Fréttablaðið - 09.07.2022, Page 62

Fréttablaðið - 09.07.2022, Page 62
Sumar hafa notað fatnaðinn í sumar- fríum og aðrar hafa notað hann í fjallgöng- una en vörurnar líta ekkert endilega út fyrir að vera sérsniðnar fyrir golf þó þær séu það nú reyndar. Rúmlega 80 félags- menn munu standa vaktina með okkur en án þeirra væri ekki hægt að halda slíkt mót. Ólafur Pálsson olafur@vf.is - Páll Ketilsson pket@vf.is Golffréttir og umfjöllun alla daga Golfa er vefverslun með golffatnað fyrir konur. Hug- myndin kviknaði síðastliðið haust en verslunin hóf göngu sína í febrúar. Katrín Garðars- dóttir er eigandi golfa.is og verslunarstjóri. kylfingur.is Katrín er ekki ókunnug verslun og þjónustu en hún hefur m.a. starfað í kvenfataverslun áður. Þá er hún ástríðukylfingur en hún hellti sér af fullum krafti í golfið fyrir 5-6 árum síðan. Raunar stundar fjölskyldan golf, alveg eins og hún leggur sig, þó sumir spili meira en aðrir en sonur Katrínar, Jóhann Frank Hall- dórsson, er í piltalandsliði Íslands, sem leikur á Evrópumóti um þessar mundir. „Þessi hugmynd kviknaði eftir golf hring síðasta haust en við hjónin vorum í golfferð og vorum að slaka á eftir hringinn þegar ég er að ræða einsleitni á markaði á Íslandi í golffatnaði fyrir konur. Mér fannst vera gat á markaðnum og í kjölfarið fór ég að hugsa og vafra um á net- inu en þá hafði ég séð eitt af þeim merkjum, sem ég er að selja á golfa. is, í verslun á erlendum golfvelli.“ Katrín ákvað að senda fyrir- spurn á framleiðanda vörunnar og fékk svar nokkuð f ljótt. Tölvu- póstar gengu á milli og þegar Katrín hafði kynnt sig og sínar hugmyndir komst hún í sam- band við dreifingaraðila og stakk sér í kjölfarið í djúpu laugina. En hvernig hefur reksturinn gengið? „Það hefur gengið virkilega vel. Ég hef frá upphafi fengið góðar við- tökur en ég opnaði vefverslunina í febrúar sl. Þegar ég opnaði hafði ég bætt við öðru merki og ekki leið á löngu þar til þriðja merkið bætt- ist við vörulínuna.“ Katrín segir að framleiðendur og dreifingaraðilar merkjanna allra hafi sýnt mikinn samstarfsvilja og haft einlægan áhuga á Íslandi og að selja vör- urnar hér á landi. Nú þegar tæpt ár er síðan Katrín hóf rekstur- inn segir hún að samskiptin séu orðin persónuleg og samstarfið sé einkar gott við framleiðendur og dreifingaraðila. „Það kom mér svo- lítið á óvart hvað allir voru spenntir fyrir því að selja hér á þessum litla markaði. Við fundum strax mikinn samhljóm. Mér fannst vanta golf- fatnað fyrir konur sem hannaður er með þeirra þarfir í huga og jafn- vel af konum. Meirihlutinn af þeim sem ég er að versla við eru að hanna og framleiða fyrir konur og á þeim forsendum að þeim fannst vanta eitthvað inn á markaðinn rétt eins og mér sjálfri fannst vanta eitt- hvað slíkt hér á Íslandi. Það er allt- af gaman þegar þetta helst svona í hendur.“ Í vefverslun golfa.is býður Katrín upp á mikla breidd í fatnaði, allt frá toppum, bolum, buxum og peysum til kjóla og pilsa, vesta og jakka. Þá hefur hún einnig til sölu fylgihluti á borð við veski og töskur, húfur og sokka, sem og leðurbelti framleidd af fjölskyldufyrirtæki í Kanada. Fatnaðurinn er einkar vandaður en merkin eru f lest amerísk og bresk þó eitthvað sé framleitt á Ítalíu. Katrín segist reyna að stilla verði í hóf sem hún frekast getur. „Ég er ekki með mikla yfirbyggingu. Versl- unin er fyrst og fremst vefverslun og ég er hvorki með leigt eða keypt hús- næði undir starfsemina, sem ætti að skila sér í lægra verði. Ég er hins vegar með f lotta og góða aðstöðu þar sem ég er með vörurnar og upp- lifunin að ganga inn í það húsnæði er svolítið eins og að ganga inn í litla golffataverslun. Þar hef ég verið að taka á móti þeim sem af einhverjum sökum treysta sér ekki til að nota vefverslunina. Ég vonast til þess að geta þegar fram líða stundir boðið upp á ákveðinn afgreiðslu- tíma í litlu versluninni fyrir þá sem þangað vilja sækja.“ Katrín segir að þau fjögur merki sem hægt er að nálgast á golfa.is séu öll frekar ólík og þá segir hún að margar konur kaupi föt á golfa.is án þess að hafa nokkurn tímann leikið golf. „Sumar hafa notað fatnaðinn í sumarfríum og aðrar hafa notað hann í fjallgönguna en vörurnar líta ekkert endilega út fyrir að vera sérsniðnar fyrir golf þótt þær séu það nú reyndar.“ Katrín segist hafa tekið á móti hópum. „Ég hef boðið til mín smærri hópum sem hafa komið og valið sér eitthvað sam- stætt fyrir einhver tilefni. Ég horfi til þess að veita góða og persónu- lega þjónustu.