Skessuhorn


Skessuhorn - 14.07.2021, Blaðsíða 13

Skessuhorn - 14.07.2021, Blaðsíða 13
MiðViKudAgur 14. júLÍ 2021 13 stjórnarformanns Ragnars og Ásgeirs ehf Dagur í lífi... Nafn: Þórey jónsdóttir Fjölskylduhagir/búseta: Bý í grundarfirði með eiginmanni mínum Ásgeiri ragnarssyni og stundum börnum og barnabörn- um. Starfsheiti/fyrirtæki: Stjórnar- formaður ragnars og Ásgeirs ehf. Áhugamál: Líkamsrækt, ferðalög og golf. Dagurinn: Þriðjudagurinn 6. júlí 2021. Klukkan hvað vaknaðirðu og hvað var það fyrsta sem þú gerðir? Ég vaknaði klukkan 5:45 og græjaði mig til að fara til Ólafsvíkur. Hvað borðaðirðu í morgunmat? Fékk mér kaffi í morgunmat. Hvenær fórstu til vinnu og hvernig? rúmlega klukkan 6:00 á bílnum. Fyrstu verk í vinnunni? Mætt í Ólafsvík klukkan 6:40 og byrj- aði að vinna mig í gegnum vörur, flokka þær og skanna inn. Hvað varstu að gera klukkan 10? Mætt til grundarfjarðar aftur og fór þá að skrifa út reikninga. Hvað gerðirðu í hádeginu? Fékk mér brauðsneið. Hvað varstu að gera klukkan 14? Var að hreinsa út úr tölvukerf- um Eimskips og Samskips og af- henda það sem ekki skannaðist út og skoða það sem var væntanlegt með bílnum um kvöldið. Hvenær hætt og það síðasta sem þú gerðir í vinnunni? Slapp úr vinnunni klukkan 16:15 eftir að hafa gengið frá á kaffistofunni og kveikt á uppþvottavélinni. Hvað gerðirðu eftir vinnu? Tók smá slökun heima og horfði á glæstar vonir. Hvað var í kvöldmat og hver eldaði? Fékk mér Camembert hamborgara á Skerinu í Ólafsvík. Hvernig var kvöldið? Tók á móti flutningabíl sem kom með vörur klukkan 19:30. Kláraði að flokka og ganga frá honum. Svo kom næsti bíll klukkan 20 og kláraði einnig að ganga frá vörunum úr honum. Svona eru dagarnir oft á sumrin þegar margir eru í fríi. Var komin heim klukkan 21:30. Hvenær fórstu að sofa? um kl. 22:30. Hvað var það síðasta sem þú gerðir áður en þú fórst að hátta? Fór í sturtu og setti eyrnatappana í eyrun og sneri mér á vinstri hlið- ina og setti svefngrímu fyrir aug- un. Hvað stendur upp úr eftir dag- inn? Það sem stóð upp úr eftir daginn var hvað allt gekk vel og allir kátir. Eitthvað að lokum? Verum góð við hvert annað. fugl á myndinni og lært fuglsnafn- ið í leiðinni. „Við ætluðum að gera eins með blómin í holtunum þarna í kring.“ Snillingar Það skiptir máli hvernig tekið er á móti barni sem mætir í skól- ann sinn snemma að morgni. Börn eru misjöfn að gerð og misjafnlega upplögð. Viðmót skiptir þar miklu, bara eitt lítið bros getur brætt lund lítillar syfjaðar barnssálar og gert því daginn auðveldari og hefur Ás- dís tileinkað sér þetta viðhorf. Yfir árin hafa margir karakterar komið á leikskólann til Ásdísar, hver snill- ingurinn á eftir öðrum eins og hún kallar börnin. Þá eru kennararnir alltaf með ákveðin borð á matmáls- tímum. „Eitt sinn var ég með þrjá félaga sem voru miklir fótbolta- áhugamenn. Ég hef aldrei á ævinni, hvorki fyrr né síðar, vitað eins mik- ið um ensku úrvalsdeildina og þann vetur. Ég vissi allt um liðin og leik- mennina. Þetta voru skemmtileg- ir karakterar og ég held að fótbolti sé eitt af áhugamálum þeirra enn í dag. Þetta er eitt dæmi um hvern- ig starfið getur í senn verið bæði skemmtilegt og fjölbreytt.