Skessuhorn


Skessuhorn - 14.07.2021, Blaðsíða 16

Skessuhorn - 14.07.2021, Blaðsíða 16
MiðViKudAgur 14. júLÍ 202116 Það var hrein unun að fylgjast með dömunum, Önnu Þórhildi frá Brekku, Ástu Marý frá Skipa- nesi, Kristínu Birnu frá Ásbjarn- arstöðum, Steinunni frá Hjarðar- holti og Þorgerði frá Sámsstöð- um leika og syngja í reykholts- kirkju 4. júlí síðastliðinn. Á dag- skránni voru píanóverk, einsöng- ur, tvísöngur. Það er ekki miklu að kvíða fyrir tónlistarlífið hér um slóðir. Listamenn á hljóðfæri sem og innra hljóðfæri fæðast og eru okkur hinum sem viljum njóta til skemmtunar. Síðast þegar undirritaður naut stundar með dætrum Borgarfjarð- ar sagðist hann hlakka til næstu tónleika. Það gekk svo sannarlega eftir. Nú höfðu þær dömur tekið skrefið, þroskast og numið. Þær sprungu út, áttu hvert lagið og sönginn sem þeir áheyrendur er lögðu leið sína í reykholtskirkju fögnuðu af hjartans list. Hvílíkt og annað eins. Nú eru liðin nokkur ár og stúlkurnar hafa öðlast reynslu við að koma fram, túlka og gefa. um leið ber að þakka skólunum fyrir að hafa gefið þeim ungmenn- um sem þess óska möguleika. Það er nefnilega svo að til þess að efni fái að njóta sín þarf tækifæri, tæki- færi til menntunar. Þess vegna er svo mikilvægt að samstarf þeirra sem um fræðslumál halda sé gott og umfram allt sveigjanlegt. Takk fyrir skemmtunina frá- bæru stúlkur. Flemming Jessen Á jörvagleði dalamanna, sem haldin var í apríl síðastliðnum, var dalamaður ársins 2021 kynntur. Fjöldi dalamanna hlaut tilnefning- ar en langflestar þeirra fékk Bragi Þór gíslason og var hann útnefnd- ur dalamaður ársins 2021. rök- in fyrir valinu voru meðal annars að Bragi Þór er sagður vera bjart- sýnn, duglegur, hugmyndaríkur og góð fyrirmynd fyrir unga fólkið auk þess sem hann er sagður leggja sig fram við að þjónusta fólk með gleði og létta lund. Þá hefði Bragi keypt sér hús og byggt upp fyrirtæki og að aðdáunarvert væri hversu góður Bragi Þór er í því að finna lausn- ir til að láta fyrirtækið sitt ganga þó lítið hafi verið um ferðamenn og treysta hefði þurft á viðskipti heimamanna. Blaðamaður Skessuhorns heim- sótti Braga Þór á veitingastaðinn Veiðistaðinn í Búðardal sem hann rekur ásamt ísbúð í sama húsnæði. Það tók reyndar svolítinn tíma að ná honum í spjall því að það er mikið að gera og hann annað hvort í vinnunni eða á þeytingi til reykja- víkur að sækja vörur. Þá spilar einn- ig inn í að erfiðlega hefur gengið að fá og halda starfsfólki í Búðardal vegna húsnæðisskortsins sem ríkir þar. Bragi skefur ekkert af hlutun- um þegar hann ræðir um ástandið í Búðardal og segist hafa mikinn áhuga á því að gera hlut Búðar- dals sem mestan og stærstan. Hann er ekki sáttur við hvernig sveitar- stjórn hefur haldið á málum þegar kemur að skipulagi og framkvæmd- um. Bragi bendir á að öll áhersla hafi verið á að byggja húsnæði fyrir fjölskyldufólk. Í bænum hafa verið byggð parhús en Bragi vill sjá fjöl- býlishús með fjölbreyttari íbúða- stærðum. „Hér er eingöngu byggt húsnæði fyrir fjölskyldufólk en fjöl- skyldufólk vill ekki flytja hingað því hér er hvorki íþróttahús né sund- laug,“ bendir Bragi á. Búinn að vera tryllingur í sumar Bragi segir að þegar hann tók við rekstrinum 30. apríl 2020 hafi ástandið ekki verið gott enda Co- vid-19 í algleymingi. „Það var svo vitlaust að gera síðasta sumar og búið að vera tryllingur núna í sumar,“ segir Bragi, en hann missti tvo starfsmenn í vikunni sem leið vegna þess að þeir fengu einfald- lega ekki neitt húsnæði. „Það er eiginlega útilokað fyrir einstak- linga að flytja hingað.“ Bragi held- ur áfram: „Það er ekki eftirsóknar- vert fyrir fólk með börn að flytja hingað ef það eina sem það getur gert er að hanga í tölvunni.