Fréttablaðið - 09.07.2022, Síða 66
Hefur þig einhvern
tíma langað til að sjá
íslenskt ljóðskáld taka
selfie í París? Eða
ryksuguvélmenni sem
þrífur á sjávarbotni?
ragnarjon@frettabladid.is
Hefur þig einhvern tíma langað til
að sjá íslenskt ljóðskáld taka self
ie í París? Eða ryksuguvélmenni
sem þrífur á sjávarbotni? Eða önd
með rauðan topphatt sem stendur
í skógi? Allt þetta og meira getur þú
séð með hjálp nýrrar gervigreindar
sem ber nafnið Craiyon.
Crayion er myndrænt textafor
rit sem býr til myndir út frá þeim
texta sem settur er inn í hana. Eftir
að texti hefur verið sleginn inn ber
hún hann saman við myndir sem
gervigreindin hefur í gagnagrunni
sínum og býr til samsetningu sem
oft og tíðum kemur út eins og list
ræn túlkun á textanum.
Til dæmis í meðfylgjandi mynd er
túlkun Craiyon á textanum „blaða
maður sem skrifar um craiyon“.
En lesendur eru vissulega einungis
takmarkaðir af ímyndunarafli sínu
þegar það kemur að sköpun mynd
efnis.
Craiyon var búið til af bandaríska
tölvunarfræðingnum Boris Dayma
en hann bjó forritið upprunalega
til fyrir kóðunarsamkeppni og
byggði þá hugmyndina á gervi
greindinni DALLE 2 sem búin var
til af fyrirtækinu OpenAI. Uppruna
lega kallaði Dayma sína gervigreind
DALLE mini eftir fyrirmyndinni
en var síðar meir beðinn um að
breyta nafninu. Það forrit er tals
vert öflugra en er þó ekki í opnum
aðgangi. En sem betur fer geta allir
notað Craiyon með því að fara inn
á heimasíðu gervigreindarinnar
craiyon.com. n
Craiyon aðeins
takmörkuð af
ímyndunaraflinu
Skjáskot af vefsíðu Craiyon.
ninarichter@frettabladid.is
Íslendingar kveinka sér við kulda og rigningu
þessi dægrin. Spáð er votviðri víða um land
næstu vikuna. Ferðamenn sem Fréttablaðið
ræddi við á ferli í miðborg Reykjavíkur láta
regnið ekkert á sig fá og sumir þakka jafnvel
fyrir að losna úr hita í heimalandinu.
Ferðamenn
brattir þótt
spái rigningu
Rebekka og Sebastian eru frá Þýskalandi. Hún er í
fyrsta sinn á Íslandi en Sebastian er að koma í annað
sinn. Hann var hér fyrir 10 árum síðan. „Veðrið er allt
í lagi, miðað við íslenskt veður,“ segja þau og hlæja.
Rebekka segist hafa skoðað veðurspána áður en lagt
var af stað og áttað sig á að spáð væri rigningu næstu
40 dagana. Þau ætla að skella sér í hringferð um
landið og stefna á hálfs mánaðar ferðalag. n
Ferðalangur frá Ísrael segir að
ferðin hafi verið dásamleg hingað
til. Hún kippir sér ekki upp við kalt
veður og regn, enda sé hún í góðri
úlpu. Hún, sem ferðamaður, sé
frekar upptekin af því að heillast
af nýjum hlutum og sjá og upplifa.
Hún dásamar náttúru landsins
sem hún segir kynngimagnaða.
„Það er miklu kaldara hér en
heima þannig að allt umhverfið er
allt öðruvísi. Landslagið, dýrin og
blómin, bara allt.“ n
Hjónin Ole og Eve, Odd og eiginkona eru frá Norður-Noregi. Þau eru í hópi farþega á
skemmtiferðaskipi sem siglir frá Amsterdam með viðkomu á Íslandi og Írlandi. „Í Íslands-
leggnum stoppum við í tvo daga á Akureyri og í tvo daga hér í Reykjavík,“ segir Odd.
Í gær var seinni dagur hópsins í Reykjavík. „Fyrri daginn leigðum við bíl og fórum Gullna
hringinn. Eftir dag í köldu og blautu veðri stóð upp úr að skella sér í Secret Lagoon,“ segir
hann, og vísar til Gömlu laugarinnar á Flúðum.
