Skessuhorn


Skessuhorn - 14.07.2021, Blaðsíða 11

Skessuhorn - 14.07.2021, Blaðsíða 11
MiðViKudAgur 14. júLÍ 2021 11 Sumarlesari vikunnar Hún Emilía Auður er sumarles- ari vikunnar á Bókasafni Akra- ness að þessu sinni. Hvað heitir þú og hvað ertu gömul? Emilía Auður og ég er 10 ára. Hvaða skóla ert þú í? Ég er í Brekkubæjarskóla. Hvaða bók varstu að lesa sein- ast og hvernig fannst þér hún? Leyndarmál Lindu og mér fannst hún skemmtileg og spennandi. Áttu þér uppáhalds bók eða rit- höfund? Ég á ekki neina uppáhalds, mér finnst allar bækur bara fínar. Hvar finnst þér best að lesa? Ég les oftast í rúminu mínu en stundum í sófanum. Hvernig bækur finnst þér skemmtilegastar? Bækur þar sem maður fær að ráða eins og Þitt eigið ævintýri. Er þetta í fyrsta skipti sem þú tekur þátt í sumarlestrinum? Þetta er í þriðja skiptið sem ég er með. Þú átt tímavél, hvert ertu að fara og af hverju þangað? Ég færi auðvitað aftur í tímann, á Íslandi og sjá húsin og sjá hvernig allt var. Og ég vil hitta langömmu mín en hún var skemmtileg. Emelía Auður er sumarlesari vikunnar Það er alveg óhætt að segja að lax- veiðin sé ekkert til að hrópa húrra fyrir það sem af er sumri. Hún er slök í mörgum ám ef marka má samantekt Landssambands veiði- félaga. Mest veiði var skráð í síð- ustu viku í urriðafossi í Þjórsá en í sætunum þar á eftir komu Norðurá og Þverá/Kjarará. Haffjarðará hefur sömuleiðis verið að gefa fína veiði. Laxagöngur eru litlar og verra er að sumsstaðar er laxinn áhugalaus að taka agn veiðimanna. ,,Við vorum í Haukadalsá um daginn og það voru laxar að ganga inn á flóðinu, þeir voru neðarlega í ánni og 20 til 30 saman, en þeir fengust ekki til að taka með neinu móti,“ sagði veiðimaður sem var í ánni í vikunni sem leið og bætti við að það væri undarlegt hvað fisk- urinn var hrikalega tregur. Hollið náði því fáum fiskum. Annar veiðimaður var vestur í dölum og þar voru sömu vand- ræðin að fá nýgengna laxa til að taka fluguna. Fiskurinn hafði ekki áhuga, sama hvað honum var boð- ið. Þetta hefur skeð í fleiri ám í sum- ar. Í Straumunum settu veiðimenn um daginn í um 20 laxa en þeir tó- ku svo grannt og þeir sluppu allir. Sem betur fer er þetta ekki að ger- ast allsstaðar. Í Haffjarðará gengur vel og eru komnir á þriðja hundrað laxar á land, á fjórar stangir. gb Laurent Balmer og kona hans, Lola Balmer, búa ásamt sonum sínum þremur; gaston, Cedric og Hector að Narfaseli í Mela- sveit, strákarnir eru á aldrinum eins og hálfs árs til fimm ára. Þau festu kaup á jörðinni fyrir um ári síðan og hafa byggt þar íbúðar- hús og gróðurhús auk þess sem bygging geymslu og lítillar versl- unar stendur nú yfir. Þau eru þegar farin að selja framleiðslu sína víða, meðal annars í Ljómal- ind í Borgarnesi. Blaðamaður Skessuhorns heimsótti fjölskylduna í Narfa- sel og spurði hvers vegna þau hefðu ákveðið að hefja búskap á Íslandi. Aðalástæðuna segja þau vera að í Sviss áttu þau litla jörð. Laurent er menntaður bú- fræðingur og þau hafi langað til að stækka við sig en verð á jörð- um verið himinhátt í heimalandi þeirra. Auk þess hafi þær jarðir sem stóðu þeim til boða einfald- lega hafa verið of litlar. Þau segj- ast hafa vitað að á Íslandi væri nóg jarðnæði. „Einnig horfð- um við til þess að landið er ekki of langt í burtu frá Sviss. Þá er landið öruggt og hreint og heil- brigðiskerfið gott, ekki ósvipað því sem er í Sviss.