Skessuhorn


Skessuhorn - 14.07.2021, Side 12

Skessuhorn - 14.07.2021, Side 12
MiðViKudAgur 14. júLÍ 202112 Ásdís Baldvinsdóttir fagnaði 70 ára afmæli sínu í gær, þriðjudaginn 13. júlí, og hefur jafnframt ákveðið að láta af störfum, en hún á að baki 42 ár sem leikskólakennari hjá Borg- arbyggð. „Ég er í sumarfríi akkúr- at núna, svo formlega læt ég ekki af störfum fyrr en 1. ágúst,“ segir hún létt í lund við eldhúsborðið heima hjá sér í Borgarnesi. Á eldhúsborð- inu mátti finna gómsæta súkkulaði pekan böku, saltkex, osta og sultu. Lagt var á borð fyrir tvo. Ásdís lét kaffi renna í sitthvorn múmínboll- ann, fyrir sig og blaðamann, áður en hún settist niður til að rifja upp ferilinn. Íþróttakennari, hár- greiðslukona eða leik- skólakennari „Ég man ekki eftir að ég hafi nokk- urn tímann kviðið fyrir að fara í vinnuna. Ég hef aldrei upplifað leiða né neitt slíkt og er langt frá því að vera brunnin út. Það eru mjög margir búnir að spyrja mig að þessu,“ segir Ásdís um starfið sitt sem leikskólakennari. Ásdís segir þrjár starfsgreinar hafa komið til greina þegar hún var að gera upp við sig hvað hún vildi verða þegar hún yrði stór. Annað hvort vildi hún verða íþróttakenn- ari, hárgreiðslukona eða fóstra. „Þetta voru pælingarnar þegar ég var að klára Héraðsskólann í Skóg- um,“ segir Ásdís íhugul. Ásdís er fædd og uppalin í Ey- vindarhólum undir Eyjafjöllum í rangárvallasýslu og segist hún vera Austur-Eyfellingur. ung að aldri fór hún í Húsmæðraskólann á Varmalandi, sem var níu mánaða nám fyrir verðandi húsmæður, og varð svo aðstoðarkennari við sama skóla að námi loknu, veturinn eftir. Yfir sumartímann á þessum árum vann Ásdís á Edduhótelunum, fyrst á Edduhótelinu á Skógum undir Eyjafjöllum og svo á Varmalandi eftir seinni veturinn þar. „Ég var því tvö ár á Varmalandi að meðtal- inni sumarvinnu á Eddunni,“ rifjar Ásdís upp. Útskrifaðist sem fóstra Haustið 1972, þá 21 árs gömul, byrjaði Ásdís í Fósturskólanum í reykjavík. Hún varð fljótt ólétt af frumburðinum og setti því nám- ið á pásu tímabundið. Þau hjónin, hún og guðmundur Brynjúlfsson, gerðust bændur í millitíðinni vest- ur á Mýrum. Þremur árum seinna, árið 1975, ákváðu þau bæði að fara til náms. „Þá fékk ég inngöngu á ný í Fósturskólann og fékk metið það sem ég var búin með,“ segir Ás- dís sem útskrifaðist sem fóstra árið 1977. Námið hefur tekið töluverð- um breytingum frá því Ásdís stund- aði það á áttunda áratugnum. Árið 1998 sameinaðist Fósturskólinn Kennaraháskóla Íslands og fóstr- unámið færðist þá yfir á háskóla- stig. „Þegar ég var að læra var nám- ið tveir vetur í skólanum og verk- legt nám sumarið á milli,“ útskýr- ir Ásdís. „Verklegi hlutinn er svo mikilvægur, því þó þú sért góður á bókina þá er ekki víst að þú sért eins góður í því verklega,“ bætir hún hreinskilin við. Árið 1979 flutti Ásdís ásamt fjölskyldu sinni í Borg- arnes og hóf störf á leikskólanum Klettaborg, þar sem hún hefur ver- ið að mestu síðan, að undanskildu einu ári á leikskólanum Hraunborg á Bifröst og einu ári á yngsta stigi grunnskólans í Borgarnesi. Heilræði frá skörungi Ásdís minnist heilræða sem hún fékk frá forstöðukonu leikskóla, þar sem hún var í verklegu námi. Þá var starfsheitið leikskólastjóri ekki til, heldur forstöðukona. „Konan var mjög góður leiðbeinandi og ég hef oft vitnað í það sem hún sagði við mig þá: „Ég skal segja þér það Ásdís, þegar þú byrjar að vinna, þá munu þessir litlu herforingjar reyna að vaða yfir þig.