Skessuhorn


Skessuhorn - 14.07.2021, Qupperneq 4

Skessuhorn - 14.07.2021, Qupperneq 4
MiðViKudAgur 14. júLÍ 20214 Garðabraut 2a - Akranesi - Sími: 433 5500 - www.skessuhorn.is Skessuhorn kemur út alla miðvikudaga. Skilafrestur auglýsinga er kl. 14.00 á þriðjudögum. Auglýsendum er bent á að panta auglýsingapláss tímanlega. Skráningarfrestur smá- auglýsinga er til kl. 12.00 á þriðjudögum. Blaðið er gefið út í 3.700 eintökum og selt til áskrifenda og í lausasölu. Áskriftarverð er 3.877 krónur með vsk. á mánuði. Elli- og örorkulífeyrisþegar greiða kr. 3.348. Rafræn áskrift kostar 3.040 kr. Rafræn áskrift til elli- og örorkulífeyrisþega er 2.800 kr. Áskrifendur blaðs fá 50% afslátt af verði rafrænnar áskriftar. Verð í lausasölu er 950 kr. SKRIFSTOFA BLAÐSINS ER OPIN KL. 9-16 VIRKA DAGA Útgefandi: Skessuhorn ehf. skessuhorn@skessuhorn.is Ritstjórn: Magnús Magnússon, ritstjóri s. 894 8998 magnus@skessuhorn.is Anna Rósa Guðmundsdóttir arg@skessuhorn.is Gunnhildur Lind Hansdóttir glh@skessuhorn.is Finnbogi Rafn Guðmundsson frg@skessuhorn.is Valdimar K. Sigurðsson vaks@skessuhorn.is Auglýsingar og dreifing: Hrafnhildur Harðardóttir auglysingar@skessuhorn.is Umbrot og hönnun: Ómar Örn Sigurðsson umbrot@skessuhorn.is Bókhald og innheimta: Guðbjörg Ólafsdóttir bokhald@skessuhorn.is Prentun: Landsprent ehf. Leiðari Ef þeir þá nenna undanfarin fjögur ár hefur ráðið ríkjum ríkisstjórn þriggja flokka sem sækja fylgi sitt frá breiðum og afar ólíkum hópi kjósenda. Á yfirborðinu má segja að litið hafi út fyrir að samstarfið hafi gengið vel, en best gekk það sannanlega þegar sóttvarnayfirvöldum var treyst fyrir að stýra baráttunni við kórónuvei- rufaraldurinn. Til að ná saman gáfu þessir þrír ólíku flokkar eftir nánast öll þau baráttumál sem þeir settu á oddinn í aðdraganda kosninga fyrir fjórum árum. raunar hefur aðferðin við að láta lifa í glæðum stjórnarsamstarfsins byggst á því að tala ekki um breytingar á stjórnarskrá, þrátt fyrir skýran vilja almenn- ings, fátt hefur verið gert til að jafna stöðu ríkra og fátækra og þannig hefur þetta einhvern veginn dröslast, ef svo má segja. Kannanir sýna nú ótvírætt að mest óánægja er í röðum baklands Vinstri grænna með árin fjögur. Einung- is fimmtungur þeirra myndi velja óbreytt ríkisstjórnarmynstur eftir kosningar, en dæmið snýst svo við í tilfelli kjósenda Framsóknar og Sjálfstæðisflokks. All- ar líkur eru því á að Vg muni missa fylgi þeirra sem ætla síst af öllu að kjósa hægri stjórn aftur til valda. Væntanleg niðurstaða er því hreint ekki svo skýr, en hverju sætir það? Í fámennu landi er ein örugg leið til að vinstri öfl nái ekki slagkrafti sínum. Það er einmitt sú að of margir litlir flokkar og flokksbrot bjóði fram krafta sína og berjist sundraðir um atkvæði þeirra sem krefjast aukins jöfnuðar. Allir verða þessir flokkar því litlir og þeir sem græða eru gömlu hægri flokkarnir. jafnvel þótt fylgi Sjálfstæðisflokksins sé sögulega lítið, er það svo miklum mun meira en fylgi annarra flokka að nánast útilokað er annað en flokkurinn komi að myndun ríkisstjórnar. Án þeirra væri líklega ekkert stjórnarmynstur í boði öðruvísi en fjórir eða jafnvel fimm flokkar stæðu að baki slíkri stjórn. Slíkt væri afar óspennandi kostur að mínu viti, nógu