Rit Mógilsár - 2021, Side 20
20 Rit Mógilsár
Áhrif hækkandi landverðs eru þau að dýrara land
hækkar stofnkostnað miðað við óbreyttan árangur
og á lakara landi verður árangurinn minni. Hvort
tveggja gerir framleiðsluna dýrari. Hækkandi land-
verð verður til þess að þeir sem standa í ræktuninni
fá minni arð í sinn hlut en arðurinn leitar í auknum
mæli til þeirra sem selja sitt land og hverfa af vett-
vangi. Í því felst ranglæti í augum þeirra sem telja
nýræktunina mikilvæga.
Stórfelld uppkaup á landi hafa einnig félagsleg áhrif.
Þegar kaupandinn er utan sveitar færist eignarhald
á landi úr sveitinni og oft á færri og stærri hendur.
Uppkaupin stuðla að og fjármagna búferlaflutninga
úr dreifbýli til þéttbýlis. Þessi áhrif hafa þegar komið
fram hér á landi vegna uppkaupa auðmanna á
stórum landflæmum til frístundanota. Arðurinn sem
verður af landnýtingu rennur þá óskiptur út úr sam-
félaginu til þéttbýlisins og jafnvel úr landi. Það er
ekki sjálfgefið að ræktunin skapi atvinnu í sveitinni.
Stórir aðilar utan sveitar nota oft sérhæfða verktaka
í flest stærri viðfangsefni. Innansveitarmenn hafa
sjaldnast þekkingu eða bolmagn til að bjóða móti
stórum verktökum eða fá tækifæri til þess.
Land leigt til skógræktar
Landleiga getur tekið til heillar jarðar með öllum
gögnum og gæðum eða til hluta landsins. Leigu
heillar jarðar fylgir ónýtanlegt land, hús og annað sem
ekki gagnast við ræktunina. Mörg sömu vandamálin
fylgja leigu heilla jarða og jarðakaupum. Stórfelld
leiga á heilum jörðum til skógræktar er líkleg til að
hækka bæði land- og leiguverð.
Kostir landleigu fyrir skógrækt sem takmarkast við
hluta jarðar eru þeir helstir að hægt er að leigja það
land sem hentar ræktuninni. Landleiga til skógræktar
getur tekið til úthagans eða hluta hans og vannýttra
túna. Leigða svæðið getur undanskilið hraun, fjall-
lendi, óraskaðar mýrar eða annað land sem hentar
ekki til skóg ræktar. Þetta óhentuga land er einnig
við kvæmast frá útivistar- og umhverfissjónarmiðum.
Hús og önnur aðstaða væri undanskilin og þannig
sneitt að mestu hjá staðar virðinu. Þótt ræktunin
þurfi að greiða árlega leigu getur sá kostnaður
verið mun minni en fjármagns kostnaðurinn af því
að kaupa landið sem nýtist ekki nema að hluta til
ræktunar innar. Á móti kemur að raunverðs hækkun á
landi kemur ræktun inni ekki til góða.
Skógrækt er langtímafjárfesting og leigusamningur
um skógrækt verður að vera óuppsegjanlegur, standi
leigutakinn í skilum og virði önnur samningsákvæði.
Vilji landeigandinn losa landið úr skógarleigu verður
hann að kaupa skóginn og samninginn fullu verði.
Leigutakinn hefur full umráð yfir ræktuninni og ber
Skógrækt
Tilgangur þessarar greiningar var öðru fremur að
skýra verð myndun á landi, gera reiknilíkan til að
spá land verði og áætla landrentu á Íslandi fyrir mat
á land nýtingar kostum og þá einkum skógrækt. Við
ný ræktun skógar er verulegur fastakostnaður sem er
lítið háður landstærð svo sem við kortlagningu, mat
á landkostum, skipulagningu, framkvæmdastjórn
og opinber leyfi. Á smáspildum er hár girðinga-
kostnaður á hektara lands en hann fellur hratt með
vaxandi landstærð. Landspildur sem eru minni en 10-
15 ha eru óhagkvæmt skógræktarland og Skógræktin
setur 10 ha sem lágmarksstærð skógræktarsvæðis í
skógræktar samningum við stofnunina77. Notagildi
líkansins í skógrækt takmarkast því lítið af óvissu
um spágildi þess fyrir landspildur undir 10-15 hektara
stærð. Landverðslíkanið sem hér er sett fram gæti því
orðið gagnlegt tæki við mat á landnýtingarkostum.
Land keypt til skógræktar
Land til skógræktar er hægt að kaupa eða leigja.
Meðal verð hvers hektara lækkar með vaxandi
land stærð (Elíasdóttir 2015) og því er hag kvæmara
að kaupa stórt land en lítið. Oft er veru legur hluti
landsins óhentugt skógræktarland svo sem hraun,
klettar og fjalllendi. Jörðum fylgja hús sem oft koma
að litlum notum en skapa útgjöld við viðhald og
fasteigna gjöld. Þessi meðafli myndar oft mikinn
hluta land verðsins. Þurfi ræktunin að standa undir
kaupum á jörðinni getur kostnaðarverð nýtan-
legs skógræktar lands orðið allverulegt. Hægt væri
að skipta jörðinni í skógræktar land og annað land
ásamt húsum og selja frá skógræktar landinu. Skipt-
ingin væri kostnaðar söm, seinleg og árangurinn
óviss. Það tekur oft mörg ár að selja jörð og mjög
óvíst að verðið borgaði nægilegan hluta upphaflegs
kaup verðs auk skiptingar kostnaðar. Þótt skiptingin
tækist má búast við að kostnaðarverð hvers hektara
í skógræktar landinu yrði hár. Annar möguleiki er
að ræktunin kaupi tiltölu lega einsleitar spildur án
húsa. Spildurnar hafa bæði staðar- og nýtingarvirði
og eru sjaldan mjög stórar. Meðalverð á hektara er
því tiltölu lega hátt. Vandinn við kaupin felst í því að
skóg rækt er landnýting sem nýtir landgæði en þarf
að bera staðar virðið sem myndar meginhluta land-
verðsins.
Uppkaup á landi til skógræktar eða annarra nota
hækka landverð. Umfangsmikil nýskógrækt í há-
löndum Skotlands sem stóð fram á níunda áratug
síð ustu aldar byggðist á keyptu landi. Eftir því sem
ræktun in efldist gerðist tvennt, landverð hækkaði
og besta skógræktar landið gekk til þurrðar. Ný-
skógræktin færðist því í auknum mæli á lakara land
og afkomu horfur ræktunar innar versnuðu. Áhrifin
á land verð komu skýrt fram árið 1988 en þá felldi
breska ríkis stjórnin niður tekjuskattsívilnanir sem
höfðu fjár magnað nýskógrækt einkaaðila. Við breyt-
inguna nánast stöðvaðist nýskógrækt og land verð í
hálöndum Skotlands féll um helming (Hart 1991).
77 https://www.skogur.is/is/nyskograekt/skograekt-a-logbylum/
um-skograekt-a-logbylum (Sótt 17.3.2021).