Rit Mógilsár - 2021, Side 17

Rit Mógilsár - 2021, Side 17
Rit Mógilsár 17 Refur inn og heiðlóan eru góð íslensk dæmi um óðals dýr en hreindýr um flökkudýr sem eiga sér engan fastan samastað. Óðalsdýrin „eiga“, nýta og verja sitt land en flökkudýrin eigra um og grípa tæki færin sem gefast. Fyrir refinn eða lóuna hefur óðalið staðar virði sem hefur miðpunkt í greninu eða hreiður stæðinu. Óðalið er afmarkað svo stórt að það dugi til framfærslu fjölskyldunnar; landamerkin eru skýrt afmörkuð í huga eigandans og varin fyrir ásókn annarra sömu tegundar. Mannfræðirannsóknir sýna að þar sem lífsgæði eru staðbundin og fyrirsjáanleg er maðurinn óðalsdýr. En þar sem lífsgæðin eru hverful og óstaðbundin er maðurinn flökkudýr (DeScioli & Wilson 2011, Dyson- Hudson & Smith 1978). Þannig flakka veiðimenn og hirðingjar í leit að stopulli bráð eða haga sem gefur beit þessa stundina. Óðals- og flökkuhegðun hefur áhrif á landnýtingu. Óðalsdýr tryggja afkomu sína og afkomenda sinna með því að bægja öðrum frá og hasla sér nægan völl til öruggs lífsviðurværis. Með óðalshegðun er reynt að tryggja að landgæði séu ekki ofnýtt. Flökku- hegðun er oftast ábyrgðarlaus um afleiðingarnar; þegar allt er uppurið er leitað nýrra og betri lendna. Sambúð og árekstrar um landnotkun hverfast oft um þessi tvö nýtingarsjónarmið. Landnýting Á Íslandi er verðmyndun á landi torskilin ef horft er eingöngu á söluverð og greidda leigu. Við útleigu ríkisjarða hefur leigan verið reiknuð sem prósenta af fasteignamati (Jóhannesson og Jóhannsdóttir 2017, Ríkis endurskoðun 1998). Verðmæti úthagans er ekki metið í fasteignamati og stærð óræktaðs lands er ekki skráð í matinu eða öðrum opinberum gögnum (Elíasdóttir 2015). Til að skilja verðmyndun á landi þarf að aðgreina áhrif staðar- og nýtingarvirðis landsins á tekjur og verð. Íbúðarhús og útihús þarf í allri búvöruframleiðslu og starfsemin hefur því staðarvirði. Í nautgriparækt og garðyrkju hefur ræktað land nýtingarvirði sem hluti af virðiskeðju búrekstursins. Tún eru oft leigð til slægna en eftir áratuga samdrátt er offramboð á túnum. Gjaldið fyrir slægjuna er sjaldnast annað en að halda túninu í rækt með áburðargjöf og stundum einnig að halda við túngirðingum. Túnin skila því sjaldnast nokkrum landnýtingararði. Útiræktun kartaflna og grænmetis er alfarið á þaul- ræktuðu landi með nýtingarvirði en úthaginn nýtist ekkert á hreinum garðyrkjubýlum. Hér á landi er nautgriparækt nánast að öllu leyti á jörð bóndans. Nautgripir eru hvorki á afrétti né í lausa göngu. Í nútíma kúabúskap vegur sumar- beitin lítið í fóðrun kúnna og hún er að miklu leyti á ræktuðu landi nærri lausagöngu fjósum. Fóður- öflun af heimalandinu er af túnum og ökrum en að hluta aðkeypt kjarnfóður. Óræktaður úthagi fjarri gripahúsum skilar í flestum tilvikum litlu í bú- reksturinn. Óræktaður úthagi er meginhluti jarða og land spildna á Íslandi. Víðast er sauðfjárbeit aðalnýting út hag ans eða sú eina. Sauðfjárbú þarf tún til heyöflunar og eigið beitiland fyrir lambfé á vorin og bötun slátur- lamba á haustin. Nokkrir tugir hektara af túnum og öðru ræktuðu landi duga flestum fyrir þessa beit. Auk heimalands býlisins byggist sumarbeit á afréttar nýtingu og lausagöngu fjárins og þá stund- um á löndum nágranna. Afkoma fjárbóndans er lítið háð því hvað hann á góða eða víðlenda haga. Í sam- ræmi við það virtist nýtingarvirði úthagans lágt í sauðfjárræktar sveitum fjarri höfuðborginni. Hross og landrenta Ólíkt öðrum búgreinum á Íslandi er hrossarækt markaðs drifinn rekstur á frjálsum markaði. Hesta- mennskan er í grunninn frístundastarf og ástríða áhuga manna. Auk íslenskra hestamanna er ræktun og reið mennska íslenskra hesta töluvert áhugamál í Evrópu og Norður-Ameríku. Hestamennskan er til- tölu lega dýrt tómstunda gaman, hestamenn marg ir og þeir eru flestir sæmilega bjargálna. Á því bygg ist spurn eftir margs konar hrossaþjónustu. Framleiðsluþættir í hrossarækt einkennast af verka- skiptingu og viðskiptum. Á ræktunarbúum eru hross kynbætt og góðhestar seldir hestamönnum, greidd- ur er folatollur fyrir aðgang að góðum stóð hestum, tamningamenn taka að sér tamningu hrossa, reið- hallir eru á sumum búum fyrir tamningar, kennslu og sýningar. Margir hestamenn kaupa hey en sumir heyja sjálfir fyrir sín hross. Í boði er þjónusta við um hirðu hrossanna og flutning milli hesthúsa og sumar haga. Veruleg viðskipti eru með hagagöngu og land spildur fyrir hrossabeit. Markaður fyrir hagagöngu hrossa virðist frjáls mark- aður í skilningi hagfræðinnar. Þar eru margir kaup- endur og margir seljendur. Þar að auki hafa hesta- menn val um að kaupa sér beitiland og sumir gera það. Á þessum markaði virðist ekki áberandi sam- þjöppun eða markaðsráðandi staða. Landrenta af haga göngu hrossa er því sennilega sæmilega lýs- andi fyrir arðkröfu af landi. Arðurinn fer að töluverðu leyti eftir því hve þétt hross eru í haga. Í nágrenni höfuðborgarinnar er land verð hærra og meiri spurn eftir hrossabeit en fjær þéttbýlinu. Í samræmi við það voru í könnun Sigrúnar Eddu Halldórsdóttur færri hektarar á hross á Suðurlandi en að landsmeðaltali (Halldórsdóttir 2014). Fyrir hagagöngu hrossa virðist greiningu tekju- og kostnaðarþátta bera allvel saman við mat á nýtingar virði lands út frá landverðslíkani.

x

Rit Mógilsár

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Rit Mógilsár
https://timarit.is/publication/1563

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.