Skessuhorn


Skessuhorn - 14.07.2021, Blaðsíða 21

Skessuhorn - 14.07.2021, Blaðsíða 21
MiðViKudAgur 14. júLÍ 2021 21 Akranes – miðvikudagur 14. júlí. Skagakonur taka á móti Gróttu á Norðurálsvelli í Lengjudeild kvenna. Leikurinn hefst kl. 19:15. Dalabyggð – fimmtudagur 15. júlí Miðskógur – sögurölt. Sögurölt um Miðskóg í Miðdölum og hefst á hlaðinu í Miðskógi kl. 20. Sögurölt er samstarfsverkefni Sauð- fjárseturs á Ströndum og Byggða- safns Dalamanna. Allir eru velkomn- ir í sögurölt, þó ekki sé nema til að hitta mann og annan. Röltið er um einn og hálfur kílómetri, en að hluta til á fótinn. Sagt verður frá fyrrum íbúum í Miðskógi, skoðaður stekkur, hugleiðingar um gaddavír, notið út- sýnis og fleira. Búðardalur – föstudagur 16. júlí. Sveinn Guðmundsson í Vínlands- setrinu Sveinn Guðmundsson leikur rólynd- is gítarmúsík með sjálfspeglandi textum í Vínlandssetrinu í Búðardal kl. 20:30. Hann syngur um tímann og tedrykkju, húð og hár, sjónvarps- þáttapersónur, of mikla og of litla kaffidrykkju en aðallega um sjálfan sig. Með tvær plötur á bakinu leikur hann ný og gömul lög í bland. Akranes - föstudagur 16. júlí. GÓSS í Bíóhöllinni. Hljómsveitin GÓSS (Sigurður Guð- mundsson, Sigríður Thorlacius og Guðmundur Óskar) fagnar sumrinu og heldur tónleika. Á tónleikunum verður boðið upp á létt og skemmti- legt prógramm þar sem aðalmark- miðið er að skapa hugljúfa og nota- lega kvöldstund fyrir tónleikagesti í einum fremsta tónleikasal landsins. Akranes – laugardagur 17. júlí. Skagamenn fá Val í heimsókn á Norðurálsvöll í Pepsi Max deild karla. Leikurinn hefst kl. 16:00. Borgarnes - laugardaginn 17. júlí. Jón Gnarr og Þeyr 2 flytja Völuspá á Landnámssetrinu. Jón mun syngja Völuspá við eigið lag. Með honum verða Hilmar Örn Hilmarsson,tón- skáld og Hilmar Örn Agnarsson org- anisti og leika þeir undir flutninginn á ýmis hljóðfæri. Jón fetar hér inn á alveg nýtt svið sem sýnir að honum er ýmislegt til lista lagt. Dalabyggð – 17. til 18. júlí. Fjölskyldudagar á Eiríksstöðum. Hefur börnin ykkar (og/eða ykkur í laumi) alltaf dreymt um að fá að kveikja eld með stáli, baka brauð við opinn eld, kasta spjóti eða máta vík- ingahöfuðföt og taka skrýtnar fjöl- skyldumyndir. Fjölskyldudagarnir hefjast kl. 10 á laugardeginum og lýkur kl. 16 á sunnudeginum. Hvalfjarðarsveit – sunnudagur 18. júlí. Tónleikar - Hallgrímskirkja í Saurbæ. Skuggamyndir frá Býsans leika lög af prógrammi Skuggamynda und- anfarin 11 ár og nokkur íslensk þjóð- lög í austrænum búningi. Hljóm- sveitina skipa Haukur Gröndal, Ás- geir Ásgeirsson, Erik Qvick og Þor- grímur Jónsson. Aðgangseyrir er 2.500 kr. Búðardalur – sunnudagur 18. júlí. Sveitalíf 2 í Dalabúð. Þeir eru heims- frægir á landsbyggðinni og eiga met í að vera í öðru sæti í öllum keppnum sem þeir taka þátt í. Sam- an eru þeir hinsvegar á toppnum og hafa aldrei verið betri. Vinirnir Frið- rik Ómar og Jógvan Hansen tilheyra ýmsum minnihlutahópum en þegar kemur að því að skemmta fólki þá kunna þeir sitt fag. Borgarnes - sunnudagur – 18. júlí. Sjana syngur strákana okkar í Eng- lendingavík. Söngkonan Kristjana Stefáns ásamt gítarleikaranum Óm- ari Guðjónssyni og kontrabassaleik- aranum Þorgrími