Skessuhorn


Skessuhorn - 14.07.2021, Blaðsíða 22

Skessuhorn - 14.07.2021, Blaðsíða 22
MiðViKudAgur 14. júLÍ 202122 How do you like Iceland? Spurning vikunnar (Spurt í Borgarnesi) Jed frá Hollandi Mér líkar allt við landið. Carlotta frá Ítalíu Mér líkar mjög vel við landið. Maður keyrir örfáa kílómetra og lendir inn í gjörólíku umhverfi og landslagi. Veðrið hér getur líka verið áskorun. Stefania frá Ítalíu Mér líkar mjög vel við landið. Þið eruð með frábært landslag hér. Lauren og Otis frá Oklahoma í Bandaríkjunum Ég elska landið. Við myndum flytja hingað ef við gætum. Það verður að segjast eins og er að það gengur ekki alveg nógu vel hjá Vesturlandsliðunum í knattspyrnu á Íslandsmótinu þegar mótið er hálfn- að í flestum deildum. Hér ætlum við aðeins að skoða stöðu liðanna, helstu úrslit og markaskorara og rýna í framhaldið. ÍA leikur í Pepsi Max deildinni og er nú í tólfta og neðsta sæti með sex stig eftir tólf leiki og markatalan er 11-25. Þeir sem hafa skorað þessi ell- efu mörk fyrir ÍA eru gísli Laxdal unnarsson með þrjú, Viktor jóns- son, Ísak Snær Þorvaldsson og Þórð- ur Þorsteinn eru með tvö mörk hver og síðan þeir ingi Þór Sigurðsson og Steinar Þorsteinsson með eitt mark hvor. Skagamenn hafa aðeins unnið einn leik í sumar gegn HK á útivelli 1-3 og gert þrjú jafntefli gegn Víkingi r, Stjörnunni og Keflavík. Átta leikjum hafa þeir tapað og þar á meðal 5-1 fyrir FH en í hinum leikjunum sjö aldrei tapað stærra en með tveimur mörkum. Næstu leikir eru gegn Val og FH heima og Stjörnunni úti og síðustu þrír leikir liðsins eru í sept- ember gegn Leikni og Fylki heima og Keflavík á útivelli. Markmannavandræði hjá Skagamönnum Ljóst er að staða Skagamanna er ekki góð þessa stundina og margt sem þarf að breytast til að þeir nái að halda sæti sínu í deildinni. HK er með níu stig og Fylkir með ellefu stig sæti ofar. Því er líklegt að þessi þrjú lið verði í botnbaráttunni þó að lið eins og Keflavík, Stjarnan og Leikn- ir gætu dottið í þann pakka líka. Skagamenn hafa verið í vandræðum með markmannsstöðuna í allt sum- ar: Fyrst meiddist aðalmarkvörður- inn Árni Snær eftir þrjá leiki, þá tók dino Hodzic næstu sex og í síðustu þremur leikjum hefur hinn ungi og óreyndi Árni Marinó staðið á milli stanganna. Vörn Skagamanna hefur verið óörugg í mörgum leikjum sum- arsins kannski þess vegna en jóhannes Karl þarf að laga til sem fyrst í varn- arleiknum ef ekki á að fara illa. Þó er mesta vandamálið í sóknarleiknum því mörk vinna leiki og það er allt of lítið af þeim hjá Skagamönnum og ekki skrýtið að menn hafi spurt fyr- ir mót hver ætti að skora mörkin. Þá hafa sóknarmennirnir Hákon ingi og Morten Beck ekki enn náð að skora í deildinni en þeir voru líklega fengn- ir til ÍA til að skora mörk. En þol- inmæði er dyggð og bjartsýnin ekki á sandi byggð og vonandi að Skaga- menn fari að rífa sig í gang og nái upp smá leikgleði og djörfung því annars gæti liðið fallið í þriðja skiptið í næst- efstu deild á síðustu tíu árum. Víkingur Ólafsvík leikur í Lengju- deildinni og situr nú í tólfta og neðsta sæti með tvö stig eftir ellefu leiki og markatalan er 14-38. Þeir sem hafa skorað þessi 14 mörk fyrir Víking eru Kareem isiaka með fjögur mörk, Harley Willard með þrjú, Anel Crnac, Emmanuel Keke, guðfinnur Þór Leósson, Hlynur Sævar jónsson, Marteinn Theodórsson