“ Vegna þess hve erfiðlega Braga gengur að fá starfsfólk þarf hann nú að loka staðnum tvo daga í viku. Hann segir að það sé einfaldlega ekki hægt að leggja meira á starfs- fólkið því þá brenni það hreinlega út og að það sé ekki góð staða. „Fólk þarf náttúrulega að fá sín frí,“ segir hann. „Ef ég fæ ekki hús- næði fyrir starfsfólkið mitt fljót- lega lítur dæmið bara alls ekki vel út. Ekki ætla ég að fara að útvega einhverja íbúðargáma fyrir fólkið, ég býð því ekki upp á það,“ segir hann. „Það eina sem ég gæti gert til þess að leysa þetta væri hrein- lega að kaupa hús undir starfsfólk en þá væri ég að ýta undir þá þróun í Búðardal að fleiri og fleiri hús eru orðin starfsmannabústaðir sem fyr- irtækin í bænum eiga. Svo er sífellt algengara að íbúðarhús sem seljast hér í bænum endi sem sumarhús fyrir fólk sem býr annars staðar, til dæmis á höfuðborgarsvæðinu, fólk sem er kannski nokkrar vikur á ári hér í bænum. Það fólk borg- ar lítið til sveitarfélagsins,“ bendir Bragi á. Flest fyrirtækin í vandræðum Bragi bendir á að í Búðardal eru mörg fyrirtæki. „Flest þeirra eru í vandræðum því það vantar húsnæði og það kemur í veg fyrir alla upp- byggingu. Þá er ástandið á leigu- markaði hræðilegt því leiguverð er allt of hátt miðað við staðsetningu. Með því að byggja fjölbýlishús í stað þessara parhúsa má ná niður leiguverðinu.“ Staðan er hins vegar snúin fyrir sveitarfélagið. „Sveitar- félagið hefur ekki efni á að byggja íþróttahús og sundlaug en vísitölu- fjölskyldurnar koma ekki hingað ef þetta er ekki fyrir hendi,“ segir Bragi. Braga finnst bænum hafa farið aft- ur og bendir á fólksfækkun: „Sem dæmi um hnignunina þá vorum við rúmlega hundrað börn í grunn- skólanum þegar ég var þar en nú eru þau 80, samt er ég bara 25 ára. Fólk á mínum aldri vill ekki sjá að vera hérna, hér er ekkert við að vera. Það eina sem hægt er að gera sér til dundurs er að fara út í blóma- beð að reita arfa.“ Bragi segir að í Búðardal sé nánast ekkert skipu- lagt íþróttastarf. „Það er sundlaug að Laugum en þar er mjög skertur opnunartími,“ segir hann. „Þetta er bara sorglegt ástand.“ Hann heldur áfram: „Það sem hefur alltaf geng- ið fyrir hér í Búðardal eru hestar. Það var til dæmis ekkert vandamál að henda upp flottri og stórri reið- höll. Af hverju kom ekki íþróttahús á undan henni? Sveitarfélagið lagði út fyrir reiðhöllinni. Sveitarfélagið þarf ekki að byggja sjálft heldur að sjá til þess að verktökum sé kleift að byggja fjölbreyttari hús með því til dæmis að úthluta lóðum sem henta til dæmis leigufélögum,“ segir Bragi og heldur áfram: „Það þarf að gera eitthvað til þess að koma uppbygg- ingu af stað. Það þarf að setja kraft í að byggja bæinn upp.“ Krakkar í Búðardal hörkuduglegir Þrátt fyrir að Bragi sé ósáttur við ýmislegt í stjórnun sveitarfélagsins er hann samt brattur og segist langa til að gera svo margt. Hann hafi stóra drauma en þeir sé alveg raunsæ- ir. Hann tekur þó fram að hann geti ekki framkvæmt neitt af þess- um draumum ef hann þarf að fara að kaupa húsnæði fyrir starfsfólkið. „Það þarf að laga gólfið hér á staðn- um, hér var fiskvinnsla og því vatns- halli á gólfinu. Þetta þarf að laga auk þess sem ég ætla að setja hita í gólfið,“ segir Bragi. Ég vil setja upp hjólastólaaðgengi svo fatlaðir kom- ist inn á staðinn og á salerni.“ Hann heldur áfram: „Ég vil byggja við fyrir aftan húsið en það er háð samþykkt yfirvalda. Þar vil ég setja ný salerni og stækka eldhúsið auk þess sem okkur vantar tilfinnanlega geymslu- aðstöðu og starfsmannaaðstöðu. Mig langar að setja upp poolborð og skjá til að geta sýnt boltann svo og pílu- spjald svo eitthvað sé nefnt.“ Starfsmenn Braga eru flestir tékk- neskir auk þess sem hann er með nokkra fimmtán ára krakka í vinnu. Hann segir Tékkana yndislegt fólk og gríðarlega duglegt. um krakk- ana segir Bragi: „Það er oft sagt um krakka í dag að þeir nenni engu og hangi bara í tölvunni. Það er ekki hægt að segja um krakka í Búðardal, þeir eru alveg frábærir og hörkudug- legir.“ Bragi segist hvergi annars staðar vilja vera en í Búðardal en hann seg- ist vilja gera eitthvað úr bænum. „Ég skora á sveitarfélagið að gera eitt- hvað róttækt. Það þarf að reka sveit- arfélagið eins og fyrirtæki því þessi bær getur blómstrað ef hlutirnir eru gerðir rétt,“ segir Bragi að lokum. frg Dagsstund með Borgarfjarðardætrum Dalamaður ársins vill uppbyggingu í Búðardal Segir húsnæðisskort hindra uppbyggingu Bragi Þór með tveimur starfsmönnum Veiðistaðarins, Jana og Marge. Veiðistaðurinn og Ísbúðin í Búðardal.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.