Skessuhorn


Skessuhorn - 14.07.2021, Blaðsíða 6

Skessuhorn - 14.07.2021, Blaðsíða 6
MiðViKudAgur 14. júLÍ 20216 Tilkynnt um aðfinnsluvert aksturslag VESTURLAND: Á sunnu- dagsmorgun var lögreglu til- kynnt um aðfinnsluvert akst- urslag ökumanns á Vestur- landsvegi. Í kjölfarið stöðv- aði lögregla för ökumanns- inn. Hann svaraði jákvætt á fíkniefnaprófi og var hand- tekinn. Mál hans fór í hefð- bundinn farveg. -frg Dópaður og með byssur heima SNÆFELLSNES: Lög- reglumenn á eftirlitsferð stöðvuðu ökumann á 125 kílómetra hraða á Snæfells- nesvegi á laugardag. Hann svaraði síðan fyrir amfeta- míni á fíkniefnaprófi og var í kjölfarið handtekinn. Feng- inn var úrskurður um hús- leitarheimild og á heim- ili ökumannsins fundust vopn; haglabyssa, rifflar og gasskammbyssa. Málið er í rannsókn. -frg Fíkniefnaakstur SNÆFELLSNES: Síðdeg- is á laugardag stöðvuðu lög- reglumenn á eftirlitsferð för ökumanns á Snæfellsnesvegi. Ökumaður er grunaður um akstur undir áhrifum fíkni- efna. Hann var handtekinn og fór mál hans hefbundna leið. -frg Tekinn próflaus í þriðja skiptið VESTURLAND: Lög- reglumenn á eftirlitsferð stöðvuðu ökumann á Vestur- landsvegi á laugardag. Hann reyndist vera sviptur ökurétt- indum og var þetta í þriðja skiptið sem hann var tekinn próflaus á bílnum. -frg Próflaus og dópaður VESTURLAND: Ökumað- ur sem stöðvaður var fyrir að aka á 120 kílómetra hraða á Vesturlandsvegi á þriðjudag í síðustu viku reyndist próf- laus. Var þetta í þriðja skipti sem hann er tekinn próflaus á bílnum. Að auki er ökumað- urinn grunaður um að hafa ekið undir áhrifum fíkniefna. -frg Ók fullur frá tjaldsvæði VESTURLAND: Lögregla á Vesturlandi var með auk- inn viðbúnað um liðna helgi. Ökumaður sem farið hafði of snemma af stað frá tjaldstæði í Borgarfirði á laugardags- morgun var stöðvaður og við athugun vaknaði grunur um að hann væri undir áhrifum áfengis. Mál hans fór í hefð- bundið ferli. -frg Þurfa að fjölga leikskólaplássum BORGARBYGGÐ: Á fundi byggðarráðs Borgarbyggð- ar síðastliðinn fimmtudag voru kynntar upplýsingar úr þarfa- greiningu fyrir leikskóla í Borg- arnesi. „Þarfagreining fyrir leikskóla í Borgarnesi og æski- leg næstu skref í uppbyggingu leikskóla í Borgarnesi mun liggja fyrir í ágúst. umsóknum um leikskólapláss í Borgarnesi heldur áfram að fjölga og því eru uppbyggingaráform með fjölgun leikskólaplássa í huga mikilvæg til að bregðast við þeirri fjölgun,“ segir í bókun af fundi byggðarráðs. -mm Skothríð við sumarbústað BORGARFJ: Síðastliðið sunnudagskvöld barst lögreglu tilkynning um að verið væri að skjóta af haglabyssu og riffli við sumarbústað í Borgarfirði. Sér- sveit ríkislögreglustjóra var kölluð til aðstoðar eins og venja er í slíkum málum. Í kjölfarið voru fjórir handteknir á staðn- um. Skotmennirnir héldu því fram að þeir hefðu leyfi hús- ráðanda fyrir skytteríinu. Þá var einn aðili sem tengist mál- inu handtekinn eftir að lögregla stöðvaði för hans. Hann er grun- aður um akstur undir áhrifum fíkniefna. Við rannsókn málsins kom í ljós að vopnin voru stol- in. Búið er að finna raunveru- legan eiganda þeirra en hann er staddur erlendis. Málið tengist því óupplýstu innbroti á höfuð- borgarsvæðinu og má gera ráð fyrir að það mál upplýsist í kjöl- farið. -frg „Við opnum fimmtudaginn 15. júlí. Allir velkomnir, kaffi á könn- unni og íspinnar fyrir