Rit Mógilsár - 2021, Page 27
Rit Mógilsár 27
Upplýsingar um tekjur af hrossabeit og kostnaðarliði
við hagagöngu voru sóttar í ritgerð Sigrúnar Eddu
Halldórs dóttur (Halldórsdóttir 2014). Veturinn 2012-
2013 kannaði hún aðbúnað hrossa á útigangi um allt
land. Niðurstöðurnar birti hún í BS-ritgerð sinni frá
Háskólanum á Hólum í Hjaltadal og Landbúnaðar-
háskóla Íslands. Hún fékk svör frá 356 hestamönnum
sem ýmist sáu um hross í hagagöngu eða greiddu
öðrum fyrir þá þjónustu.
Í ritgerð Sigrúnar Eddu eru gefin meðaltöl ásamt
hæstu og lægstu gildum fyrir hvern þátt. Út frá
þessum tölum var hér reiknað með svokallaðri PERT-
aðferð82 væntanlegt eða besta gildi (te) með jöfnu 11
og metið staðalfrávik (Sd) með jöfnu 12:
Vesturlandi og Vestfjörðum 14,60 ha á hross og á
Austur landi 2,46 ha á hross (Halldórsdóttir 2014). Eftir
þessu virðast beitarhólf þéttsetin á Suður- og Austur-
landi en rúmt í högum á Vesturlandi og Vest fjörðum.
Landsmeðaltalið í gögnum Sigrúnar Eddu var hér
metið líklegasta gildi og gildin 2,46 og 14,60 ha á
hross útmörk raunhæfra beitarhólfa til mats á land-
rentu. Fyrir ársbeit var besta mat með PERT-aðferð á
beitilandi fyrir ársbeit 7,71 ha á hross.
Meðalflatarmál girðingar fyrir eitt stóð var 126,4 ha
(16,4 hross í stóði x 7,71 ha á hross). Vegin meðal-
fjarlægð frá Lækjartorgi til stóðgirðingar á Suður-
landi var metin 100 km (Hella), á Austurlandi 657
km (Egilsstaðir), á Norðurlandi 294 km (Varmahlíð)
og á Vesturlandi 91 km (Borgarnes). Af 289 hesta-
mönnum í könnun Sigrúnar Eddu höfðu 125 hesta
sína á Suðurlandi, 86 á Norðurlandi, 64 á Vestur landi
og 14 á Austurlandi. Landverðslíkanið var notað til
að reikna verð stóðgirðinga í hverjum lands hluta og
landsmeðaltal vegið með tíðni hrossa eftir lands-
fjórðungum. Þannig reiknað var vegið landsmeðaltal
hektaraverðs í stóðgirðingum kr. 163.815 á hektara.
Sigrún Edda spurði hestamenn sem höfðu hross í
haga göngu veturinn 2012-2013 um greiðslur fyrir árs-
beit eins hests. Hún spurði bæði seljendur og kaup-
endur og birti meðalverð, hæsta og lægsta gildi.
Niður stöður hennar voru hér færðar til verðlags í
ágúst 2019 með vísitölu neysluverðs án húsnæðis og
reiknuð gildi samkvæmt PERT-aðferð (tafla 3).
Meðaltekjur á hektara hrossahaga voru reiknaðar
þannig að metnum hektarafjölda á hross (7,71 ha á
Viðauki 2. Greining á tekjum, kostnaði og
landrentu af hagagöngu hrossa
Þar sem te er væntanlegt (besta) gildi, a er hámarks-
gildi, m er líklegasta gildi (eða meðaltal), b er
lágmarksgildi og Sd er staðalfrávik.
Árin 2012-2013 voru að meðaltali 16,4 hross í stóði
og hvert hross hafði að meðaltali 7,3 ha til beitar
(Halldórsdóttir 2014). Á Suðurlandi reiknaði Sigrún
Edda 3,51 ha á hross, á Norðurlandi 8,36 ha á hross,
Tafla 3. Greiðsla fyrir ársbeit eins hests (2012-2013) fært til verðlags í ágúst 2019.
Hópur Minnst Meðaltal Mest Mat (te) Sd
Seljendur 2012-2013 10.000 kr. 76.891 kr. 168.000 kr. 80.927 kr. 64.503 kr.
Kaupendur 2012-2013 10.000 kr. 51.000 kr. 200.000 kr. 69.000 kr. 77.567 kr.
Meðaltal 2019 10.200 kr. 65.222 kr. 187.674 kr. 76.461 kr. 72.454 kr.
Sd: Staðalfrávik.
hross) var deilt í metna meðalgreiðslu fyrir haga-
göngu hests í eitt ár (76.461 kr. á hesta árlega).
Landsmeðaltals tekjur á hektara í hagagöngu árið
2019 voru þannig metnar 9.917 kr. á hektara.
Greiðsla fyrir hagagöngu er bæði landleiga (land-
renta) og kostnaður við girðingar og umsjón
hrossanna. Í könnun Sigrúnar Eddu fengu hross í
82 Þegar upplýsingar eru takmarkaðar eða óvissar er stundum
notuð sk. PERT-aðferð (Project Evolution Review Technique, sjá t.d.
Þórður Víkingur Friðgeirsson, 2003) til að meta líklegasta gildi og
breytileika. Með þessari aðferð er gert ráð fyrir að beta-dreifing
lýsi líkindum milli jaðarmarka og aðferðin gefur vegið gildi með
tilliti til breytileika í upplýsingunum. Besta matið samkvæmt
þessari aðferð gefur jöfn líkindi (50%) á að rétt gildi sé yfir eða
undir mörkum.
6
4 bmate
++
=
( )
6
2baSd
−
= (12)
(11)