illa finnst mér hafa gengið hjá þriggja flokka ríkisstjórn sem þarf að semja sig frá öllum sínum baráttumálum. Þá kæmi sömuleiðis til kastanna blóðugir smákóngabardagar. Sjáið þið til dæmis fyrir ykkur að inga Sæland og gunnar Smári, formenn Flokks fólksins og Sósíal- ista, myndu ná lengi saman við stjórnarborðið? Þá líklega með Loga, Þorgerði Katrínu og jafnvel guðmund Franklín við borðshornið! Nei, slík samsuða yrði ekki langlíf. Þegar of margir flokkar bjóða fram getur niðurstaðan því aldrei orðið önnur en sú að offjölgun þeirra hjálpar mest þeim sem þeir vilja helst berja á, nefnilega Sjálfstæðis- og Framsóknarflokknum. Þeir tveir munu alltaf geta náð saman, eru nánast óaðskiljanlegir og í raun undarlegt að þeir hafi ekki fyrir löngu runn- ið saman í eina sæng. Eini óræði þátturinn er hvern eða hverja þeir þurfa að drösla með sér að stjórnarborðinu til að ná þingmeirihluta. Ekki verður að telj- ast líklegt að það verði Samfylking eða Viðreisn, enda hafa þeir nefnt að þjóðin ætti að breyta kúrsi í gjaldeyrismálum og jafnvel daðra við aukið Evrópusam- starf. Það verður því aldrei ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og þeirra. Miklu líklegra er að gömlu hægri flokkarnir gætu hugsað sér Pírata, jafnvel þótt guðfaðirinn í Hádegismóum telji það fráleitt. En kannski ræður hann ekki lengur öllu? Mér er í fersku minni fyrir síðustu kosningar þegar samfylkingarfólk ákvað að berjast fyrir vinstri stjórn og gekk svo langt að tilnefna Katrínu jakobsdóttur, formann Vg, sem forsætisráðherraefni. Vissulega varð þeim að ósk sinni, að hluta. Fyrir kosningarnar í september efast ég stórlega um að það útspil verði notað aftur. Stjórnmálaflokkar verða, líkt og fyrirtæki sem vilja ná árangri, að mynda sér sérstöðu. Það sorglega við líðandi kjörtímabil er einmitt sú staðreynd að þessir flokkar hafa alls ekki verið að reyna neitt í þá veru. Miðað við málflutning þeirra er fátt í þeirra gjörðum og fasi sem bendir til að þessi hugsun hafi verið til stað- ar. Hvort sem í hlut á Miðflokkur eða Flokkur fólksins, Píratar, Viðreisn eða Samfylking, er stefnan óljós. Það hefur nefnilega skort á að flokkarnir hafi sýnt kjark með að setja mál á oddinn og marka sér sérstöðu. Einhvern veginn eins og þeir nenni ekki að berjast og þyki bara býsna vænt um vel borgaða innivinnu. Hvort sem það væri fyrir betri stöðu skuldara, látið verði af arðráni lífeyris eldra fólks eða hverju öðru; Ég mun bíða spenntur eftir því að þessir flokkar birti stefnumál sín fyrir kosningarnar. Ef þeir þá nenna því. Magnús Magnússon. Á sjöunda tímanum síðastliðið laug- ardagskvöld var Slökkvilið Akra- ness og Hvalfjarðarsveitar kallað út, sem og viðbragðsaðilar frá Borgar- nesi. Eldur var laus í sumarbústað í landi Ölvers við rætur Hafnarfjalls. Enginn var í húsinu þegar eldur- inn kom upp. Mikinn reyk lagði frá húsinu þegar slökkvilið kom á vett- vang, en slökkvistarf gekk greið- lega. Fljótlega var hafist handa við að reykræsta húsið en vakt var við það fram eftir kvöldi. Húsið er tals- vert skemmt að innan. Eldsupptök liggja ekki fyrir. mm Eyjólfur Vilberg gunnarsson hefur verið ráðinn sparisjóðsstjóri Spari- sjóðs Suður-Þingeyinga ses. Spari- sjóður Suður-Þingeyinga ses. er ein elsta fjármálastofnun