“ Þá var hún að tala um börnin. ráðið var sem sagt að ég ætti alltaf að láta þau finna að það væri ég sem réði, en auðvitað á mildan hátt,“ útskýrir Ásdís. „Þetta var ágætis ráðgjöf og hugsa ég oft um þetta enn í dag. Þú ert kannski með 20 snillinga í kringum þig og þau náttúrlega prófa þig út í eitt og það er í raun skemmtilegast við þetta, það er enginn dagur eins. En þrátt fyrir það, þá leita börnin eft- ir þessum ramma, þau vilja hann og maður finnur það að þau verða sátt- ari þegar hann er til staðar,“ bæt- ir hún við. Margt breyst á 42 árum Þegar Ásdís byrjaði á leikskólanum Klettaborg fyrir 42 árum var tölu- vert annað fyrirkomulag þar, mið- að við það sem er í dag. „Börnin hafa líklega verið frá 16-18 talsins á hvorri deild í leikskólanum, sem var þá tvískiptur; fyrir hádegisdeild og eftir hádegisdeild. Svo var leik- skólanum lokað í hádeginu og við fóstrurnar fengum okkar hádeg- ishlé,“ rifjar Ásdís upp. „Í dag eru 65 börn á Klettaborg skipt niður í þrjár deildir með rétt um 22 börn á deild,“ bætir hún við. Ásdís var ráð- in forstöðukona leikskólans á árinu 1980. Árið 1991 fór hún í fæðing- arorlof og tók aftur við stjórnunar- starfinu vorið ´93 en sagði því svo lausu 1997. Þá hafði Ásdís sinnt því í 15 ár þegar núverandi leikskóla- stjóri, Steinunn Baldursdóttir tók við. „Það er allt önnur vinna að vera leikskólakennari en leikskóla- stjóri. Þegar ég starfaði sem leik- skólastjóri, tók maður á móti dag- vistargjöldum í leikskólanum sjálf- um og skilaði þeim svo niður á bæj- arskrifstofu. Nú er þetta allt orðið rafrænt sem betur fer.“ Baráttukona Ásdís tók virkan þátt í réttindabar- áttu starfsmanna Borgarneshrepps og var til að mynda fyrsti formaður Starfsmannafélags Borgarness sem var stofnað árið 1985. „Mundi heit- inn Finns var með mér í þessu og Nína Stefnisdóttir. Við vildum sjá um okkar mál sjálf. Þetta var svona þróunin á þessum tíma og mikill verkalýðsbaráttuandi í samfélaginu. Þetta voru alltaf lítil skref í rétta átt en allt tók þetta ákveðinn tíma og þá voru samningafundir þannig að það var bara farið með fólk inn, hurð- inni lokað, og ekki farið út fyrr en það var komin niðurstaða í málið,“ rifjar Ásdís upp. „Þetta hífðist upp smám saman. Ég man eftir einum samningafundi sem ég hef alltaf séð eftir að við skyldum ekki labba út. Við vorum með ákveðnar kröfur og fannst við ekkert óraunhæf. Á þess- um fundi var einn maður fyrir hönd samninganefndar sveitarfélaga sem æstist upp og spurði hvort við ætl- uðum virkilega að fara fram á þetta. Við svöruðum; „já, við ætlum okkur það.“ Eftir langar samræður náðist því miður ekki samkomulag. Viku seinna, í öðru nærliggjandi sveitar- félagi, hérna fyrir vestan, voru ná- kvæmlega sömu kröfur og við vor- um að falast eftir samþykktar,“ rifj- ar Ásdís upp. „Þetta sat svolítið lengi í okkur, eðlilega. En þarna var góðu skrefi náð í rétta átt því þetta var frekar láglaunað svæði miðað við annars staðar,“ bætir hún við. Leikskólinn er fyrsta skólastig barna „Við segjum að þetta sé fyrsta skólastig og það er það lögum sam- kvæmt. En það eru ekki allir sem viðurkenna það sem