“ Fjölskyldan kom til Íslands í fyrsta skipti fyr- ir þremur árum. „Við skoðuðum ýmsa staði en þegar við komum hingað á Narfastaði urðum við algerlega heilluð af umhverfinu, víðáttunni og því að sjá bæði sjó- inn og fjöllin.“ Eins og áður sagði hafa þau hjónin byggt bæði íbúðarhús og gróðurhús. gróðurhúsið er 450 fermetrar og svæði sem þau hafa lagt undir útirækt er í dag um 5.000 fermetrar. Nýbýlið Narfa- sel er alls 28 hektarar. Í gróður- húsinu rækta þau ungplöntur sem síðar fara til áframhaldandi rækt- unar á útisvæðinu. Þar eru þau með kirsuberjatómata, blaðsalat og fleira. Á útisvæðinu rækta þau ýmsar tegundir af káli, gulrætur og ýmislegt annað sem þau eru að gera tilraunir með. Rækta grænsprettur Þá rækta þau einnig svokallað- ar grænsprettur (microgreens) í gróðurhúsinu en það er grænmeti sem sáð er í mold og uppskor- ið einni eða tveimur vikum síð- ar. grænsprettur eru mjög ríkar af vítamínum og öðrum næring- arefnum, jafnvel allt að 40 sinn- um meira en fullvaxið grænmeti. grænsprettur eru meðal ann- ars notaðar til þess að auka nær- ingargildi, bragð og fjölbreytni hinna ýmsu rétta. Þær þykja mjög góðar með salati, kjötrétt- um, smoothies og fleiru. Laurent segir þau hjónin ekki hafa ákveðið mikið um framtíð- ina. Þau skortir enn þá reynslu af ræktuninni til þess að geta tek- ið ákvarðanir um hvort þau muni stækka búið né hversu mikið þau munu geta framleitt á jörðinni og hve mikið jörðin geti gefið af sér. Aðstæður til ræktunar í Narfaseli eru jú gjörólíkar því sem gerist í Sviss og því verður þetta bara að fá að koma í ljós. Þau eru samt bjartsýn og segjast vonast til þess að magnið verði sem mest. Eins og áður sagði er Laur- ent búfræðingur en í því námi var áherslan meira á búfénað og ræktun fóðurs. Þau hjónin segj- ast stefna á að taka upp svína- rækt. Þar hyggjast þau rækta svokölluð hamingjusöm svín sem eru svín sem ganga laus. Með því móti ætla þau að framleiða það sem kallast hágæða svínakjöt. Afurðir sínar selja þau hjón meðal annars í versluninni Ljó- malind í Borgarnesi auk þess sem hægt er að fá grænmetið sent heim á Akraness og Borgarness svæðinu. Þá pantar fólk á netinu og fær þá sent heim frítt ef pant- að er fyrir meira en tvö þúsund krónur. Einnig er hægt að senda smáskilaboð og panta og koma síðan við í Narfaseli og sækja grænmetið. Þá eru þau hjón þátt- takendur í rEKO Vesturlandi en þar geta neytendur pantað vörur frá bændum og sótt vöruna á ákveðnum stað og tíma. Nánar má lesa sér til um Narfa- sels búið á Facebook síðu búsins, Narfasel grænmeti. frg Feðgarnir Einar Hallur og Árni Rúnar á bökkum Hreðavatns að bíða eftir þeim stóra. Ljósm. María Gunnarsdóttir Veiðin róleg og laxinn áhugalaus að taka Það er víða reynt þessa dagana en myndin er tekin við Botnsá í Hvalfirði. Ljósm. gb. Svissneskir garðyrkjubændur frumbyggjar í Melasveit Heilluðust af umhverfinu og fluttu hingað búferlum Laurent Balmer í gróðurhúsinu að Narfaseli. Laurent Balmer og Lola Balmer ásamt sonum sínum þremur; Gaston, Cedric og Hector.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.