landsins og varð til við sameiningu fimm spari- sjóða í Suður-Þingeyjarsýslu. Sá elsti þeirra, Sparisjóður Kinnunga, var stofnaður árið 1889. Hinir sjóð- irnir voru Sparisjóður Aðaldæla, Sparisjóður Fnjóskdæla, Spari- sjóður Mývetninga og Sparisjóður reykdæla, en aðalstöðvar sjóðsins eru á Laugum í reykjadal. Spari- sjóður Suður-Þingeyinga er sjálfs- eignarstofnun sem hefur það hlut- verk að stunda svæðisbundna fjár- málastarfsemi á grundvelli sam- félagslegrar ábyrgðar. Hefur sjóð- urinn aldrei hvikað frá þeirri grunnskyldu sinni enda stóð hann keikur af sér fjármálahrunið fyrir þrettán árum þegar flestir íslensku bankarnir fóru á hliðina. Skilgreint hlutverk sjóðsins er að standa vörð um og þróa atvinnulíf, mannlíf og velferð á starfssvæðinu. „Starfsemi Sparisjóðs Suður-Þingeyinga bygg- ir á nálægð við viðskiptavini, heið- arleika og trausti, þekkingu á að- stæðum og þörfum viðskiptavina og svæðis, hóflegum vaxtamun, skyn- samlegum útlánum og samstarfi við aðra sparisjóði um að hámarka hag- kvæmni og þekkingu í starfi sjóðs- ins,“ segir í tilkynningu sem send var út vegna ráðningar nýs spari- sjóðsstjóra. Eyjólfur Vilberg var um tíu ára skeið í trúnaðarstörfum fyrir Ar- ion banka og um tíma svæðisstjóri á Vesturlandi með útibú í Borgar- nesi. Eyjólfur er með viðskipta- fræðimenntun frá HÍ, M.Sc. gráðu í fjárfestingastjórnun frá sama skóla auk þess að hafa fengið löggildingu sem fasteigna- og skipasali. mm Íbúar á Vesturlandi voru 16.826 talsins 1. júlí síðastliðinn og hafði fjölgað um 121, eða um 0,7%, frá 1. desember 2020. Í samantekt Þjóð- skrár kemur fram að á þessu tíma- bili hefur íbúum fjölgað í sjö sveit- arfélögum af tíu á Vesturlandi, en fækkað í þremur. Hlutfalls- lega fjölgaði íbúum mest í Helga- fellssveit á Snæfellsnesi, eða um tíu manns á tímabilinu, eru nú 75. Mest hlutfallsleg fækkun var hins vegar í Eyja- og Miklaholtshreppi þar sem fækkaði um 13,3%. Íbúar þar eru nú 104 en voru 120 und- ir lok síðasta árs. Íbúum í grund- arfirði fækkaði um 41 á tímabilinu, eða um 4,7%, eru nú 829. Akranes heldur líkt og undan- farin misseri uppi stærstum hluta fjölgunar íbúa á Vesturlandi. Þar fjölgaði um 95 íbúa á tímabilinu frá 1. desember, eða um 1,2%. Íbúar þar eru nú 7.760. Í Hvalfjarðarsveit fjölgaði um 18 íbúa (2,8%), í Borg- arbyggð um 21 (0,6%), í Stykkis- hólmi um 3 (0,3%), í Snæfellsbæ um 16 (0,9%) og í dalabyggð um 17 (2,7%). mm Byggðarráð Borgarbyggðar sam- þykkti á fundi sínum síðastliðinn fimmtudag að hafin verði vinna við frumhönnun á skólahúsnæði fyrir Kleppjárnsreykjadeild grunnskóla Borgarfjarðar, en gert er ráð fyrir hönnunarkostnaði í fjárhagsáætlun Borgarbyggðar fyrir yfirstandandi ár. „Byggðarráð felur sveitarstjóra að gera samning við aðila til verks- ins og leggja fram til samþykktar á næsta fundi,“ segir í bókun frá fund- inum. Á Kleppjárnsreykjum stend- ur til að rífa hluta elsta skólahússins og reisa nýbyggingu í staðinn. mm Sara Lísa dagmóðir á Akranesi á rúnti með börnin. Fjöldi íbúa á Vesturlandi nálgast sautján þúsund Hefja frumhönnun skólabyggingar Eldur kom upp í sumarbústað í Ölveri Eyjólfur Vilberg ráðinn sparisjóðsstjóri Eyjólfur Vilberg Gunnarsson.

x

Skessuhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.