slíkt og horfa á leikskólann meira sem einhvern leikvöll,“ segir Ásdís ákveðin. „Á leikskólanum vinnum við markvisst að ýmsu til að efla börnin og undir- búa þau fyrir grunnskólann og lífið. Við erum til dæmis með Lubba sem finnur málbein og er kennsla í ís- lensku málhljóðunum. Börnin eru rosalega hrifin af því,“ bætir hún við. Ásamt Lubba er notast við Numi- com sem veitir börnum á leikskóla- aldri góðan undirbúning til að skilja stærðfræði og eykur stærð- fræðiþekkingu þeirra. „Svo erum við með vináttuverkefni sem heit- ir Blær þar sem við kennum börn- unum samskipti og fleira í þeim dúr. Einnig er leikskólinn með verkefnið Leiðtoginn í mér (LÍM) sem er hugmyndafræði sem bygg- ir á að hjálpa hverjum einstaklingi að blómstra út frá eigin styrkleika og verða besti „leiðtoginn í sjálfum sér.“ LÍM fellur vel að einkunnar- orðum leikskólans sem eru: Sjálf- stæði, virðing og gleði.“ Ekki æskileg þróun Hraðinn í samfélaginu hefur auk- ist ár frá ári og lífið nánast orðið að einhvers konar kapphlaupi hjá fólki. Annað sem Ásdísi þykir hafa breyst gegnum árin er agi og virð- ing. „Það er eitthvað sem er því miður á undanhaldi. Mér finnst lítil börn ekki eiga að vera á þeim stað sem mörg þeirra eru nú. Allt of mörg börn dvelja of lengi við tölvu- leiki og annað skjáhorf. Allir þessir frasar sem litlu börnin eru að nota og enskusletturnar. Svo þegar mað- ur spyr þau hvað þetta þýði, þá vita þau það ekki. Þau eru að nota eða horfa á tölvuleiki, yfirfæra og átta sig ekki á hvað þau eru að segja eða gera. Þetta er ekki æskileg þróun. gamla góða bókin og það að fara út að leika verður alltaf best.“ Leyfa börnunum að tak- ast á við umhverfið Yfir vetrartímann á leikskólan- um eru alltaf skipulagðar vinnu- stundir og þá er alltaf einn hóp- ur sem fer í útikennslu. Ásdís hef- ur verið svo heppin að fá að sjá um það síðustu tvö árin eins og hún orðar það sjálf. „Ég er svo hepp- in að hafa fengið að sjá um það. Ég ásamt öðrum kennara unnum saman með það og vorum við sam- taka í því að láta börnin takast á við umhverfið, fara í klettana í garða- víkinni, klifra, kanna fjörurnar og fræða börnin um umhverfið,“ segir Ásdís. „Við göngum oft stíginn hjá leikskólanum í áttina að Þórðar- götu, þá förum við í leik sem heitir Kynjamyndir í klettum. Þá hvetjum við krakkana til að finna allskonar myndir þegar þau horfa á umhverf- ið í kringum sig. Þau finna ljón, þau finna krókódíl og svo er tröll- skessa þarna á leiðinni ásamt svaka- lega stórum tröllkalli við endann á Ánahlíð. Þetta þykir þeim allt- af jafn spennandi og skemmtilegt. Með þessu erum við að kenna þeim að lesa umhverfið og fræðast,“ bæt- ir hún við. Þá voru prentaðar út og hengd- ar upp myndir af fuglum sem halda til í Borgarvoginum sem liggur rétt við Klettaborg. Þegar börnin sjá svo fugl geta þau bent á sama „Gamla góða bókin og það að fara út að leika, verður alltaf, best“ Ásdís Baldvinsdóttir hættir störfum eftir 42 ár sem leikskólakennari í Borgarnesi Ásdís Baldvinsdóttir á leikskólalóð Klettaborgar í Borgarnesi. Hún hættir störfum eftir 42 ár. Ljósm. glh. Ásdís er spennt að fara að stunda áhugamálin sín nú þegar hún er hætt störfum sem leikskólakennari. Ásdís að störfum í leikskólanum Klettaborg.

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.