og Þorleifur úlfarsson eru með eitt mark hver og eitt mark er sjálfsmark. Guðjón mættur á ný Víkingur hefur gert tvö jafntefli í sumar gegn Þór Akureyri 2-2 og grindavík 2-2 og tapað öllum hin- um, stór töp gegn Þrótti 0-7 og 5-1 gegn Aftureldingu, 0-3 gegn Vestra en annars ekki tapað með meira en tveimur mörkum í hinum leikjun- um. Næstu leikir eru gegn grinda- vík heima, Aftureldingu úti og Fram heima og síðustu þrír leikir liðsins eru í september gegn Þrótti úti, gróttu heima og grindavík á útivelli. Víkingur er í ansi vondum málum og þarf líklega kraftaverk til að ná að halda sér uppi. Þróttur og Selfoss eru fimm og sjö stigum fyrir ofan þá eins og staðan er nú og miðað við geng- ið í sumar er ólíklegt að það breyt- ist. Hins vegar er guðjón Þórðarson mættur í brúnna aftur hjá Ólsurum til að reyna að snúa gengi liðsins við og ef einhver getur lagað varnarleik að þá er það hann. Markmenn liðs- ins, Marvin og Konráð, eru ung- ir og með litla reynslu og ekki ólík- legt að guðjón reyni að ná sér í nýj- an markmann og varnarmenn áður en félagsskiptaglugginn lokast í lok júlí enda liðið búið að fá á sig allt of mörg mörk í sumar eða tæplega fjög- ur mörk í leik að meðaltali. Liðið er byggt upp á útlendingum eins og á síðustu árum og í bland eru ungir ís- lenskir leikmenn með litla reynslu í efri deildum. Miklar mannabreyting- ar urðu á liðinu frá því í fyrra og því alltaf ljóst að þetta yrði erfitt sumar í Ólafsvík. Að öllum líkindum fellur Víkingur eins og laufblöðin í haust en það verður þó gaman að fylgj- ast með guðjóni og hans mönnum reyna að koma í veg fyrir það með öllum tiltækum ráðum. Jöfn deild ÍA leikur í Lengjudeild kvenna og er nú í sjöunda sæti með tíu stig eft- ir níu leiki og markatalan er 9-20. Þær sem hafa skorað þessi níu mörk eru Erla Karitas jóhannesdóttir með þrjú, Sigrún Eva Sigurðardóttir með tvö og þær dana joy Scheriff, Lilja Björg Ólafsdóttir, unnur Ýr Har- aldsdóttir og Védís Agla reynisdótt- ir eru með eitt mark hver. ÍA hefur unnið þrjá leiki í sum- ar gegn Augnabliki 2-1, HK 0-1 og grindavík 2-3, gert eitt jafntefli gegn Haukum og tapað fimm, með þrem- ur mörkum í þremur leikjum og með einu í tveimur leikjum. Næstu leikir eru gegn gróttu heima, Augnabliki úti og Kr heima og síðustu tveir leikir liðsins eru í september gegn Aftureldingu heima og Haukum á útivelli. ÍA stúlkur eru í ágætis málum þannig séð í deildinni en eru þó að- eins fimm stigum frá fallsæti þar sem grindavík og Augnablik sitja. ÍA má því ekki slaka neitt á klónni á næstu vikum því það er stutt bæði upp og niður og deildin mjög jöfn og ým- islegt getur gerst. ÍA er með frekar ungt lið en meðalaldur liðsins er um tuttugu ár og er byggt upp á heima- stúlkum auk tveggja erlendra leik- manna. Liðið hefur fengið á sig of mörg mörk í sumar og þarf að bæta sig í varnarleiknum ef þær ætla að sleppa við botnbaráttuna. Liðið er með góðan markmann á milli stang- anna, Anítu Ólafsdóttur, en vörnin fyrir framan hana hefur verið á köfl- um óörugg og gefið of mörg mörk á klaufalegan hátt. Sóknin er þó mesta vandamálið hjá ÍA því þær hafa skor- að aðeins eitt mark í leik að meðal- tali og ekki náð að tengja nógu vel saman miðju og sókn og þá fer allt of lítið fyrir kantmönnum liðsins fram á við. Þá hefur hin bandaríska dana joy Scheriff ekki enn