Skessuhorn


Skessuhorn - 14.07.2021, Blaðsíða 18

Skessuhorn - 14.07.2021, Blaðsíða 18
MiðViKudAgur 26. MAÍ 202118 Á sunnudaginn lauk Fjórðungsmóti Vesturlands sem hald- ið var í Borgarnesi dagana 7.-11. júlí. Mótið var hið glæsi- legasta í alla staði, vel skipulagt með skemmtilegri dagskrá langt fram á kvöld. Hestakosturinn á mótinu var frábær og sáust mögnuð tilþrif bæði á kynbótabrautinni og keppnis- vellinum. Voru það hestamannafélögin á Vesturlandi sem héldu mótið en hestamannafélögum á Norðurlandi var einnig boðið að vera með. Keppt var í A og B flokki gæðinga en einnig í barna,- unglinga- og ungmennaflokki. Einnig var opin töltkeppni og skeiðkeppni ásamt því að landssýning kynbótahrossa fór fram á laugardeginum. Þar komu til verðlauna tíu hæst dæmdu kynbótahrossin á landinu í hverjum flokki. Peninga- verðlaun voru í boði fyrir tölt- og skeiðkeppnina. Sigur- vegari í skeiðinu urðu Konráð Valur Sveinsson og Kjarkur frá Árbæjarhjáleigu á tímanum 7,60. Í Tölti, opnum flokki, var það jakob Svavar Sigurðsson og Hálfmáni frá Steins- holti sem unnu með yfirburðum með einkunnina 8,89. Í tölti 1. flokki var það Bjarki gunnarsson og Sól frá Söð- ulsholti með einkunnina 7,27 sem báru sigur úr býtum en í tölti 17 ára og yngri var það guðmar Ísólfsson og Ós- vör frá Lækjamóti með einkunnina 6,89. Hæst dæmda kyn- bótahross mótsins var Nökkvi frá Hrísakoti en hann hlaut í aðaleinkunn 8,52. Sýning ræktunarbúa var að sjálfsögðu á sínum stað, en áhorfendur og dómnefnd kusu besta hópinn sem kom svo aftur fram kvöldið eftir. Sigurvegarinn var hópurinn frá Íb- ishóli og kom og lék listir sínar aftur kvöldið eftir. Hópur frá Árbæjarhjáleigu, sem var keppnishestabú síðasta árs, og Þúfum sem var ræktunarbú seinasta árs, kom einnig fram á laugardagskvöldinu. Félag tamningamanna veitti reiðmennskuverðlaun FT og að þessu sinni var það Mette Mannseth sem hlaut þau. Einnig veitti LH fjórum aðilum gullmerki LH og voru það þeir Benedikt Líndal, Þórir Ísólfsson, Marteinn Valdimars- son og Kristján gíslason sem hlutu þau. Við mótslok er vaninn að þakka fyrir sig. Þau randí, gunnar og Marteinn skrifuðu á heimasíðu hestamanna- félagsins Borgfirðings: „Kæru félagar. Okkur langar að þakka öllum þeim sem lögðu hönd á plóg við að gera mótið sem glæsilegast. Svona mót kallar á mikinn undirbúning og fjöldi sjálfboðaliða var til staðar með bros á vör og tilbúnir að hlaupa í öll þau verk sem þurfti að vinna. Við stóðum vaktina í undirbúningnum en svona mót er ekki haldið án fjölda sjálfboðaliða og erum við virkilega þakklát fyrir frábæra aðstoð. Við teljum mótið hafa heppnast vel, frábær- ir hestar, knapar, umgjörð og veðrið lék við gesti. Borgfirð- ingur má svo sannarlega vera stoltur af öllu sínu fólki hvort sem um er að ræða keppendur, ræktendur, sjálfboðaliðar eða gesti. Takk fyrir frábært mót.“ Texti og myndir: Iðunn Silja Svansdóttir. Nokkrar myndir tók einnig: Jósefina Morell. A-ÚRSLIT B FLOKKUR UNGMENNA 1. guðmar Freyr Magnússon / Eldur frá Íbishóli 8,68 2. Eysteinn Tjörvi K. Kristinsson / Laukur frá Varmalæk 8,59 3. Freydís Þóra Bergsdóttir / Ösp frá Narfastöðum 8,44 4. inga dís Víkingsdóttir / Ósk frá Hafragili 8,42 5. guðný rúna Vésteinsdóttir / Þruma frá Hofsstaðaseli 8,34 6. Hjördís Helma jörgensdóttir / Hrafn frá Þúfu í Kjós 8,33 7. Ísólfur Ólafsson / Blær frá Breiðholti, gbr. 8,27 8. Ásdís Freyja grímsdóttir / Pipar frá reykjum 8,07 A-ÚRSLIT BARNAFLOKKUR 1. Embla Móey guðmarsdóttir / Skandall frá Varmalæk 1 8,73 