20 tíma
á viku fyrir eitthvað sem ég vissi
ekki hvort yrði af. Rútína og skipu
lag er eitt af því mikilvægasta fyrir
íþróttafólk,“ segir Már.
Þá sköpuðu mismunandi reglur
milli landa í faraldrinum ójafnan
keppnisgrundvöll. „Það var ekki
auðvelt að stefna að einhverju
takmarki þegar búið er að loka
lauginni í þrjá mánuði. Sérstaklega
ekki þegar keppinautarnir í öðrum
löndum fá undanþágu til að æfa í
sundlaugum. Þetta fór alveg með
mig og ég myndi lýsa þessu ári sem
algjöru helvíti,“ segir Már.
Ástarlífið eins og
hlutabréfamarkaður
Umræða hefur verið um að erfitt sé
fyrir samkynhneigt íþróttafólk að
koma út úr skápnum, einkum í liðs
íþróttum svo sem knattspyrnu. Már
er samkynhneigður en segist aldr
ei hafa lent í neinu mótlæti vegna
þessa, hvorki í íþróttum né annars
staðar.
„Þegar ég var sextán ára átti ég
kærustu og hélt að ég væri straight.
En við föttuðum fljótlega að þetta
væri ekki að gera sig og komum
bæði út úr skápnum,“ segir Már
og hlær. Honum finnist þó frekar
gamaldags að tala um að koma út
úr skápnum.
„Mesta áskorunin fyrir mig var
að sætta mig við og skilja að þetta
væri ekki vesen og bögg fyrir aðra.
En að koma út sem gay í dag er mjög
ómerkilegt. Það er engin tilkynn
ingarskylda og svo margar kyn
hneigðir til,“ segir Már. „Þetta hefur
aldrei verið neitt mál í liðinu mínu
í Keflavík, ekkert einu sinni mikið
rætt um þetta.“
Már segir að hugsanlega spili per
sónuleikinn inn í þetta. „Ég er búinn
að búa mig undir það að ég gæti lent
í fordómum seinna. Þá treysti ég á
að ég muni hafa bein í nefinu til að
takast á við það, eða leyfa þeim for
dómafullu að vera með sín vanda
mál fyrir sig.“
Aðspurður um ástarlífið í dag
segir Már lítið að frétta á þeim víg
stöðvum. „Ástarlífið hjá mér er eins
og hlutabréfamarkaðurinn. Annað
hvort rjúka þau upp og hrynja eða
hrynja bara strax. Ég hef ekki verið
að fjárfesta í réttum hlutabréfum
hingað til,“ segir hann og brosir.
Hann segist opinn fyrir öllum
möguleikum í framtíðinni, lang
tímasamböndum og barneignum.
„Það fer eftir því með hverjum ég er
og hvar ég verð staddur í lífinu.“
Erfið ákvörðun
Ólíkt f lestum íþróttamönnum
hefur Már aldrei verið með alla
athyglina á sama stað. Tónlistin
hefur fylgt alla tíð, frá því að hann
byrjaði að æfa sjö ára í Lúxemborg
hjá rússneskum píanómeistara. Nú
ætlar hann að beina allri athyglinni
þangað.
„Ég er búinn að afreka nógu mikið
í sundinu til að ég geti stigið sáttur
frá því,“ segir Már. Sífellt erfiðara er
að halda báðum boltum, sundi og
tónlist, á lofti í keppni við þá sem
aðeins eru með einn. „Þetta var
samt mjög erfið ákvörðun að taka
og ég þurfti að hugsa málið lengi.“
Már er þegar farinn að vekja
athygli í tónlistinni, meðal ann
ars með laginu Barn eftir Ragnar
Bjarnason sem hann og Iva Marín
Adrichem sungu árið 2020 og Don’t
You Know sem hann söng með
systur sinni Ísold í Söngvakeppni
Sjónvarpsins í vetur, en þau höfn
uðu í þriðja sæti.
Um síðustu helgi fékk Már stað
festingu á að hann kæmist inn í
breskan tónlistarháskóla, Academy
of Contemporary Music í Guilford.
Þetta segir hann gamlan draum en
í náminu mun hann læra lagasmíði,
framkomu og fleira til að styrkja sig
sem tónlistarmann. Hann heldur út
strax í haust og tekur aðeins Max
með sér.
Setur sitt mark á eldri lög
Líkt og í sundinu segist Már setja
sér takmörk í tónlistinni. Námið er
einn liður í því, líka að halda tón
leika, gefa út og ekki síst semja sífellt
betri og betri lög.
Már segist líta til hins kanadíska
söngvara Michael Bublé sem helstu
fyrirmyndarinnar í tónlist. En
Már er líka gömul sál sem horfir til
eldri dægurtónlistar, ekki síst eldri
íslenskrar dægurtónlistar.
Hann vinnur nú að nýju efni sem
kemur út í sumar, sem útsett er af
honum og Þóri Úlfarssyni. Í haust
mun Már svo halda tónleikaröð
með hljómsveit og gestasöngvurum
áður en hann heldur til Bretlands.
Tónleikarnir verða í Garðabæ,
Selfossi og Reykjanesbæ og mið
arnir seldir hjá Tix. Þetta verða í
senn kveðjutónleikar Más áður en
hann heldur út og fjáröflun til að
styrkja hann til námsins, sem er
langt frá því að vera ókeypis.
Á tónleikunum verður flutt bæði
gamalt íslenskt efni í nýjum búningi
og ný lög eftir Má.
„Oft heyri ég gömul lög sem eru
afar falleg en upptakan er slæm eða
eitthvað annað sem ég tel að betur
mætti fara. Ég sé engan tilgang með
að endurgera lag nema að setja mitt
eigið touch á það,“ segir Már. Fyrsta
útgefna lagið verður Þú ert, eftir
Þórarin Guðmundsson, sem er frá
fyrri hluta síðustu aldar.
Ætlar ekki að sleppa sér
Már er gríðarlegur lestrarhestur
og er með hljóðbækur í eyrunum
hvert sem hann fer. Yfirleitt bækur
á ensku eða þýsku. Þá er hann mikill
útivistarmaður, skíðar, rær á kajak
og klífur fjöll og firnindi. Hann seg
ist líka elska ferðalög, ekki síst til að
hitta „ömmu sína“ í Lúxemborg.
Már djammar hins vegar ekki né
drekkur áfengi. Hann ætlar heldur
ekki að „sleppa sér“ þrátt fyrir að
vera hættur í sundinu og halda sér
í formi. Hann er vanur heilbrigðu
líferni og ætlar að halda því áfram.
Metnaðurinn á öðrum sviðum
leynir sér heldur ekki.
Spurður um hvar hann sjái sig
eftir tíu ár segist Már ætla að búa
hluta úr árinu á Íslandi og hluta
erlendis. „Ég ætla að verða betri
söngvari en ég er í dag og verð
búinn að halda þó nokkra tónleika
í Eldborg,“ segir hann. „Og búinn að
vinna þetta fjandans Eurovision.“ n
Ég man eftir að hafa
séð betur og finn
muninn.
Már man vel eftir deginum þegar hann áttaði sig á því að hann yrði aldrei flugmaður eins og pabbi hans.
Helgin 21LAUGARDAGUR 9. júlí 2022 FRÉTTABLAÐIÐ