Jónssyni bjóða upp á fjölbreytta dagskrá þar sem þau flytja í brakandi ferskum og létt jözzuðum útsetningum lög frá ma. Bubba Morthens, Björgvini Halldórs, KK, Stuðmönnum, Ragga Bjarna, Þóri Baldurs, Páli Óskari og Gunnari Þórðar. Grundarfjörður – 19. til 24. júlí. Listfellsnes - Dans- og leiklistarnám- skeið á Snæfellsnesi. Sumarið 2021 stendur LISTFELLS- NES fyrir skemmtilegum dans- og leiklistarnámskeiðum á Snæfells- nesi. Námskeiðin eru ÓKEYPIS og opin börnum og ungmennum á öllum aldri. Nánari upplýsingar og skráning á vefsíðu Listfellsnes; list- fellsnes.com. Íbúð/hús óskast í sveit. Fertugur karlmaður óskar eftir hús- næði í dreifbýlinu. Er reyklaus og reglusamur. Er öryrki með fastar tekjur. Get skilað léttu vinnuframlagi uppí leigu. Greiðslugeta allt að 140 þús. Upplýsingar í mikkise1980@ gmail.com LEIGUMARKAÐUR Á döfinni Smáauglýsingar AUGLÝSING UM SKIPULAG - BORGARBYGGÐ Í samræmi við 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er hér með auglýst tillaga að nýju deiliskipulagi í Borgarbyggð. Deiliskipulag Bjarnastaðir Byggðarráð Borgarbyggðar samþykkti þann 8. júlí 2021, skv. 4. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að auglýsa að nýju deiliskipulagstillögu fyrir Bjarnastaði L134637. Tillagan var auglýst 19. maí til og með 2. júlí 2021 og send lögbundnum umsagnaraðilum. Gerð var breyting vegna umsagnar Minjastofnunar Íslands. Deiliskipulagið tekur til bæjarstæðis jarðarinnar Bjarnastaða. Svæðið er um 14,5 ha að stærð og innan þess eru skilgreindar 3 íbúðarhúsalóðir ásamt landbúnaðarbyggingum og aðkomu. Ofangreind deiliskipulagstillaga er aðgengileg á heimasíðu Borgarbyggðar www.borgarbyggd.is og í þjónustuveri Borgarbyggðar, Bjarnarbraut 8, 310 Borgarnesi frá 16. júlí til og með 29. ágúst 2021. Ef óskað er eftir nánari kynningu á ofangreindri tillögu þarf að panta tíma hjá skipulagsfulltrúa. Hverjum þeim aðila sem telur sig eiga hagsmuna að gæta er gefinn kostur á að gera athugasemd við auglýsta skipulagstillögu og er frestur til að skila inn athugsemdum til og með 29. ágúst 2021. Athugasemdum skal skila skriflega í Þjónustuver Borgarbyggðar, Bjarnarbraut 8, 310 Borgarnesi, b.t. skipulagsfulltrúa eða á netfangið skipulagsfulltrui@ borgarbyggd.is Borgarbyggð, 12. júlí 2021 Skipulagsfulltrúi Borgarbyggðar Nýfæddir Vestlendingar 2. júlí. Drengur. Þyngd: 4.040 gr. Lengd: 54 cm. Foreldrar: Sigrún Ósk Kristjánsdóttir og Jón Þór Hauksson, Akranesi. Ljósmóðir: Hafdís Rúnarsdóttir. 3. júlí. Stúlka. Þyngd: 3.950 gr. Lengd: 54 cm. Foreldrar: Margrét Tanja Ragnarsdóttir og Hrannar Hólm Sigrúnarson, Kópavogi. Ljós- móðir: Hafdís Rúnarsdóttir. 8. júlí. Drengur. Þyngd: 4.080 gr. Lengd: 52 cm. Foreldrar: Sigríður Th Sigbjörnsdóttir og Árni Ólafs- son, Borgarnesi. Ljósmóðir: Guð- rún Fema Ágústsdóttir. 11. júlí. Drengur. Þyngd: 3.090 gr. Lengd: 51 cm. Foreldrar: Áslaug María Agnarsdóttir og Júlían Bent Austar Egilsson, Reykjavík. Ljós- móðir: Elín Sigurbjörnsdóttir. 5. júlí. Drengur. Þyngd: 4.170 gr. Lengd: 52 cm. Foreldrar: Sigríð- ur Birna Róbertsdóttir og Atli Már Bjarnason, Reykjavík. Ljósmóðir: G. Erna Valentínusdóttir.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.