fundið sig fyrir framan markið og aðeins skorað eitt mark í níu leikjum. En ef þessi vanda- mál verða leyst af þjálfurum liðsins að þá er ekki spurning að Skagastúlk- ur sigli lygnan sjó í deildinni og færi sig jafnvel ofar í töflunni. Brekka hjá Kára Kári leikur í 2. deild karla og er nú í ellefta sæti með sex stig eftir ell- efu leiki og markatalan er 15-26. Þeir sem hafa skorað þessi 15 mörk fyrir Kára eru Marinó Hilmar Ás- geirsson með fimm, Martin Mon- tipo og Andri júlíusson með fjög- ur og gabríel Þór Þórðarson og jón Vilhelm Ákason með eitt hvor. Kári hefur aðeins unnið einn leik í sumar gegn Haukum 2-3, gert þrjú jafntefli og tapað sjö, með þremur mörkum í tveimur leikjum, með tveimur í ein- um leik og með einu í fjórum leikj- um. Næstu leikir eru gegn KV úti og KF úti og reyni S. heima og síðustu þrír leikir liðsins eru í september gegn Þrótti Vogum heima, Haukum heima og Magna á útivelli. Káramenn hafa verið í basli síð- ustu ár í 2. deildinni og það virð- ist hafa orðið spennufall í félaginu eftir tímabilið 2018 þegar Kári var ekki langt frá því að tryggja sér sæti í næstefstu deild sem hefði þýtt að einungis ein deild hefði verið á milli ÍA og Kára. Þau hafa frá árinu 2015 verið með venslasamning og í sam- starfi varðandi leikmannamál og meðal annars leikið undir merkjum ÍA/Kári/Skallagrímur í 2. flokki karla síðustu ár sem hefur án vafa bara ver- ið til góðs fyrir félögin. Hins vegar er alltaf erfitt fyrir þjálfara að hafa ekki leikmannahópinn í föstum skorðum fyrir tímabilið og vita í raun aldrei hvaða leikmenn hann fái í næsta leik og jafnvel ekki ráða því hverjir eigi að spila. Hvort sem það er ástæðan fyrir því að þó nokkurt rót hefur verið í þjálfaramálum Kára á síðustu árum er ómögulegt að segja en Káramenn hafa þó verið mjög heppnir með þá þjálfara sem hafa náð að halda þeim í annarri deildinni undanfarin ár. Nú lítur allt út fyrir það að Kári sé á leið niður um deild en þekkjandi það að það þarf oft ekki meira en einn til tvo sigurleiki í röð til að ná upp stemn- ingu og sigurhefð en það þarf þá að gerast sem fyrst hjá Káramönnum. Þeir hafa ekki verið að fá á sig mörg mörk eða bara svipað og önnur sex lið í deildinni en aðalvandamálið í sumar hefur verið það að þeir hafa verið að missa sigurleiki niður í jafntefli eða tap. Það má líklega skrifa á reynslu- leysi því meðalaldur liðsins hefur oft á köflum verið í kringum tuttugu ár en á sama tíma ættu menn að hafa þol, kraft og gott líkamlegt form til að vega upp á móti því. Spennandi verður að fylgjast með Káramönnum það sem eftir lifir af tímabilinu og sjá hvort þeir nái því að spila í 2. deild fimmta árið í röð á næsta ári. Samantekt: Í fyrsta skipti í sögu knattspyrnu á Vesturlandi gætu fjög- ur lið átt það á hættu að falla niður um deild á sama árinu. Eins og stað- an er nú er það alls ekki ólíklegt og þá sérstaklega karlamegin en það yrði mikið áfall fyrir öll þessi félög. Þetta kemur allt í ljós í haust en þangað til hvetjum við sem flesta til að skella sér á völlinn og styðja sitt lið til sigurs. vaks Skagamenn eru í tómu tjóni. Ljósm. gbh Falla fjögur lið af Vesturlandi í sumar? Skagastúlkur eru í hörku baráttu. Ljósm. sas Kári er í bölvuðu brasi. Ljósm. sgh Víkingur Ólafsvík er í veseni. Ljósm. af

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.