Fréttablaðið - 09.07.2022, Side 37

Fréttablaðið - 09.07.2022, Side 37
Á HÖFUÐBORGARSVÆÐINU Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu er nútímaleg og framsækin þjónustustofnun sem er til staðar fyrir alla alltaf. Megin áhersla er lögð á að starfsfólk búi yfir þekkingu og hæfni til að takast á við fjölbreytileg verkefni. Áhersla er á traust og gagnsæi í samskiptum, jafnrétti, starfsánægju og heilbrigðan starfsanda. Gildi LRH eru TRAUST, FAGMENNSKA og ÖRYGGI. Við ráðningar hjá LRH er tekið mið af jafnréttisáætlun embættisins. Rannsóknarlögreglumenn í rannsóknardeild kynferðisbrota Við embætti lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu eru lausar til umsóknar 2 stöður rannsóknarlögreglu- manna. Um er að ræða stöður með setningu með skipun í huga að 6 mánaða reynslutíma loknum. Um er að ræða dagvinnu með bakvaktarskyldu. Umsækjandi skal hafa lokið prófi frá Lögregluskóla ríkisins eða diplómaprófi í lögreglufræðum sem jafngildir a.m.k. 120 stöðluðum námseiningum, þ.m.t. starfsnámi á vegum lögreglunnar og hafa starfað sem lögreglumaður í að minnsta kosti 2 ár að prófi loknu, sbr. 3. mgr. 14. gr. reglugerðar nr. 1051/2006 um starfstig innan lögreglu. Við ráðningar hjá LRH er tekið mið af jafnréttisáætlun embættisins. Helstu verkefni og ábyrgð Í samræmi við reglugerð 1051/2006 um starfsstig innan lögreglunnar: Rannsóknir brota og markvissar afbrotavarnir í samræmi við stefnu, áherslur og markmið LRH. Tryggir fagleg gæði rannsókna og að málshraði sé í samræmi við markmið. Hlutverk rannsóknardeildar LRH er að sinna rannsóknum flókinna, viðamikilla sakamála þar sem m.a. getur þurft að leiða saman hóp sérfræðinga og afla gagna víða. Um getur verið að ræða mál sem koma til með kærum, að frumkvæði starfsmanna deildarinnar, með tilkynningum frá öðrum lögregluliðum, innlendum sem erlendum eða með öflun upplýsinga eftir formlegu kerfi. Hæfniskröfur • Menntun sem nýtist í starfi er kostur • Reynsla af rannsóknum sakamála • Geta til að vinna með stafræn rannsóknargögn • Þekking og/innsýn á samfélagsmiðlum og stafrænu umhverfi er kostur • Framúrskarandi samskiptahæfni og góð þjónustulund • Aðlögunarhæfni, jákvætt viðmót og sveigjanleiki • Skipulagshæfni, lausnamiðað viðhorf og geta til að vinna undir álagi • Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum Frekari upplýsingar um starfið Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Landssamband lögreglumanna hafa gert. Starfshlutfall er 100% Umsóknarfrestur er til og með 29.07.2022 Nánari upplýsingar veitir Eygló Huld Jónsdóttir - eyglo.huld@lrh.is - 444-1000 Ævar Pálmi Pálmason - aevar.palmason@lrh.is - 444-1000. Sérfræðingur í tölvurannsóknardeild Við embættið er laus til umsóknar ein staða sérfræðings í tölvurannsóknardeild Helstu verkefni og ábyrgð • Stjórnun tölvutengdra rannsókna á brotavettvangi • Starfrænar rannsóknir og skráningar á haldlögðum tölvum, símum og öðrum miðlum sem geta geymt rafrænar upplýsingar í samræmi við reglur • Tryggja fagleg gæði rannsókna og að málshraði sé í samræmi við markmið Hæfniskröfur • Háskólamenntun sem nýtist í starfi t.d. menntun í tölvurannsóknum (Digital forensics) eða sambærilegt • Þekking og reynsla á tölvum, símum og öðrum búnaði sem geyma gögn á ræfrænu formi • Reynsla af störfum í lögreglu og/eða áhugi á málaflokknum • Góð hæfni til að vinna með rafrænar upplýsingar og hefðbundin skjöl • Mjög góð samskiptahæfni, þjónustulund, jákvæðni og sveigjanleiki • Skipulagshæfni, nákvæmni, frumkvæði, sjálfstæði í starfi og lausnamiðuð vinnubrögð Frekari upplýsingar um starfið Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og viðkomandi stéttarfélag hafa gert. Starfshlutfall er 100% Umsóknarfrestur er til og með 18.07.2022 Nánari upplýsingar veitir Sigríður Gisela Stefánsdóttir - sigridur.g@lrh.is - 444-1000 Vignir Örn Oddgeirsson - vignir.oddgeirsson@lrh.is - 444-1000. Sérfræðingur á líftæknisviði tæknideildar Við embættið er laus til umsóknar ein staða sérfræðings á líftæknisviði Tæknideildar. Helstu verkefni og ábyrgð • Rannsóknir á lífsýnum og gögnum þeim tengdum • Umsjón með DNA rannsóknum, þ.m.t. samskipti við innlendar og erlendar rannsóknarstofur vegna greininga • Rannsóknir á brotavettvangi þar sem sönnungargagna er leitað og safnað • Þátttaka í umbótaverkefnum Tæknideildar, þróun verkferla og innleiðingu gæðastaðla • Tryggja fagleg gæði rannsókna og að málshraði sé í samræmi við markmið Hæfniskröfur • M.Sc. í réttarvísindum (forensic science) eða sambærileg menntun • Menntun og reynsla í vettvangsrannsóknum • Þekking og reynsla á gæðamálum, innleiðingu og viðhaldi gæðastaðla • Þekking og reynsla af öðrum tæknirannsóknum er kostur • Reynsla af störfum fyrir lögreglu er kostur Frekari upplýsingar um starfið Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og viðkomandi stéttarfélag hafa gert. Starfshlutfall er 100% Umsóknarfrestur er til og með 18.07.2022 Nánari upplýsingar veitir Sigríður Gisela Stefánsdóttir - sigridur.g@lrh.is - 444-1000 Vignir Örn Oddgeirsson - vignir.oddgeirsson@lrh.is - 444-1000. Aðstoðarsaksóknarar á ákærusviði Við embættið eru lausar til umsóknar tvær stöður aðstoðarsaksóknara á ákærusviði. Helstu verkefni og ábyrgð • Umsjón með rannsókn og saksókn í málum sem honum eru falin og gerð rannsóknaráætlana í samræmi við fyrirmæli ríkissaksóknara • Samhæfir sín verkefni við stefnu og markmið ákærusviðs og fylgir eftir áætlunum og ákvörðunum yfirstjórnar • Sérfræðileg greining viðfangsefna og samskipti við aðila og stofnanir í tengslum við meðferð mála og úrlausn verkefna • Almennt fyrirsvar og bein samskipti við ráðuneyti, önnur embætti, stofnanir og fjölmiðla um verkefni ákærusviðs að beiðni eða að höfðu samráði við sviðstjóra • Sækir samráðsfundi ákærusviðs, almenna fræðslufundi og námskeið í samráði við sviðsstjóra og sækir fundi með sínum teymisstjóra Hæfniskröfur • Embættis- eða meistarapróf í lögfræði • Reynsla af málflutningi sakamála fyrir héraðsdómstólum sem og fjölbreytt reynsla af meðferð sakamála • Reynsla af að meta sönnunargildi munnlegs framburðar æskileg • Reynsla af meðferð kynferðisbrota æskileg • Mjög góð samstarfsfærni, sveigjanleiki og jákvætt viðhorf • Sjálfstæði í samskiptum og vinnu, frumkvæði og skipulagshæfni • Lausnamiðuð nálgun í starfi og metnaður til að ná árangri • Góð hæfni til að miðla upplýsingum • Mjög gott vald á íslensku og ensku, talaðri og ritaðri Frekari upplýsingar um starfið Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Stéttarfélag lögfræðinga hafa gert. Starfshlutfall er 100% Umsóknarfrestur er til og með 29.07.2022 Nánari upplýsingar veitir Eygló Huld Jónsdóttir - eyglo.huld@lrh.is - 444-1000 Hulda Elsa Björgvinsdóttir - hulda.elsa@lrh.is - 444-1000. Sækja skal um stöðurnar með rafrænum hætti á vef starfatorgs, www.starfatorg.is. Umsóknir sem berast eftir að umsóknarfresti lýkur verða ekki teknar til greina. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin. Athygli er vakin á því að umsóknir munu gilda í 6 mánuði frá því að umsóknarfrestur rennur út. Með umsókn skal fylgja greinargóð ferilskrá yfir menntun og fyrri störf, staðfesting á námi og kynningarbréf þar sem umsækjandi gerir grein fyrir ástæðu umsóknarinnar og rökstyður hæfni sína í starfið. Vakin er athygli á því að engan má ráða til starfa hjá lögreglu sem hlotið hefur fangelsisdóm fyrir refsiverðan verknaðsem framinn var eftir hann varð fullra 18 ára eða sýnt af sér háttsemi sem getur rýrt það traust sem starfsmenn lögreglu verða almennt að njóta. Til þess að staðreyna þetta er lögreglu heimilt að afla upplýsinga úr sakaskrá og málaskrám lögreglu sbr. 28. gr. a. lögreglulaga nr. 90/1996.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.