Fréttablaðið - 03.08.2022, Síða 13

Fréttablaðið - 03.08.2022, Síða 13
Fjölmargir eru fastir á leigumarkaði, í hús- næði sem leigt er á okurverði, og getur fólk sig hvergi hreyft því það er ekki um neitt val að ræða. Svo virðist sem afar erfitt sé að fá íbúðir leigðar á sanngjörnu verði í því árferði sem ríkir nú á leigumark- aði og gildir þá einu hvað kostaði að byggja þær. Ef stjórnvöld ætla að stuðla að hagkvæmu húsnæði verð- ur þess vegna að setja einhverjar kvaðir um leiguverð íbúðarinnar. Markaðslögmálin ráða ferðinni og allur húsnæðisskortur veldur því að leigusalar geta leigt húsnæði á okurleigu. Tvennt gagnast okkur öllum, leigjendum og kaupendum, og það er nægt framboð af húsnæði og að það takist að ná verðbólgunni niður. Hagkvæmt húsnæði, og hús- næði af öllum gerðum, sárvantar í Reykjavík. Í raun má segja að sveitarfélögin uppfylli ekki 14. gr. laga um húsnæðismál. Við blasir að auka þarf framboð á lóðum. Byggja þarf í hverfum þar sem er rými og innviðir sem þola fjölgun íbúa. Sem dæmi er hægt að byggja af krafti í Grafarvogi en þar eru skólar sem eru ekki enn fullsetnir. Sama er hægt að segja um Úlfarsárdalinn. Fjölmargir eru fastir á leigu- markaði, í húsnæði sem leigt er á okurverði, og getur fólk sig hvergi hreyft því það er ekki um neitt val að ræða. Nú liggur fyrir að engin þeirra íbúða sem eru til sölu á höfuðborgarsvæðinu um þessar mundir fellur undir skilyrði hlut- deildarlána. „Hreyfing á fjölskyldu- fólki út af leigumarkaði er um eitt prósent,“ að sögn Guðmundar H. Arngrímssonar, formanns Samtaka leigjenda, sem segir enn fremur í fjölmiðlum „að verðið á ódýrustu eignunum [hafi] haldið áfram að rjúka upp“. Þetta sýnir að það eina sem virkar til lengdar er að framboð og eftirspurn á opnum markaði sé í jafnvægi. Það er talsvert í land að svo verði enda hefur verið sofið á verðinum í fjöldamörg ár. Flokkur fólksins vill tryggja öryggi leigjenda og réttindi þeirra Hægt er að tryggja sanngjarna leigu með ýmsum hætti. Ein leið er með óhagnaðardrifnum rekstri hús- félaga sem standa utan við markað- inn og er þá átt við að verði afgangur af rekstrinum renni hann til neyt- endanna en ekki til fjárfesta eða eigenda. Þannig myndi hagnaður í óhagnaðardrifnu leigufélagi nýtast til lækkunar húsaleigu. Fleiri leiðir koma til álita. Sú hug- mynd hefur verið rædd á meðal okkar í Flokki fólksins að lögfesta samskonar kröfur um greiðslumat um leigusamninga og gilda um lánasamninga. Þannig yrði tryggt að enginn þyrfti að búa við íþyngj- andi húsnæðiskostnað í formi leigu. Hvernig er hægt að tryggja sanngjarnan leigumarkað? Kolbrún Baldursdóttir oddviti Flokks fólksins í borgar- stjórn Reykjavíkur Þar sem stór hluti leigjenda býr nú þegar við íþyngjandi húsnæðis- kostnað myndi það jafnframt skapa hvata fyrir leigusala til að stilla leiguverði í hóf því annars myndu þeir ekki fá neina leigjendur. Þetta úrræði mætti skoða með opnum huga. Réttindi leigjenda, sem ætlað er að tryggja húsnæðisöryggi þeirra, eru lögbundin. Til að efla þau rétt- indi þyrfti að gera lagabreytingar á Alþingi. Flokkur fólksins er í stjórnarandstöðu á Alþingi og í borgarstjórn og hefur barist fyrir réttindum leigjenda á báðum stöð- um. Flokkur fólksins í borgarstjórn hefur ítrekað komið inn á galla þéttingarstefnu meirihlutans en örsmáar íbúðir á þéttingarreitum eru dýrar, hvort sem er til kaups eða leigu. Ójöfnuður í samfélaginu hefur aukist mikið síðustu ár. Lágtekju- fólk greiðir allt að 70% af ráðstöf- unartekjum sínum í leigu. Á meðan ástandið er svo slæmt þarf að auka beinan stuðning við leigjendur í formi húsnæðisbóta. Það er hlut- verk stjórnvalda að tryggja sann- gjarnt leiguverð í samræmi við greiðslugetu leigjenda og vill Flokk- ur fólksins skoða að setja á leiguþak eins og víða tíðkast í löndum sem við berum okkur helst saman við. AirBnb-væðing og autt húsnæði Varla er hægt að ræða um leigu- markaðinn án þess að minnast á AirBnb-væðinguna og hversu langt á að ganga í takmörkun hennar. Erlendis eru fordæmi fyrir því að hreinlega banna slíka starfsemi á svæðum þar sem er skortur á hús- næði fyrir almenna borgara. Eitt- hvað er einnig um auð hús og eru sum þeirra auð vegna þess að þau þarfnast mikilla endurbóta. Yfir- völd geta sett skilyrði um búsetu eða lagt gjöld á eigendur fasteigna sem láta eignir sínar standa auðar lengi án lögmætrar ástæðu. Að sama skapi þarf að setja skilyrði um að í kjölfar úthlutunar lóðar skuli vera búið að byggja á lóðinni innan tilskilins tíma. Líta þarf til margra átta í þess- um efnum en mest um vert er að tryggja óhagnaðardrifnum íbúða- og leigufélögum aðgang að hag- kvæmum lóðum þannig að þau geti nýtt sér stofnfjárframlög ríkisins. Með því að stórauka framboð á leiguíbúðum og búseturéttaríbúð- um í húsnæðis-samvinnufélögum má draga úr sveif lum á húsnæðis- markaði. Aukið framboð og aukin fjöl- breytni á rekstrarformi dregur úr vægi fjárfesta og spákaupmanna á íbúðamarkaðnum. n MIÐVIKUDAGUR 3. ágúst 2022 Skoðun 13FRÉTTABLAÐIÐ

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.