“ Forréttindi Eins og fyrr kemur fram fagn- aði Ásdís 70 ára afmæli sínu í gær, þriðjudag. Þegar sumarfríið hennar svo klárast í byrjun ágúst lætur hún formlega af störfum en hún segir það ekki hafa verið erfiða ákvörð- un að hætta. „Ég hefði getað ver- ið tvö ár í viðbót samkvæmt samn- ingum okkar núna síðast, en þetta er komið gott,“ segir Ásdís. „Ég hef verð mjög heppin í gegnum árin. jú, jú, maður hefur fengið ýmislegt á sig og allt það en heilt yfir, algjör forréttindi að starfa sem leikskóla- kennari í öll þessi ár. Ég hefði get- að verið hætt 64-65 ára en ég tímdi því ekki. Ég hef verið heppin með heilsu, skrokkinn og allt það, þann- ig ég hef getað unnið. Síðustu fjög- ur ár hef ég þó verið í hálfu starfi, þannig séð verið að trappa mig nið- ur. Ég hefði aldrei hætt bara allt í einu, það hefði ekki verið gott. Ég er búin að fá góðan aðlögunartíma og hef lengi vitað að það kemur að starfslokum og þá hef ég tíma til að sinna áhugamálum mínum, ásamt því að verja meiri tíma með fjöl- skyldunni,“ segir Ásdís jákvæð. Nóg verður því um að vera hjá Ásdísi nú þegar hún er hætt að vinna. „Ég fer í göngur, jóga og svo sund. Svo er ég komin í púttið sem ég hélt ég færi aldrei í. Púttið er bara svo hrikalega gaman og frábær félagsskapur,“ segir Ásdís full til- hlökkunar að endingu. glh/ Ljósm. úr einkasafni. Ásdís með einum snillingnum, eins og hún kallar oft börnin. BÍLASPRAUTUN VESTURLANDS Vinnum fyrir öll tryggingafélög Lokað frá og með 12. júlí til og með 6. ágúst, mætum aftur 9. ágúst vegna sumarleyfi starfsmanna. Gleðilegt sumar! Opnunartími sunnudaga til fimmtudaga 11:00-23:00 Opnunartími föstudaga og laugardaga 11:00-01:00 Pool, píla, drykkir og matur, Hádeigistilboð alla daga og kvöldverðatilboð, Sími 792 9222 Kirkjubraut 10 AkranesAUGL› SING Lyngmelur í Hvalfjarðasveit Gatnagerð og lagnir Sveitarfélagið Hvalfjarðarsveit í samvinnu við Veitur, Rarik og Mílu, óskar eftir tilboðum í gatnagerð á nýrri götu, Lyngmelur í Melahverfi, ásamt því að leggja tilheyrandi lagnir. Helstu magntölur: Gröftur gatna 4.000 m3 Fyllingar gatna 7.500 m3 Fráveitulagnir 830 m Malbikun 2.000 m2 Verktími er til 15. júní 2022. Þó skal ljúka öllu verkinu utan malbikun götu fyrir 30. janúar 2022. Útboðsgögn eru afhent á stafrænu formi með því að senda tölvupóst á netfangið akranes.utbod@mannvit.is, þar sem fram kemur nafn bjóðanda, ásamt nafni, netfangi og símanúmeri tengiliðs bjóðanda. Tilboð verða opnuð mánudaginn 9. ágúst 2021 kl. 10.00 í stjórnsýsluhúsi Hvalfjarðarsveitar, Innrimel 3, 301 Akranesi. Verkefnastjóri framkvæmda og eigna

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.