Aðspurð um væntingar til veðursins segja þau að í ljósi þess að þau komi frá Norður-Nor-
egi komi það lítið að sök. Þau hafi ekki búist við heitu veðri. n
Sam er frá Wisconsin í Bandaríkjunum, kom til lands-
ins fyrir viku síðan og fer heim í dag. Þetta er fyrsta
Íslandsheimsóknin. „Þetta hefur verið ótrúlegt, alveg
frábært. Við fórum Gullna hringinn og það var æðis-
legt. Við höfum líka eytt nokkrum dögum í borginni.“
Sam kveðst síður en svo vera óánægður með
veðrið. „Við fengum nokkra blíðviðrisdaga í upphafi
en síðan kom kuldi og rigning. En það er í góðu lagi
enda er 35 gráðu hiti og rakt loft heima, þannig að
þetta er bara fínt.“ n
„Við erum vön sumarhita,“ segja bandarísk hjón, ættuð frá Flórída og Nýju-Mexíkó. „Það
gleður okkur að sjá í bláan himin í dag, þetta gæti verið okkar eina tækifæri til þess í þessari
ferð.“ Í fyrradag var fyrsti dagur ferðarinnar sem nýttur var í heimsókn í Bláa lónið. „Við
ætlum að keyra í 12 daga, kafa í Silfru, ferðast á vélsleðum uppi á jökli, kíkja í hvalaskoðun
og gera alls konar ferðamennskutengda hluti,“ segja þau og það er ljóst að hér er mikið
ævintýrafólk á ferð. Þau segja veðrið ekki setja strik í reikninginn að neinu leyti. „Við förum
í svona ferð einu sinni á ævinni og hvað á maður að gera? Hanga inni vegna þess að það er
rigning? Ég held nú síður. Veðrið á þó sennilega eftir að valda því að við kaupum meiri úti-
vistarfatnað en upphaflega stóð til.“ n
SJÓNVARP
Stranger Things 4. sería
Leikstjórn: Duffer-bræður
Dreifing: Netflix
arnartomas@frettabladid.is
Það er kannski ekki skrítið að Net
f lix hafi ákveðið að skipta útgáfu
f jórðu seríu Stranger Things í
tvennt. Þættirnir eru þeir langvin
sælustu á streymisveitunni sem
hefur átt um sárt að binda og því
auðveldur peningur í því að neyða
fólk til að halda áskriftinni sitt
hvorn mánuðinn. Frekar lúalegt,
en hvað um það.
Það er aðeins spólað áfram áður
en þættirnir taka upp þráðinn frá
því síðast, sem er gott því blessuð
börnin líta öll út eins og þau séu
orðin ansi fullorðin. Uppbyggingin
er ansi svipuð fyrri seríum – allt
leikur í lyndi í smábænum Hawkins
áður en skuggar Áhvolf heimsins
teygja sig þar inn. Af hverju býr fólk
enn þá þarna?
Á heildina litið er serían frekar
góð, líklega sú besta sem þættirnir
hafa átt fyrir utan þá fyrstu. Þrátt
fyrir að sagan taki sig ekki of alvar
lega þá er hryllingurinn talsvert
meiri en oft áður og mörg atriði
ansi óhugguleg. Endurlífganir á
Metallica og Kate Bush hitta beint
í mark eins og sjá má á vinsælda
listum heimsins. Á heildina litið
tekst ágætlega til við að þræða
saman sögusvið margra persóna. Á
sumum stöðum er þó hjakkað ansi
mikið í sama farinu og maður veltir
fyrir sér hvort einhverjar persónur
upprunalegu seríunnar megi ekki
fara að missa sín. n
NIÐURSTAÐA: Fjórða sería
Stranger Things er ágæt, betri en
síðustu tvær.
Hríðlækkandi fasteignaverð í Hawkins
Þættirnir mættu minnst losna við
eins og eina til tvær persónur sem
hafa fylgt þeim frá fyrstu seríunni.
42 Lífið 9. júlí 2022 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐLÍFIÐ FRÉTTABLAÐIÐ 9. júlí 2022 LAUGARDAGUR