Rit Mógilsár - 2021, Síða 7

Rit Mógilsár - 2021, Síða 7
Rit Mógilsár 7 Eignarnámsbætur Úrskurðir matsnefndar eignarnámsbóta fyrir árin 1976-2019 voru sóttir á vef Stjórnarráðsins19. Valdir voru úrskurðir sem vörðuðu eignarnám á landi. Fyrir 99 úrskurði frá og með árinu 1982 var skráð hver krafðist eignarnáms, heiti jarðar, póstnúmer, stærð hins eignarnumda lands, bótafjárhæð fyrir landið, heildarbætur og kostnaður vegna matsins. Landverðslíkanið notar vísitölu neysluverðs með grunn 198120 og meðalfermetraverð einbýlishúsa sem birt var frá og með árinu 198221. Með gjaldmiðils- breytingu árið 1981 voru tvö núll tekin af krónunni. Giska mætti á gildi fyrir vísitölu neysluverðs fyrir 1982 út frá eldri vísitölum en það vantar grunn um þróun fasteignaverðs sem er sambærilegur við fermetra- verð einbýlishúsa frá 1982 hjá Þjóðskrá Íslands. Því takmarkast greiningin við úrskurði eftir 1982 nema um almenn atriði er varða landverð. Fyrir hvern úrskurð var reiknað verð skv. landverðs- líkani ásamt leiðréttingarfasta. Bótafjárhæð fyrir landið22 var borin saman við reiknað verð samkvæmt landverðs líkaninu. Greiningin takmarkaðist við úr- skurði um verðmæti minnst 0,5 ha landspildna. Þannig voru íbúðarhúsalóðir og áþekkir smáblettir undan skildir í samanburðinum. Eftir skoðun gagnanna var matsgerðum skipt í tvo flokka út frá fjárhæð bóta fyrir eignarnumið land yfir eða undir 3 milljónum23 á verðlagi 2019. Úrskurðaðar landbætur í hvorum hópi fyrir sig voru bornar við spáð gildi með landverðslíkaninu og úrskurðir fyrir 10 ára tímabilið 2010-2019 voru skoðaðir sérstaklega. Notað var línulegt aðhvarf til að bera úrskurði mats- nefndar eignarnámsbóta um landverð (y-ás) við áætluð gildi samkvæmt landverðslíkaninu fyrir sama landskika (x-ás). Við greininguna var not- uð aðferð Piñeiro et al. (2008) til að meta hvort hallatala línunnar viki marktækt frá 1 og skurð- punktur línunnar á y-ásnum viki marktækt frá 0 (hallatala 1 og skurðpunktur 0 sýna fullkomið sam- ræmi). Kerfisbundin skekkja í samanburðinum var metin með misræmisgildi fyrir skekkju í skurð- punkti (Ubias), skekkju í hallatölu (Uß-1) og tilviljana- kenndan breytileika (Ue) samkvæmt Smith & Rose (1995) sem lýst var í Paruelo et al. (1988) og í Jónsson & Snorrason (2018). Landrenta Upplýsingar um stærðir hrossahaga, fjölda hrossa í stóði, landstærð á hvert hross, greiðslur fyrir haga- göngu að sögn bæði seljenda og kaupenda, tíðni eftirlitsferða með hrossum í haga og tíðni salt- gjaf ar hrossa voru sóttar í ritgerð Sigrúnar Eddu Halldórsdóttur (Halldórsdóttir 2014). Auk þess feng- ust upplýsingar um greiðslur fyrir hagagöngu og heygjöf 8-15 hrossa á útigangi árin 1989-2019 úr bókhaldi tveggja hestamanna sem voru báðir í langtímaviðskiptum við sama jarðeiganda í Flóa- hreppi. Landrenta af leigu lands til hagagöngu hrossa var metin sem hreinar tekjur á ári umfram gjöld deilt með landverði. Hagaganga er oftast beitar afnotin eingöngu en kostnaður við heygjöf er rukk aður sérstaklega enda breytilegur eftir tíðarfari (Tekju- og kostnaðarforsendur og útreikningur í Viðauka 2). Formúlur og tölfræði Þekkingarvél WolframAlpha (https://www.wolfram- alpha.com/), WolframAlpha LLC, var notuð við stærð- fræðilausnir. Fervikagreining og hluti aðhvarfs grein- ingar var unnin í STATISTICATM software, Kernel release 5.5 A, © 1984-1999 by StatSoft, Inc. Hluti aðhvarfs- grein ingar og myndir voru gerðar í Sigma Plot for Windows Version 11.0 Build 11.2.0.5. Copy right© 2008 Systat Software Inc. 19 https://www.stjornarradid.is/gogn/urskurdir-og-alit-/$Lisastic Search/Search/?SearchQuery=&Ministries=&Committee= Matsnefnd+eignarn%c3%a1msb%c3%b3ta&Year= 20 Sjá hagstofan.is 21 Sjá skra.is 22 Án kostnaðar vegna matsins eða sérstakra bóta vegna óhagræðis eða annars sem tengist framkvæmdum á landinu. 23 Bótafjárhæð án tillits til landstærðar (ekki hektaraverð).

x

Rit Mógilsár

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Rit Mógilsár
https://timarit.is/publication/1563

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.