2. indriði rökkvi ragnarsson / griffla frá grafarkoti 8,33 3. Kristín Eir Hauksdóttir Holaker / Ísar frá Skáney 8,31 4. Aþena Brák Björgvinsdóttir / Hrafntinna frá Lárkoti 8,22 5. Anton Már greve Magnússon / Hnokki frá Eyri 8,14 6. jólín Björk Kamp Kristinsdóttir / Kjarval frá Hjaltastaða- hvammi 8,04 7. Haukur Orri Bergmann Heiðarsson / Abba frá Minni- reykjum 8,03 8. Hjördís Halla Þórarinsdóttir / Flipi frá Bergsstöðum Vatns- nesi 7,04 A-ÚRSLIT B FLOKKUR GÆÐINGA 1. Adrían frá garðshorni á Þelamörk / daníel jónsson 8,99 2. Tumi frá jarðbrú / Þórarinn Eymundsson 8,99 3. List frá Þúfum / Mette Mannseth 8,83 4. Þorsti frá Ytri-Bægisá i / Sigurður Sigurðarson 8,75 5. Steggur frá Hrísdal / Siguroddur Pétursson 8,69 8. Eyja frá Hrísdal / guðný Margrét Siguroddsdóttir * 8,17 6. Melódía frá Hjarðarholti / Elín Magnea Björnsdóttir 8,64 7. Blundur frá Þúfum / gísli gíslason 8,28 A-ÚRSLIT UNGLINGAFLOKKUR 1. guðmar Hólm Ísólfsson Líndal / Freyðir frá Leysingja- stöðum ii 8,57 2. Ólöf Bára Birgisdóttir / jökull frá Nautabúi 8,40 3. Þórgunnur Þórarinsdóttir / Hnjúkur frá Saurbæ 8,40 4. Katrín Ösp Bergsdóttir / Ölver frá Narfastöðum 8,37 5. Kolbrún Katla Halldórsdóttir / Sigurrós frá Söðulsholti 8,37 6. Harpa dögg Bergmann Heiðarsdóttir / Þytur frá Stykkis- hólmi 8,36 7. Kristín Karlsdóttir / Smyrill frá Vorsabæ ii 8,30 8. Aníta Eik Kjartansdóttir / rökkurró frá reykjavík 8,21 A-ÚRSLIT A FLOKKUR GÆÐINGA 1. Kalsi frá Þúfum / Mette Mannseth 8,86 2. Sægrímur frá Bergi / Viðar ingólfsson 8,84 3. Forkur frá Breiðabólsstað / Flosi Ólafsson 8,79 4. Kastor frá garðshorni á Þelamörk / Konráð Valur Sveins- son 8,77 5. Vegur frá Kagaðarhóli / Þórarinn Eymundsson 8,65 6. Lokbrá frá Hafsteinsstöðum / Skapti Steinbjörnsson 8,60 7. ronja frá Yztafelli / Fredrica Fagerlund 8,58 8. glúmur frá dallandi / jakob Svavar Sigurðsson 8,50 Hér koma þrjú efstu hrossin í hverjum flokki kynbótahrossa: Stóðhestar 7 vetra og eldri Nökkvi frá Hrísakoti, aðaleinkunn: 8,52 Álmur frá reykjavöllum, aðaleinkunn: 8,46 Huginn frá Bergi, aðaleinkunn: 8,43 6 vetra stóðhestar Atli frá Efri-Fitjum, aðaleinkunn: 8,50 Vigri frá Bæ, aðaleinkunn: 8,41 Kunningi frá Hofi, aðaleinkunn: 8,37 5 vetra stóðhestar Skyggnir frá Skipaskaga, aðaleinkunn: 8,28 Blæsir frá Hægindi, aðaleinkunn: 8,07 Salómon frá Efra-Núpi, aðaleinkunn: 8,07 4 vetra stóðhestar draupnir frá Holtsmúla 1, aðaleinkunn: 8,13 Ljósvaki frá Steinnesi, aðaleinkunn: 8,11 Hátindur frá Álfhólum, aðaleinkunn: 7,96 7 vetra og eldri hryssur Fjóla frá Eskiholti ii, aðaleinkunn: 8,38 Snerpa frá Efri-Fitjum, aðaleinkunn: 8,21 glíma frá gröf, aðaleinkunn: 8,15 6 vetra hryssur Tromla frá Skipaskaga, aðaleinkunn: 8,41 Skuggadís frá Hríshóli 1, aðaleinkunn: 8,34 Karen frá Hríshóli 1, aðaleinkunn: 8,34 5 vetra hryssur Sögn frá Skipaskaga, aðaleinkunn: 8,31 Kóróna frá Skrúð, aðaleinkunn: 8,29 Hetta frá Söðulsholti, aðaleinkunn: 8,27 4 vetra hryssur röst frá Bergi, aðaleinkunn: 8,04 urður frá gunnlaugsstöðum, aðaleinkunn: 7,95 gæfa frá Lækjamóti, aðaleinkunn: 7,85. Glæsilegu Fjórðungsmóti Vesturlands lokið Konráð Valur Sveinsson og Kjarkur frá Árbæjarhjáleigu unnu 100 m skeið. Ljósm. iss. Þeir Benedikt Líndal, Kristján Gíslason, Marteinn Valdimarsson og Þórir Ísólfsson voru sæmdir gullmerki LH. Ljósm. iss. Jakob Svavar og Hálfmáni, sigurvegarar í tölti opnum flokki, taka við verðlaunum. Ljósm. iss. Mette Mannseth og Kalsi, sigurvegarar í A flokki. Ljósm. jm.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.