Fréttablaðið - 09.07.2022, Síða 36

Fréttablaðið - 09.07.2022, Síða 36
Forstjóri Byggðastofnunar Hæfnikröfur • Háskólapróf sem nýtist í starfi. Framhaldsmenntun á háskólastigi er æskileg • Reynsla af stjórnun, stefnumótun og áætlanagerð sem nýtist í starfi • Þekking á fjármálum og lánastarfsemi • Afburða hæfni til samstarfs og samskipta • Þekking og reynsla af opinberri stjórnsýslu er kostur • Framsýni, drifkraftur, metnaður og skipulagshæfni • Hæfni til að tjá sig og eiga samskipti í ræðu og riti á íslensku og ensku Auglýst er eftir framsýnum leiðtoga til að takast á við áskoranir á sviði byggðaþróunar. Einstaklingi sem hefur brennandi áhuga á þróun og framtíð byggðamála á Íslandi, metnað til að veita framúrskarandi þjónustu og ná árangri í þágu almennings og atvinnulífs. Forstjóri Byggðastofnunar stýrir stofnuninni og ber ábyrgð á rekstri hennar, þjónustu og árangri. Hlutverk Byggðastofnunar er að efla byggð og atvinnulíf með sérstakri áherslu á jöfnun tækifæra allra landsmanna til atvinnu og búsetu. Stofnunin fjármagnar og veitir lán með það að markmiði að treysta byggð, efla atvinnu og stuðla að nýsköpun atvinnulífs á landsbyggðunum. Stofnunin annast atvinnuráðgjöf í samstarfi við atvinnuþróunarfélög, sveitarfélög og aðra haghafa og fylgist með þróun byggðar í landinu, m.a. með gagnasöfnun og rannsóknum. Byggðastofnun vinnur að stefnumótandi byggðaáætlun fyrir allt landið í samráði við innviðaráðuneytið. Byggðastofnun er staðsett á Sauðárkróki. Hjá stofnuninni starfa 25 starfsmenn í fjölbreyttum störfum. Innviðaráðuneytið Umsókn skal fylgja ferilskrá og kynningarbréf um hvers vegna sótt er um starfið og upplýsingar um árangur sem viðkomandi hefur náð í starfi og telur að nýtist í starfi forstjóra Byggðastofnunar. Ráðuneytið hvetur alla hæfa einstaklinga til að sækja um starfið, óháð kyni. Ráðherra innviðaráðuneytis skipar forstjóra Byggðastofnunar til fimm ára í senn að fenginni tillögu stjórnar Byggðastofnunar. Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Félag háskóla- menntaðra starfsmanna Stjórnarráðsins hafa gert. Nánari upplýsingar veitir Sigrún Þorleifsdóttir, mannauðsstjóri innviða- ráðuneytis, í síma 545 8200. Umsóknarfrestur er til og með 25. júlí n.k. Umsóknum skal skila rafrænt á starfatorg.is.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.