“ Rafrænt gjafakort golfa.is er fullkomin leið til að dekra við kylfinginn í lífi þínu – gjöf fyrir afmæli eða önnur tækifæri. Hægt er að nálgast gjafakortin í vefverslun- inni. Þú velur þá upphæð sem þér hentar. Merkin sem í boði eru á golfa. is; Tail, Golftini og Belyn Key eru merki sem leggja mikið upp úr gæðum, sniðum og efnisvali, segir Katrín. „Fatnaður frá þessum merkjum er mikið til hannaður af konum sem eru með þarfir sínar og annarra kvenna í huga. Þá bjóðum við gæðapeysur úr ítalskri merino ull frá Birdie London. Sennilega er eitt mesta úrval af golffatnaði fyrir konur að finna á golfa.is. Allar vörur eru sendar án endurgjalds á næsta pósthús eða í póstbox. Ég vil hvetja konur á öllum aldri til að kynna sér úrvalið á golfa.is og minni á að það er alltaf hægt að senda tölvu- póst og fá að koma og líta inn í litlu verslunina. Þar ættu allar konur að geta fundið eitthvað við sitt hæfi.“ n Vefverslun með þarfir kvenna í huga Katrín er með góða aðstöðu fyrir starf- semina og litla verslun sem hún vonast til að geta haft meira opna. Hér er hún í fatnaði frá Golftini. MYND/AÐSEND kylfingur.is Landslið Íslands eru á ferð og flugi um þessar mundir en Evrópumót fara fram víðs vegar í álfunni auk verkefna hjá elstu landsliðunum. Keppnisfyrirkomulag Evrópumóta er með þeim hætti að fyrstu tvo keppnisdagana er leikinn högg- leikur þar sem fimm lægstu skorin hjá hverju liði telja. Liðunum er raðað upp í riðla eftir árangri í höggleiknum þar sem átta efstu liðin leika í holukeppni í A-riðli um sjálfan Evrópumeistaratitilinn en önnur lið leika um sætin þar fyrir neðan. Karlalandslið Íslands leikur á hinum goðsagnakennda Royal St. George’s velli á Englandi en Opna mótið hefur 15 sinnum farið fram á vellinum, síðast á síðasta ári. Íslenska liðið hafnaði í 16. sæti í höggleiknum og leikur í B-riðli holu keppninna r. Ev rópu mót kvennalandsliða fer fram á Conwy vellinum í Wales. Íslenska liðið hafnaði í 15. sæti höggleiksins og keppir því einnig í B-riðli Evrópu- mótsins. Stúlknalandslið Íslands leikur á Evrópumótinu á Urriða- velli. Stúlkurnar höfnuðu í 16. sæti í höggleiknum og leika í C-riðli Evr- ópumótsins. Piltalandsliðið leikur í 2. deild Evrópumótsins, sem fram fer á Pravets vellinum í Búlgaríu. Þegar blaðið fór í prentun höfðu þeir leikið fyrri hringinn í höggleiks- keppninni og sitja í 7. sæti. n Landsliðin á ferð og flugi Stúlknalandslið Íslands 2022. Efri röð frá vinstri: Pamela Ósk Hjaltadóttir úr GM, Katrín Sól Davíðsdóttir úr GM og Berglind Erla Baldursdóttir úr GM. Neðri röð frá vinstri: Ragnhildur Kristinsdóttir liðsstjóri, Karen Lind Stefánsdóttir úr GKG, María Eir Guðjónsdóttir úr GM og Sara Kristinsdóttir úr GM. MYND/SIGURÐUR ELVAR ÞÓRÓLFSSON Mæðgurnar, Katrín og Andr- ea Rut, skarta Belyn Key og Tail á Hof Trages golfvellinum nærri Frankfurt. Katrín spókar sig á golfvell- inum í buxum frá Tail og peysu og topp frá Golftini. kylfingur.is Það er sannkölluð golfhátíð á Urr- iðavelli Golfklúbbsins Odds í vik- unni þar sem Evrópumót stúlkna- landsliða fer fram. Þetta er í fyrsta sinn sem mótið fer fram á Íslandi en EM kvenna fór fram á sama velli árið 2016. Þorvaldur Þorsteinsson, fram- kvæmdastjóri Golfklúbbins Odds, sagði í stuttu spjalli við kylfing.is nú undir kvöld að allt hafi gengið mjög vel til þessa. „Við finnum fyrir ánægju og gleði meðal viðstaddra. Það rigndi aðeins seinni partinn en það kom nú ekki að sök. Stelp- urnar eru að slá virkilega vel og ná þokkalegu skori. Þetta eru hörku- kylfingar. Þær eru ekkert síðri en þær sem voru hér á EM kvenna fyrir sex árum síðan. Það verður virkilega gaman að fylgjast með þeim áfram í vikunni og á stærri sviðum í fram- tíðinni,“ sagði Þorvaldur. Þorvaldur sagði margar hendur þurfa á dekk til að gera Evrópumót sem þetta að einstökum og eftir- minnilegum viðburði. „Það þarf margar hendur til þess að gera Evrópumót stúlknalands- liða að einstökum og eftirminni- legum viðburði. „Við leituðum til okkar frábæru félagsmanna og ósk- uðum eftir sjálf boðaliðum. Græni sjálfboðaliðaherinn okkar frá árinu 2016 svaraði kallinu með glæsibrag og voru viðbrögðin framar vonum. Rúmlega 80 félagsmenn munu standa vaktina með okkur en án þeirra væri ekki hægt að halda slíkt mót.“ n Golfhátíð á Urriðavelli EM stúlknalandsliða fer fram á Urr- iðavelli GO, einum fallegasta velli landsins. MYND/HELGA & MARINO 38 Bílar 9. júlí 2022 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐGOLF FRÉTTABLAÐIÐ 9. júlí 2022 LAUGARDAGUR

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.