börnin,“ seg- ir í tilkynningu frá nýjum rekstr- araðila Baulunnar í Borgarfirði. Skeljungur keypti eins og kunn- ugt er Bauluna í september á síð- asta ári og rak hana þar til í janú- ar að lokað var og auglýst eftir áhugasömum sem vildu taka rekst- urinn að sér. Síðan hefur Skeljung- ur staðið fyrir gagngerum endur- bótum á húsnæðinu. Búið er að endurinnrétta alla efri hæð húss- ins, skipta út innréttingum, koma fyrir nýjum tækjum í eldhúsi ásamt húsgögnum, mála og gera snyrti- legt. Einnig er búið að taka lóðina við Bauluna í gegn og koma fyr- ir nýjum leiktækjum fyrir börnin. Haukur ragnarsson veitingamað- ur tók reksturinn á leigu og ætlar að opna á morgun. Haukur segist í samtali við Skessuhorn vera bjartsýnn á rekst- ur á þessum stað. Nú síðustu daga, meðan unnið hefur verið við lokafrágang á húsinu, hafi verið stöðugt rennirí ferðafólks og marg- ir; heimamenn, sumarhúsafólk og aðrir, sem bíði hreinlega eftir að þjónusta fari í gang að nýju. „Ég tók reksturinn á leigu hjá Skelj- ungi til fimm ára með möguleika á framlengingu samnings. Hér verð- ur bæði verslun, veitingasala og eldsneytissala líkt og menn þekkja frá því þegar Kibbi og Sigrún réðu hér ríkjum,“ segir Haukur sem sjálfur hefur starfað við veitinga- rekstur til fjölda ára. Auk þess að vera í sjálfstæðum veitingarekstri, hefur hann m.a. verið hótelstjóri á flughóteli en rak um árabil veit- ingastaðinn Ask við Suðurlands- braut. Hann segist einmitt ætla að bjóða upp á veitingar í stíl við það sem viðskiptavinir Asks þekkja. „Auk þess að vera með matseð- il verður réttur dagsins í boði alla daga, fisk- eða kjötréttur ásamt súpu á 1.790 krónur. Sérstaða Baulunnar á sinni tíð var að flutn- ingabílstjórar sóttust eftir að koma hér við og aðrir sem kjósa gjarnan heimilismat. Ég ætla að ná til þessa hóps. Einnig verður á matseðli pizzur, fiskur og franskar og ýms- ir íslenskir kjötréttir eins og snit- zel, lambakótilettur með bearnaise og slíkt. Auðvitað mun matseðil- inn svo þróast og taka mið af eft- irspurn,“ segir Haukur. Þá verður einnig nýlenduvöruverslun í Baul- unni eins og menn þekktu áður, þar sem hægt verður að kaupa brauð og álegg, mjólkurvörur og aðra nauðsynjavöru. Opið verð- ur frá klukkan 9-21. „Svo breyt- ist sjálfsagt opnunartíminn í vetur en ég verð örugglega með boltann í beinni, meistaradeildina, þannig að menn geti setið hér í rólegheit- unum.“ Sjálfur kveðst Haukur hafa komið sér fyrir í íbúð á Bifröst og ráðið starfsfólk sem ásamt honum mun taka á móti fyrstu viðskipta- vinunum á slaginu klukkan 9 á morgun, fimmtudag. mm Framkvæmdir við nýjan körfu- boltavöll á skólalóð grunnskólans í Stykkishólmi hófust í vikunni sem leið. Á vef bæjarins segir að það hafi verið félagsmenn úr umf. Snæfelli sem mættu til að taka niður það sem eftir stóð af hreystivellinum á lóðinni, en þar mun í sumar rísa nýr og glæsilegur körfuboltavöllur. uppbygging körfuboltavallar- ins er samstarfsverkefni Stykkis- hólmsbæjar og umf. Snæfells í anda samstarfs beggja aðila um að efla íþróttastarf í Stykkishólmi. um er að ræða þriðja áfanga uppbygg- ingar á skólalóðinni sem hófst árið 2019. mm/ Ljósm. Stykkishólmsbær. Nýr körfuboltavöllur í sumar Baulan enduropnuð á morgun Baulan í Borgarfirði verður opnuð gestum að nýju á morgun, fimmtudag.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.